Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 12
 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Frábært verð á kjúklingi í Bónus SAMA VERÐ UM LAND ALLT LÆGRA VÖRUVERÐ Í TUTTUGU OG EITT ÁR Bónus kjúklingamolar 1 kg. 998 kr.kg. Kjörfugl ferskur heill kjúklingur 565 kr.kg. Kjörfugl kjúklingabringur 1598 kr.kg. Bónus kjúklingabitar blandaðir 398 kr.kg. Merkt verð 498 kr.kg Bónus ferskir kjúklingaleggir 479 kr.kg. Merkt verð 598 kr.kg. FRYSTIVARA FRÉTTASKÝRING Verður hægt að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa? Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkó- flóa er kominn upp í tvo millj- arða Bandaríkjadala. Sú fjárhæð samsvarar nærri 260 milljörðum króna. Ljóst þykir að fjárútlát- in eigi eftir að aukast, því engan veginn er séð fyrir endann á þessu máli. Fyrirtækið hefur greitt 105 dali í skaðabætur til 32 þúsund einstaklinga og fyrirtækja fyrir það tjón, sem olíulekinn hefur valdið. Í síðustu viku féllst BP á að stofna 20 milljarða dala sjóð til að standa straum af skaðabótum vegna tjónsins. Brösuglega hefur gengið að stöðva lekann úr olíubrunninum, sem hefur dælt olíu út í hafið í stórum stíl síðan olíuborpallurinn Deepwater Horizon eyðilagðist og sökk í apríl síðastliðnum. Fyrir tæplega þremur vikum tókst loks að setja eins konar tappa ofan á brunninn, sem hægt er að dæla olíu í gegnum upp í skip á yfirborði sjávar, þar sem hún er síðan brennd. Þetta stöðv- aði ekki lekann, þótt eitthvað hafi hann minnkað. Tekist hefur að dæla töluverðu magni upp í skip- ið á hverjum degi. Varanleg lausn fæst þó ekki fyrr en eftir lengri tíma. Á vegum BP er verið að bora tvær borhol- ur til hliðar við upphaflegu bor- holuna, með það að marki að hitta á hana svo hægt verði að dæla Reynt að bora niður í gömlu borholuna Unnið er hörðum höndum að varanlegri lausn á olíulekanum í Mexíkóflóa. Bráðabirgðalausnir hafa gengið brösuglega, en um miðjan ágúst er vonast til að stöðva megi lekann, sem hefur nú þegar kostað BP tvo milljarða dala. þykkri eðju niður í gömlu borhol- una og stífla hana. Að því búnu á að setja steinsteypu niður til að loka borholunni endanlega. Vonast er til að önnur hliðar- borholan nái í mark um miðjan ágúst, en það er hægara sagt en gert. Olíuborholan sjálf er ekki nema 15 sentimetrar í þvermál, svo það verður mikil nákvæmn- isvinna að hitta á hana með bor á þriggja kílómetra dýpi undir sjáv- arbotninum. Starfsmenn BP segjast þó harla bjartsýnir á að þeim takist að stöðva þennan olíuleka, sem er orðinn sá versti í gjörvallri sögu Bandaríkjanna. „Þetta er í alvöru ekkert svo erfitt,“ segir Mickey Fruge, verkstjóri um borð í borpallinum Development Drill II sem sér um að bora aðra hliðarholuna niður í hafsbotninn. Um borð í báðum borpöllunum starfa menn allan sólarhringinn, Mistakist þeim ætlunarverk sitt, þýðir það enn þá lengri töf þang- að til hægt verður að stífla gömlu borholuna. gudsteinn@frettabladid.is Meiningin er að dæla þykkri eðju niður aðra hliðarholuna til að stífla gömlu borholuna. Síðan á að dæla stein- steypu niður til að loka holunni varanlega. Borað til að stöðva lekann 1.500 m 3.000 m 3.500 m Yfirborð sjávar Hafsbotn Skemmdi olíubrunnurinn Hliðarborhola Hliðarborhola Olíulind Staða borunar 18. júní Staða borunar 18. júní Stefnt að borun í gamla rörið á 5.500 m dýpi N O R D IC PH O TO S/ A FP UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Á tveimur borpöll- um er unnið að því að bora hliðarholur niður að gömlu borholunni, en í skipinu er tekið á móti olíu og hún brennd jafnóðum. KÍNA, AP Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjald- miðils þessa fjórða stærsta hag- kerfis heims. Seint á mánudegi stóð júanið í 6,8012 Bandaríkjadölum, og hafði þá styrkst nokkuð frá föstudegi þegar það stóð í 6,8272 dölum. Fréttum af þessum nýja sveigjanleika var tekið af mikl- um fögnuði á heimsmörkuð- um og stjórnvöldum margra ríkja, sem vonast til þess að með þessu létti Kínverjar þeim að skríða upp úr dýpstu lægðum heimskreppunnar. Xinhua, opinber fréttastofa kínverska ríkisins, segir þó að leiðtogar heims geti ekki treyst á Kínverja til að bjarga sér úr vandanum, heldur verði þeir að koma sér saman um brýnar endur- bætur alþjóðlegra viðskipta. Fyrir tveimur árum festu Kínverjar júanið við dollar til að tryggja sig gegn áföllum af heimskreppunni, og hefur júan- ið í þessi tvö ár haldist nokkuð stöðugt í kringum 6,83 dali. - gb Kínverjar leyfa júaninu að styrkjast eftir langvarandi fastgengi: Ætla samt ekki að bjarga öllu DALIR OG JÚAN Sveigjanleikinn léttir undir með ríkjum í kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Heimild: BP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.