Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 6
6 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL „Vilji menn setja tugi milljóna króna í nýtt embætti hér- aðssaksóknara þá þarf að fara að undirbúa það af krafti. En ég er þeirrar skoðunar að þetta verði aldrei.“ Þetta segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Fyrr í mánuð- inum efndu Ákærendafélagið og ríkissaksóknari til fundar þar sem þetta nýja embætti var til umræðu. Í ályktun sem fundur- inn samþykkti samhljóða segir að í lögum frá 2008 um meðferð sakamála sé gert ráð fyrir að ákæruvaldið skiptist í þrjú stjórn- sýslustig í stað tveggja áður. Um verður að ræða ákæruvald lög- reglu, héraðssaksóknara og ríkis- saksóknara. Ákvörðun um stofnun embættis héraðssaksóknara var frestað tímabundið, fyrst til jan- úar 2010 og síðan til janúar 2012. „Fundur ákærenda og ríkissak- sóknara skorar á dóms- og mann- réttindaráðherra að hefja þegar undirbúning að stofnun embætt- isins ef til stendur að koma því á laggirnar,“ segir í ályktuninni. „Að öðrum kosti verði fallið frá þessu fyrirkomulagi og lögum breytt til samræmis við það.“ Fundurinn bendir á að erfitt sé að byggja upp ákæruvaldið í land- inu meðan óvissa ríki um þetta mál, en fjölmörg atriði tengist breytingunni. „Eigi embætti héraðssaksókn- ara að taka til starfa 1. janúar 2012 þarf að hefjast handa án tafar með undirbúning þess, svo sem með því að skilgreina starfs- mannafjölda, útvega húsnæði og tryggja nægilegt fjármagn. Fund- urinn bendir á að frekari frestun á stofnun embættisins sé ekki for- svaranleg.“ Ríkissaksóknari segir marga hluti hanga á spýtunni varðandi uppbyggingu ákæruvaldsins. „Það gengur ekki að fresta þessu reglulega,“ segir hann. „Skatta- og efnahagsbrotadeild á samkvæmt lögunum að vera deild í embætti héraðssaksóknara. Þá er verið að breyta lögreglulögum í þá veru að frá 1. janúar 2012 verði umdæm- in sex í stað fimmtán. Ég hef bent á að það þurfi ekki sérstakt hér- aðssaksóknaraembætti til að hafa umsjón með sex lögreglustjóra- embættum, heldur ætti að efla ákæruvald lögreglunnar.“ Ríkissaksóknari segir það sitt mat að það skjóti skökku við ef eigi að byggja upp opinbert emb- ætti þar sem verið sé að fækka stofnunum og sameina þær um allar trissur á sama tíma. jss@frettabladid.is Ákærendur óttast óvissu og tímaskort Ákærendafélagið og ríkissaksóknari hafa samþykkt áskorun til Rögnu Árna- dóttur dómsmálaráðherra þess efnis að hafinn verði þegar undirbúningur að stofnun embættis héraðssaksóknara. Uppbygging ákæruvaldsins sé í óvissu. DANMÖRK Í bænum Vejle á Jótlandi hafa íbúar fylgst grannt með dauðastríði hvals nokkurs, sem strandaði í firðin- um fyrir utan. Í fimm daga var reynt með öllum ráðum að koma hvalnum aftur út á haf, en þegar það mistókst var hann dreginn á land og skorinn. Deilur upphófust milli danska nátt- úrugripasafnsins í Kaupmannahöfn og bæjaryfirvalda í Vejle, um það hvar hvalurinn yrði geymdur og hver væri réttmætur eigandi hans. Það voru þó starfsmenn safnsins sem sáu um skurðinn, og byrjuðu á að skera þvert niður eftir hryggnum. Síðan var skorið þvert á dýrið og stór kjötstykki hífð upp með krana. Skera átti allt burt þar til beinagrindin stæði að mestu holdlaus eftir. Hún verður síðan send til frekari hreinsunar, en óútkljáð er hvar hún verður geymd. Talið er að hvalurinn hafi verið þriggja til fjögurra ára kvendýr. Kann- að verður hver dánarorsökin var. - gb Fylgst með dauðastríði hvals sem var dreginn á land á Jótlandi: Hvalur skorinn í danskri höfn HVALURINN DREGINN Á LAND Óvenjulegur viðburður í Danmörku. NORDICPHOTOS/AFP „Ákveðið var með lögum að fresta stofnun embætt- is héraðssaksóknara til 2012, þar sem ekki voru til fjármunir,“ útskýrir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra spurð um stöðuna á stofnun embættis héraðssaksókn- ara. „Við gerum ráð fyrir að að embætti sérstaks saksóknara starfi til 2014. Við erum einnig með áform um að fækka lögregluumdæmunum. Frumvarp þess efnis tekur von- andi gildi á septemberþinginu.“ Þá segir Ragna það á hreinu að huga þurfi sérstaklega að framtíð efnahagsbrotadeildar. „Ég hef óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann komi með heildstæðar tillögur um hvernig best sé að skipa ákæruvaldinu í landinu með tilliti til ofangreindra þátta. Við höfum ákveðið að vera í samvinnu um það og ég bíð eftir að fá þær tillögur. Þótt löggjafinn sé búinn að ákveða að setja á fót embætti héraðssaksóknara er þetta orðið dálítið snúið þegar æðsti handhafi ákæruvaldsins lýsir sig svo andsnúinn því sem raun ber vitni.“ Ragna bendir á að þegar sé búið að stórauka fjárveitingar til að byggja upp ákæruvaldið, þar sem sé embætti sérstaks saksóknara. Því sé ekki hægt að segja að stjórnvöld hafi ekki eflt ákæruvaldið eftir föngum. - jss Bíður tillagna frá ríkissaksóknara RAGNA ÁRNADÓTTIR Hefurðu fylgst með sjónvarpsút- sendingum frá heimsmeistara- mótinu í fótbolta? Já 49,7% Nei 50,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að læknaskortur verði á landinu? Segðu þína skoðun á vísir.is SELFOSS Gróður byrgði ökumanni sýn á Selfossi með þeim afleiðing- um að hann ók á barn á hjóli. Barn- ið slasaðist ekki við áreksturinn en það sá að líkindum ekki bílinn koma aðvífandi. Heiður Eysteinsdóttir, móðir barnsins, segir aðstæður sem þess- ar vera allt of algengar. „Gróður byrgir sýn á mörgum stöðum í bænum,“ segir hún. „Þetta er búið að vera áhyggjuefni hjá mér lengi.“ Heiður segir að fólk verði að vera meðvitað um aðstæður sem þessar og klippa tré og runna reglulega til að forðast fleiri slys. „Það er ekki mikið um að fólk sé að fara eftir svona skipulagsreglugerðum,“ segir Heiður. Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu segir að hættur sem þessar séu víða til staðar og fólk verði að vera vakandi fyrir gróðri í görðum sínum. „Maður sér mjög víða aðstæður þar sem þessi hætta er til staðar, sérstaklega í íbúða- hverfum.“ segir Einar. „Fólk verður að huga að þessu, það er nefnilega aldrei að vita nema uppáhalds- runninn sé að byrgja mönnum sýn í umferðinni.“ - sv Mildi að ekki fór verr þegar barn á hjóli varð fyrir bíl á Selfossi: Gróður byrgði ökumanni sýn SELFOSS Gróður við umferðargötur byrgir ökumönnum sýn. NÁTTÚRA Hlaupið í Skaftá náði lík- lega hámarki í gærkvöldi. Hlaupið kemur úr vestari sig- katli Skaftárjökuls. Þrátt fyrir að hlaupið nú sé lítið má gera ráð fyrir því að stærra hlaup verði þegar hleypur úr austari sigkatl- inum, sem er stærri. Búast má við slíku hlaupi seinna í sumar eða í haust. Rennsli í ánni við Sveinstind, nálægt upptökunum, var mest um 400 rúmmetrar á sekúndu í gær. Til samanburðar var rennslið mest 1.250 rúmmetrar á sekúndu í Skaftárhlaupi árið 2008. - þeb Skaftárhlaupið er lítið: Hlaupið hefur náð hámarki KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.