Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 16
22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða
lögmæti gengistryggingar í bíla-
samningum. Niðurstaða réttar-
ins í báðum málunum var sú, að
umræddir samningar væru láns-
samningar en ekki leigusamning-
ar, þeir væru um skuldbindingu í
íslenskum krónum og þ.a.l. væri
óheimilt að binda skuldbinding-
una skv. samningnum við gengi
erlendra gjaldmiðla.
Þótt framangreindir dómar séu
skýrir varðandi það að gengis-
trygging bílasamninga sé óheimil
er nú talsverð óvissa um það hvað
tekur við. Vitað er að fjöldi aðila,
bæði einstaklingar og fyrirtæki,
hefur tekið slík lán og er staða lán-
takenda misjöfn. Sumir hafa stað-
ið í skilum með afborganir þrátt
fyrir hækkun lána, sumir hafa
gert upp lánin að fullu, aðrir hafa
þurft að þola vörslusviptingu og
enn aðrir hafa með skilmálabreyt-
ingum breytt lánum sínum í hefð-
bundin verðtryggð íslensk lán. Í
þessari grein verður leitast við að
túlka niðurstöðu framangreindra
dóma og svara spurningum varð-
andi réttarstöðu skuldara.
Hvernig á að standa að endurút-
reikningi lána?
Hæstiréttur svarar því ekki í
dómum sínum hvernig endur-
reikna skuli gengistryggða láns-
samninga. Undirritaðir eru hins
vegar eindregið þeirrar skoðunar
að túlka verði dómana með þeim
hætti að gengistryggingarákvæði
bílasamninganna sem um var að
tefla sé ógilt en að samningarn-
ir haldi að öðru leyti gildi sínu.
Um þetta atriði virðast flestir
vera sammála en hins vegar hafa
margir orðið til að benda á að eitt-
hvað þurfi að koma í staðinn. Þeim
rökum hefur verið teflt fram í því
sambandi að ósanngjarnt sé, gagn-
vart þeim sem kusu að taka verð-
tryggð lán í íslenskum krónum,
að hinir sem tóku hin svonefndu
myntkörfulán njóti eftir dóma
Hæstaréttar þeirra bestu lána-
kjara sem boðist hafa á Íslandi
fram að þessu.
Undirritaðir telja hins vegar
að slík rök geti ekki réttlætt það
að vikið sé frá skýrum samnings-
ákvæðum. Staðan er einfald-
lega sú eftir dóma Hæstaréttar
að gengistryggingunni er kippt
úr sambandi, ef svo má að orði
komast, en eftir standa umsamd-
ir vextir. Að mati undirritaðra er
óhugsandi að túlka dóma Hæsta-
réttar með þeim hætti að í stað
gengistryggingar eigi sjálfkrafa
að reikna annars konar verðtrygg-
ingu. Hvorki sanngirnisrök né rök
um brostnar forsendur geta rétt-
lætt slíka niðurstöðu. Sérstaklega
skal tekið fram að undirritaðir
telja að ekki sé heimilt að miða við
vaxtatöflu Seðlabanka Íslands um
lægstu óverðtryggðu vexti, sbr. 4.
gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu í stað gengistrygg-
ingar, enda á sú lagagrein ein-
göngu við þegar engin vaxtavið-
miðun er í viðkomandi samningi.
Slíkt á hins vegar almennt ekki
við um hina svonefndu bílaláns-
samninga þar sem skýrt er kveð-
ið á um hvaða vexti skuldbinding-
in ber.
Í þessu sambandi benda und-
irritaðir á úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur 30. apríl 2010 sem
kveðinn var upp í tilefni af kröfu
NBI hf. þess efnis að bú einka-
hlutafélagsins Þráins yrði tekið
til gjaldþrotaskipta. Niðurstaða
héraðsdóms var sú að hafna gjald-
þrotaskiptakröfu NBI hf. þar sem
gengistrygging lánssamninga
þeirra sem um var deilt í málinu
væri í andstöðu við VI. kafla laga
nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg-
ingu og því ógild. Þá segir orðrétt
í forsendum dómsins: „Telur hann
m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna
fjárhæð skuldar varnaraðila með
þeirri hækkun sem sóknaraðili
reiknar vegna breytinga á gengi
jens og svissnesks franka gagn-
vart íslenskri krónu. Telur hann að
miða verði við upphaflegan höfuð-
stól auk áfallinna vaxta, en að ekki
sé heimilt að reikna annars konar
verðtryggingu í stað gengisvið-
miðunar.“ NBI hf. kærði framan-
greinda niðurstöðu til Hæstarétt-
ar sem kvað upp dóm sinn í málinu
nr. 317/2010 þann 16. júní sl., þ.e.
hinn sama dag og hinir svonefndu
gengisdómar féllu. Skemmst er
frá því að segja að Hæstiréttur
nálgaðist málið úr annarri átt en
héraðsdómur gerði en komst að
sömu niðurstöðu. Hæstiréttur tók
því ekki afstöðu til þess álitaefnis
hvort heimilt væri að reikna ann-
ars konar verðtryggingu í stað
gengistryggingar. Undirritaðir
lýsa sig sammála niðurstöðu hér-
aðsdómara í ofangreindu máli.
Af öllu framangreindu leiðir að
við endurútreikning lánssamn-
inga ber að miða við upphaflegan
höfuðstól lánanna. Þá er nauðsyn-
legt að skoða hvern og einn láns-
samning sérstaklega og bæta við
upphaflegan höfuðstól umsömd-
um vöxtum. Þegar lánin hafa
verið reiknuð út miðað við fram-
angreindar forsendur skal draga
frá þær greiðslur sem viðkomandi
skuldari hefur greitt að viðbætt-
um vöxtum skv. lögum nr. 38/2001
frá réttum gjalddögum vegna
þess sem ofgreitt var. Með þess-
ari aðferðafræði er unnt að reikna
út eftirstöðvar viðkomandi láns-
samnings.
Aðilar sem hafa staðið í skilum
með bílalán
Miðað við þær forsendur sem
gefnar voru hér að framan varð-
andi endurútreikning lánssamn-
inga má ljóst vera að hugsanlegt
er að skuldarar hafi ofgreitt af
lánum sínum mánuðum saman
miðað við upphaflegar forsend-
ur lánasamningsins. Ef slík
aðstaða er uppi er ljóst að viðkom-
andi skuldari á endurkröfurétt á
hendur fjármögnunarfyrirtæk-
inu. Skuldarinn hefur þá það val
að krefja fyrirtækið um endur-
greiðslu vegna þess sem ofgreitt
var eða að lýsa yfir skuldajöfnuði
gagnvart eftirstöðvum samnings-
ins. Miðað við þau lausafjárvand-
ræði sem mörg íslensk heimili
og fyrirtæki glíma við um þess-
ar mundir er ekki ólíklegt að
mörgum þætti fýsilegt að velja
fyrrnefnda kostinn. Hins vegar
er ljóst, miðað við fjölda gengis-
tryggða lánssamninga og heild-
arfjárhæð slíkra samninga, að
ef margir kysu að fara þessa leið
gæti það riðið fjármögnunarfyr-
irtækjunum að fullu.
Seinni hluti greinarinnar birtist
á næstu dögum.
Og hvað svo? – fyrri hluti
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
High Peak Ancona 4 og 5 manna
Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm.
Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar.
Hæð 190/200 cm.
Verð 42.990/52.990 kr.
High Peak Como 6 manna
Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli.
Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar.
Hæð 200 cm.
Verð 39.990 kr.
High Peak Nevada 3 manna
Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi.
Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar.
Hæð 120 cm.
Verð 16.990 kr.
Öll helstu merkin í tjöldum
Sterkari króna
= Lægra verð
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Rvk
Akureyri
Suðurnesjum
Húsavík
Flúðir
Hágæða inni-
og útiflísar frá
Champion.
Stærðir: 30x60,
60x60 og 45x90
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
38
23
8
Ólögmæt gengistrygging
Einar Hugi
Bjarnason
lögmaður hjá ERGO
lögmönnum
Björgvin Halldór
Björnsson
lögmaður hjá ERGO
lögmönnum