Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 21
Verjum ferðafrelsið
Á árinu 2007 voru stofnuð svæðisráð fyrir hvert hinna fjögurra svæða Vatnajökulsþjóðgarðs.
Ráðin hafa unnið grunn að drögum að verndaráætlun fyrir Vatnajökuls þjóðgarð og eru þau
opin fyrir athugasemdum til 24. júní 2010. Hvert ráð er skipað til fjögurra ára í senn og þar
sitja sex fulltrúar.
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út að þeirra vilji sé að hafa gott samráð við frjáls
félagasamtök um stefnumörkun og framkvæmd umhverfisverndar í samræmi við ákvæði
Árósasamningsins. Aðilar að samningnum eru sammála um það að frjáls félagasamtök gegni
mikilvægu hlutverki í umræ
3 fulltrúar tilnefndir af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eru á viðkomandi rekstrarsvæði.
1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á viðkomandi svæði.
1 fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum.
1 fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum.
Hafa stjórnvöld (Svæðisráðin) farið eftir ákvæðum Árósarsáttmálans?
ðu um umhverfismál og að þeirra framlag við að upplýsa
almenning, stjórnvöld og fjölmiðla sé mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun íslensks samfélags.
Þess vegna er það ámælisvert að lokanir á ferðaleiðum í drögum að verndaráætlun um
Vatnajökulsþjóðgarð eru ekki unnar í samráði eða samvinnu við félagasamtök í landinu.
Í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð er gert ráð fyrir lokun margra fallegra ferðaleiða
Lítið samráð verið við Samtök útivistarfélaga (30.000 félagsmenn)
Opið fyrir þjónustubíla ferðafyrirtækja, lokað fyrir almennt ferðafólk
Þú getur mótmælt þessu til 24. Júní með mótmælapóstkorti á www.f4x4.is
Fulltrúar félagasamtaka í gegnum Samút (Samtök útisvistarfélaga) hafa því miður ekki
allir staðið sig nógu vel í vinnu að þeim drögum um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
sem nú liggur fyrir. Svæðisráðin hafa einnig haldið öðrum fulltrúum félagasamtaka
markvisst frá umræðu, upplýsingum og tillögurétti í undirbúningi á þessum drögum.
Það sem vekur sérstaka athygli er að bílum á vegum ferðaþjónustufyrirtækja með vistir
fyrir göngufólk, er leyft að aka á lokuðu leiðum. Íslenskum sjálfstæðum gönguhópum
verður ekki heimilt að fara inn á þessar leiðir með vistir.
Hægt er að leggja fram athugasemdir við drögin að verndaráætluninni til 24. júni. Þeir
sem eru ekki sáttir við fyrirhugaðar lokanir margra fallegra ferðaleiða eins og
Vonarskarði, Heinabergsleið, Vikrafellsleið og leiðum á Jökulheimasvæðinu og
Tungnaáröræfum, geta farið inn á vef Ferðaklúbbsins 4x4 (www.f4x4.is) og sent þaðan
póstkort til Umhverfisráðherra til að mótmæla þeim. Um leið er hægt að skrifa undir
mótmælaskjal sem sent verður til umhverfisráðherra.
Vikrafellsleið norðan Dyngjufjalla hefur verið ekin í 60 ár
Dyngjufjalladalsleið hefst fyrir norðan Dyngjufell og við vegamótin eru þrjár vörður. Leiðin
liggur yfir sandorpið hraun upp að melöldum sem ganga norður frá Dyngjufjöllum. Ekið er á
milli hrauns og mela og um norðurenda melanna austur undir hraunin í kringum Einstæðing.
Á þessari leið er einnig ekið fram hjá Tvíburatindi og Svartagili.
Þegar kemur austur undir Einstæðing þarf að fara upp melana, en ekki niður á sléttuna undir
fjallinu. Farið er þá niður bratta brekku og leiðin liggur síðan austur undir Stóru Kistu. Í
grennd við Fjárhólaborgir er síðan komið út úr hrauninu og liggur leiðin þá um mela austur
undir Hengslisbrekku og niður á hraunið úr Svörtudyngju. Þar á brúninni eru skemmtilegar
gígamyndanir, en leiðin í heild er vörðuð alls konar athyglisverðum hraun- og rofmyndunum.
Þegar komið er niður af Hengslisbrekku tekur við spennandi hlykkjótt vegslóð um
mosagróið hraun. Það er leið vestur fyrir Vikrafell og svo austur með því að sunnan.
Einnig er góð leið meðfram fjallinu að norðan og austan.
Fyrir sunnan Vikrafell er hraunið þakið hvítum vikri úr Öskjugosinu 1875 og má heita að
slóðin hverfi þar. Best er að finna lænur í hrauninu og fylgja þeim, en þær liggja frekar í
austur-vestur, en norður-suður. Versta leiðin er að fara beint suður.
Þessi leið hefur verið fáförul en er mjög áhugaverð og einkum vegna sýnilegra jarð- og
gosmyndana. Hún hefur verið við líði frá því fyrir 1960. Auk þess að vera frábær
ferðamannaslóð er leiðin notuð að hluta af Mývetningum í göngum.
Útgefandi: Ferðaklúbburinn 4x4 á Íslandi - Ritstjóri: Guðmundur G. Kristinsson - Ábyrgðarmaður: Sveinbjörn Halldórsson
Þú gerir það á www.f4x4.is
Sendu mótmælapóstkort
vegna lokana á ferðaleiðum
Vikrafellsleið verður lokað nema fyrir göngufólk
Myndir eru frá Degi Bragasyni