Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 20
 22. júní 2010 4 BRJOSTAGJOF.IS er góð heimasíða fyrir brjóstmjólkandi mæður, aðstandendur þeirra sem og fagfólk sem vinnur með mæður með börn á brjósti. Á síðunni má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstagjöf, allt frá næringargildi mjólkurinnar upp í gjafaaðferðir. „Markmið miðstöðvarinnar er að gera fötluðu fólki kleift að lifa við sömu aðstæður og ófatlað fólk. Miðstöðin á fyrst og fremst að aðstoða fatlað fólk við að fá viður- kenndar beingreiðslur og aðstoða fólk í framhaldi,“ segir Freyja Haraldsdóttir, stjórnarmaður í NPA-miðstöðinni, en stofnfund- ur miðstöðvar um notendastýrða persónulega aðstoð var haldinn í síðustu viku. „Beingreiðslur felast í því að notandi fær fjármagn frá sveitarfélagi og ríki til sín og ráð- stafar því svo sjálfur í eigin þjón- ustu.“ Freyja segir að miðstöðin sé í eigu fatlaðs fólks og að fatlaðir einstaklingar muni sinna ráðgjöf og aðstoð í tengslum við miðstöð- ina. „Miðstöðin á að veita ráðgjöf og fræðslu til fatlaðs fólks. Hún á einnig að halda utan um prakt- íska þætti þjónustunnar þannig að ef fólk sem fær beingreiðslur kýs að þurfa ekki sjálft að standa í að borga hluti eins og laun og lífeyris- sjóðsgjöld þá getur það beðið mið- stöðina að taka það að sér. Miðstöð- in sér því um fjárhagslegu hliðina, auk þess sem hún leiðir notandann í að verða stjórnandi aðstoðarfólks og um leið í eigin lífi.“ Freyja segir starfsemi mið- stöðvarinnar byggja á hugmynda- fræði um sjálfstætt líf. „Sem er hugmyndafræði sem fatlað fólk hefur þróað. Það byrjaði í kring- um 1970 í Bandaríkjunum og hefur svo breiðst út um allan heim. Við á Íslandi höfum orðið eftirbátar. Kjarni hugmyndafræðinnar er að fatlað fólk öðlist stjórn á sínu lífi og fái þá aðstoð sem þarf til að búa yfir borgaralegum réttindum og mannréttindum eins og ófatlað fólk.“ Undirbúningshópur fyrir stofnun NPA-miðstöðvarinnar var myndaður í lok árs 2008 og hefur unnið að verkefninu síðan þá. „Nú er búið að skipa stjórn og við förum núna að fara í að byggja upp þá þjónustu. Við viljum byrja sem allra fyrst að veita ráðgjöf við beingreiðslurnar,“ segir Freyja og ítrekar að henni finnist þetta mikilvægt skref í mannréttinda- baráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Nánari upplýsingar um starf- semi miðstöðvarinnar má finna á www.npa.is. martaf@frettabladid.is NPA-miðstöð stofnuð Stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi var stigið í síðustu viku þegar miðstöð um notenda- stýrða persónulega aðstoð var stofnuð. Starf miðstöðvarinnar byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Freyja Haraldsdóttir segir mikilvægt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks stigið með stofnun miðstöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN                     !"  #$!  %    &          $! '     (        ! )      $ %%  "   "  LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Tinktúrur úr íslenskum lækningajurtum taldar góðar fyrir: * breytingaskeiðið * blöðruhálskirtil * bjúg * exem og sóríasis * meltingu * kvef og flensu Lífrænar snyrtivörur og smyrsl Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum www.annarosa.is Karlmenn geta gengið í gegnum breytingaskeið að sögn vísinda- manna, en það er sjaldgæft. Rannsókn sem gerð var á 3.300 karlmönnum á aldrinum 40 til 79 ára sýndi að um tvö prósent mið- aldra karlmanna ganga í gegn- um breytingaskeið, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Mennirnir voru spurðir út í kyn- og geðheilsu sína og líkamlegt heil- brigði. Þrjú kynferðisleg vanda- mál báru á góma en þau voru lítil kynlífslöngun, lélegt ris á morgn- ana og önnur stinningarvandamál og var lágt testósterónmagn talin vera orsökin. Einnig var minnst á þunglyndi og þreytu. Önnur ein- kenni sem hafa verið tengd við breytingaskeið karlmanna eins og erfiðleikar með svefn, slæm ein- beiting og kvíði voru hins vegar ekki talin tengjast lágu testóster- óni. Fred Wu, prófessor við Líf- læknisfræðiháskóla Manchester, sem stýrði rannsókninni, sagði að kynferðisleg vandamál væru nokkuð algeng jafnvel hjá mönnum með venjulegt magn testósteróns. „Það er því mikilvægt að tilgreina veru allra þriggja kynferðislegu vandamálanna af þeim níu test- ósteróntengdu vandamálum sem við greindum, til að auka líkurnar á réttri sjúkdómsgreiningu.“ - mmf Tvö prósent karla á breytingaskeiði Karlmenn geta gengið í gegnum breytingaskeið. NORDICPHOTOS/GETTY Nokkrir bollar af kaffi eða tei á dag geta varnað því að fólk fái hjartasjúkdóma. Rannsókn sem stóð yfir í þrett- án ár í Hollandi hefur sýnt fram á að neysla kaffis og tes getur haft góð áhrif á hjartað, eins og frá er greint á vef breska ríkisútvarps- ins. Rannsóknin var gerð á 40.000 manns og sýndi að þeir sem drukku fleiri en sex tebolla á dag minnkuðu líkurnar á hjarta- sjúkdómum um þriðjung. Neysla tveggja til fjögurra kaffibolla á dag leiddi líka til lægra hlutfalls hjartasjúkdóma. „Þetta eru í raun góðar fréttir fyrir þá sem finnst kaffi eða te gott,“ sagði Yvonne van der Schouw prófessor en hún fór fyrir rannsókninni. „Þess- ir drykkir virð- ast vera góðir fyrir hjartað, án þess að auka hætt- una á því að fólk deyi af völdum einhvers annars.“ - mmf Kaffi gott fyrir hjartað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.