Fréttablaðið - 22.06.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 22.06.2010, Síða 24
Leið um hinn fallega Heinabergsdal verður lokað Í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð segir: “Heinabergsdalur á Mýrum liggur austan Heinabergsjökuls. Dalurinn er auðveldur yfirferðar og nokkuð gróinn. Vegur liggur inn miðjan dalinn og er hann notaður við smalamennsku og hreindýraveiðar. Innst í Heinabergsdal sést niður í Vatnsdal og er það stórbrotið útsýni. Vatnsdalur er hrjóstrugur og grófur og landmótun jökuls og vatns er áberandi. Mikil hlaup hafa orðið úr Vatnsdal, en hlaupin hafa þó minnkað til mikilla muna í seinni tíð. Volg laug er innst í Vatnsdal. Í Heinabergsfjöllum eru margir áhugaverðir staðir fyrir göngufólk, svo sem tindurinn Humarkló.” Um Heinabergsdal liggur falleg akstursleið og stórbrotið útsýni er þaðan niður í Vatnsdal Síðan kemur þetta: “Umferð vélknúinna ökutækja um veg inn Heinabergsdal er aðeins heimil smalamönnum, hreindýra- veiðimönnum og ferðaþjónustu- aðilum sem þurfa að aðstoða gönguhópa í skipulögðum ferðum samkvæmt fyrir fram útgefinni ferðaáætlun”. Hér vekur það athygli að bílum á vegum ferðaþjónustufyrirtækja með vistir fyrir göngufólk, er leyft að keyra veginn inn Heinabergsdal. Eina leiðin til að komast inn dalinn er að kaupa ferð hjá þessum fyrirtækjum. Íslenskum sjálfstæðum gönguhópum verður ekki heimilt að fara inn á þessar leiðir með vistir. Útgefandi: Ferðaklúbburinn 4x4 á Íslandi - BLAÐSÍÐA 4 Þú gerir það á www.f4x4.is Sendu mótmælapóstkort vegna lokana á ferðaleiðum Auglýsing Árið 1946 eignast Guðmundur Jónasson sína fyrstu fjórdrifs- bifreið sem var Dodge Weapon með 10 farþega yfirbyggingu frá Agli Vilhjálmssyni. Þessi bifreið var sannarlega upphaf hálendisferða hans. Árið eftir bættist við önnur Dodge bifreið og árið 1949 lét hann byggja 19 farþega GMC bifreið og er næsta víst að engin bifreið fór oftar slóðir um hálendið í fyrsta sinn, slóðir sem margar eru fjölfarnar enn í dag. Sumarið 1950 stóð Guðmundur fyrir leiðangri til að leita að bílfæru vaði yfir Tungnaá. Meðal margra sem voru með í ferðinni var Egill Kristbjörnsson sem var ferðafélagi Guðmundar til margra ára. Þeir fóru í leitina á gúmmibát og eftir langa leit fundu þeir vað sem var ekið yfir í fyrsta sinn 27. ágúst. Vaðið var Leiðin yfir Hófsvað var fundin 1950 Miðhálendið opnaðist 1950 Guðmundur Jónasson ók fyrstur yfir Hófsvað í Veiðivötn kallað Hófsvað eftir hóflöguðum hólma í ánni. Eitt aðaltakmark ferðarinnar var að komst til Veiðivatna og inná Sprengisandsleið. Með því að komast á bifreið yfir Tungnaá, opnaðist miðhálendið fyrir umferð úr suðri og strax í september sama ár var farin fyrsta stóra ferðin með 40 farþega á þremur fjallabílum yfir Tungnaá til Veiðivatna, norður til Nýjadals, yfir Þjórsá og um Kjalveg til baka. Áhugi Íslendinga var mikill fyrir hálendisferðum og á næstu árum fór Guðmundur óteljandi ferðir um nýjar slóðir á hálendinu. Með tímanum fóru erlendir ferðamenn að koma með í ferðirnar og varð þá þörf á fæði fyrir þá, en íslendingar notuðu skrínukostinn. Það var upphaf þess að með í ferðum voru sérstakir eldhús- bílar þar sem ráðskonur sáu um matseld og eldhús- bíllinn flutti einnig farangur og viðlegubúnað, en gist- ingu var aðeins að hafa í tjöldum. Þessi ferðamáti hélst allt til níunda áratugarins, en með bættu vegakerfi og stóraukinni hótelgistingu hættu tjaldferðir að mestu. Gist í tjöldum í fyrstu ferðum um miðhálendið Jökulheimar eru í Tungnaárbotnum við Tungnaárjökul. Ekið er eftir Veiðivatnaleið að Vatnaöldum og austan Ljósufjalla að skálum Jöklarannsóknarfélagsins. Minni skálinn þar er síðan árið 1955 og stærri frá 1966. Þeir hafa lengi verið miðstöð rannsókna á Vatnajökli og þar var veðurathugunarstöð til margra ára. Umhverfið er bæði eyðilegt og stórbrotið. Það eru lítt grónar vikursléttur og melaflákar á milli sérstakra stökkulbólstra, bergsbreiða, jökulrofinna móbergshamra og fjölbreyttra gíga. Undan Tungnaárjökli kemur Tungnaá sem er ein vatnsmesta jökulá landsins. Fært er yfir Tungnaá á fjórhjóla- drifnum jeppum frá Tungnaárfjöllum (Breiðbak) að Langasjó og þaðan niður á Landmannaleið. Vestan og norðvestan Jökulheima eru Gjáfjöll (Helgrindur) í 700-900 metra hæð yfir sjávarmáli. Þau klofna um Heljargjá og skammt þar vestan og er drangurinn Dór, steinrunninn jötunn með byrði á baki, sem stefnir að jökli. Kerlingar eru tvö fell (1207 og 1339 metra há) í vesturrönd Vatnajökuls, ekki langt norðan Tungnaárbotna. Útsýnið af hærra fellinu er stórfenglegt í góðu skyggni. Jökulheimar við Vatnajökul Eitt stórbrotnasta og mikilfenglegasta svæði landsins Myndir eru frá Svanhildi Káradóttur Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Nýr þrýstijafnari, þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is 25% afsl áttu r af inn ihal di

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.