Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 8
8 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir eiginmaður Vikt- oríu Svíaprinessu? 2 Hversu þungan lax veiddi Jón Gnarr í Elliðaánum? 3 Hver er rektor Háskólans í Reykjavík? SVÖR Á SÍÐU 30 Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ Taktu bollur með í ferðalagið! www.ora.is Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóma yfir Barðastrandarræn- ingjunum svokölluðu um eitt ár. Þá dæmdi hann þá til að greiða fórnarlambinu 800 þúsund krón- ur í miskabætur. Mennirnir, Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson, voru dæmdir fyrir að ráðast á aldrað- an úrsmið á Barðaströnd á Sel- tjarnarnesi, binda hann og krefja upplýsinga um hvar tiltekin verð- mæti væri að finna. Þeir tóku þar úr, skartgripi og fleira. Manninn skildu þeir eftir á gólfinu í fjötr- um. Viktor hlaut tveggja ára fang- elsisdóm í Héraðsdómi Reykja- víkur en Hæstiréttur þyngdi dóminn um ár. Þá fékk Axel Karl 20 mánaða fangelsisdóm í Hér- aðsdómi en hans dómur var einn- ig þyngdur um ár. Mennirnir, sem eru um tvítugt, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar þar sem þeir réð- ust á annan aldraðan mann fyrir utan heimili hans í Reykjanesbæ. Með manninum var dóttir hans og kornabarn. Mennirnir handleggsbrutu manninn auk þess sem þeir veittu honum margvíslega áverka. Talið er að þeir hafi ætlað að finna barnabarn mannsins. - jss Barðastrandarræningjar dæmdir fyrir hrottalega árás á aldraðan úrsmið: Hæstiréttur þyngir dóma um ár RÆNINGJAR AF BARÐASTRÖND Hæsti- réttur þyngdi dóminn. STJÓRNMÁL Pétur Blöndal þingmað- ur segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi. Starfið sé mann- skemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpa- manni“ vegna styrkjamála. Einhver styrkti Pétur fyrir nær fjórðung af prófkjörskostnaði hans fyrir kosningarnar 2007, um 700.000 krónur, en heildarkostnað- ur prófkjörsins mun hafa verið um þrjár milljónir. Pétur er ekki á lista Ríkisend- urskoðunar yfir þá sem hafa skil- að upplýsingum um kostnað við prófkjörsbaráttu á þessum árum, en það var ekki lagaleg skylda að skila þeim. Pétur segir að peningarnir hafi komið frá hjónum sem hafi prentað fyrir sig framboðsbækling. Hann hafði í síðustu viku sagst ætla að fá leyfi til að nafngreina manninn. „Nei, ég er ekki búinn að tala við þennan mann. Ég var til klukkan þrjú í nótt að vinna að þessu frum- varpi um heimilin,“ segir Pétur. Hann geti gefið þetta upp síðar í mánuðinum. „Í hvert einasta skipti sem ég býð mig fram hugsa ég hvort ég eigi að halda þessari vitleysu áfram því þetta er mannskemmandi að vera í þessu. Sérstaklega af því að maður er stimplaður glæpamaður fyrir- fram. Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir [í fimm prófkjörum] fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið,“ segir hann. Svo bætist „ein- elti“ fjölmiðla ofan á allt annað. Jónínu Rós Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingar, kemur á óvart að hún sé ekki á fyrrgreind- um lista. Hún taldi sig hafa skil- að öllu. Jónína man hins vegar vel eftir baráttunni í Norðausturkjör- dæmi. „Úti á landi kosta framboðin nú ekki eins mikið og í bænum. Ég keypti eina auglýsingu upp á 47.000 krónur, þetta var borði á vef Viku- dags og hjá Austurglugganum. Fyrir einstæðar mæður er þetta dálítill peningur og ég man þetta alveg nákvæmlega,“ segir hún. Heildarkostnaður prófkjörsins hafi verið vel undir 300.000 krónum. Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, er held- ur ekki á listanum, en hún fór í fimmta sæti í Suðurkjördæmi. „Á þeim tíma voru þessar reglur ekki í gildi,“ segir Unnur Brá. „Ég greiddi allan kostnað sjálf, ég man ekki hvort hann var 500.000 eða eitthvað nálægt því,“ segir hún. Ekki hefur náðst í Kristján Þór Júlíusson, sem hefur ekki gefið upp hver styrkti hann um hálfa milljón fyrir sömu kosningar. klemens@frettabladid.is Pétri Blöndal er skapi næst að hætta á þingi Pétur Blöndal þingmaður segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi þegar hann er spurður um styrkjamál sín. Sakar blaðið um einelti. Þingkonurnar Jón- ína Rós Guðmundsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir greina frá kostnaði. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON PÉTUR HARALDSSON BLÖNDAL UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR JÓNÍNA RÓS GUÐMUNDSDÓTTIR KIRGISTAN, AP Þúsundir Úsbeka, sem dvelja við landamæri Úsbek- istan og Kirgisistan, neituðu að snúa til heimkynna sinna í Kirg- istan í gær. Þeir treysta ekki kirgískum hermönnum, sem hafa reynt að sannfæra þá um að þeim sé óhætt að snúa aftur. Allt að tvö þúsund Úsbekar hafa látist og um fjögur hundruð þús- und hrakist frá heimilum sínum, frá því átök brutust út í Kirgistan um miðjan júní. Um 100 þúsund þeirra fóru til Úsbekistan en um fimm þúsund hafa snúið aftur.- hhs Átökin í Kirgisistan: Úsbekar óttast að snúa aftur VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.