Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 46
30 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. gáski, 6. fíngerð líkamshár, 8. sjáðu, 9. sóða, 11. í röð, 12. fást við, 14. þúsundasti hluti, 16. í röð, 17. fiskur, 18. til viðbótar, 20. í röð, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. áfall, 3. í röð, 4. smjaðra, 5. hlemmur, 7. villtur, 10. kk nafn, 13. hamfletta, 15. skál, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Daniel Westling prins af Vestgotalandi. 2 Jón veiddi sex punda hæng. 3 Ari Kristinn Jónsson. LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ló, 8. sko, 9. ata, 11. jk, 12. garfa, 14. millí, 16. hi, 17. áll, 18. enn, 20. aá, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. slag, 3. rs, 4. skjalla, 5. lok, 7. ótaminn, 10. ari, 13. flá, 15. ílát, 16. hes, 19. nú. GOTT Á GRILLIÐ „Best á grillið er fiski-taco sem kemur upphaflega frá Baja í Mexíkó. Þá marinera ég þorsk- hnakka í hvítlauk, kóríander, chili og sítrónu. Svo hitar maður taco-skeljarnar í ofni og með þessu ber ég fram sérstakar sósur sem ég bý til.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, meistaranemi í umhverfisverkfræði. Vuvuzela-lúðrarnir sem hafa orðið heims- frægir á HM í Suður-Afríku eru nú komnir til landsins. Á fótboltaleikjum helgarinnar sáust margir skarta þessum eins metra langa lúðri úr plasti en þeir voru til sölu í sölubás- um í miðbænum á 17. júní. Mikil umræða hefur átt sér stað um hvort banna eigi hljóðfærið á leikjum heimsmeistaramótsins en leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa kvartað yfir að heyra ekkert annað en suðið úr lúðrunum. En hvert er viðhorf íslenska knattspyrnusambandsins (KSÍ) til lúðranna og suðsins sem þeim fylgir? „Það þarf víst svo mikinn kraft til að blása og fá hljóð úr þessum lúðrum að ég er ekki viss um að Íslendingar hafi þann kraft í sér,“ segir Geir Þorsteinsson, formað- ur KSÍ, og hlær. Hann hefur orðið var við þetta en vill ekki meina að nein umræða um bann á hljóðfærinu hafi átt sér stað innan KSÍ. „Það er öll notkun hljóðfæra á fótboltaleikjum leyfileg og þetta er svo nýbyrjað hér að við höfum ekkert rætt um það enn þá.“ Geir segir að engin afstaða verði tekin til vuvuzela-lúðrana fyrr en meiri reynsla er komin á þá. „Persónulega finnst mér þetta suð alveg hræðilega leiðinlegt og myndi frekar kjósa að hlusta á eitt- hvað annað.“ - áp Suðurafríska suðið í íslenska boltann VUVUZELA-LÚÐRARNIR Lúðrarnir frægu eru komnir til landsins og byrjaðir að hljóma á fótboltaleikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP PHOTO GEIR ÞORSTEINSSON Formaður KSÍ segist ekki ætla að banna lúðrana en honum per- sónulega finnst suðið ekki skemmtilegt. Sumarstúlka Vestmannaeyja var valin í Höllinni í Eyjum síðasta laugardagskvöld og var sigurvegari keppninnar hin átján ára gamla Elín Sólborg Eyjólfs- dóttir. Þetta er í tuttugasta og fjórða skipti sem keppn- in er haldin, en hún fer fram hvert sumar. Elín Sólborg stundar nám á náttúrufræði- braut við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum auk þess sem hún er formaður nem- endaráðs skólans. Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni þar sem systir hennar var kosin Sumarstúlkan árið 1999. „Ég var beðin um að taka þátt og ég ákvað að slá til því systir mín vann árið 1999 og mér fannst skemmtileg tilhugsun að feta í fótspor hennar. Margar vinkonur mínar tóku einnig þátt í keppninni í ár þannig að það var aldrei neinn mórall á milli okkar sem kepptu,“ útskýrir Elín. Hún segir keppnina ekki vera hefðbundna fegurðarsamkeppni heldur sé Sumarstúlkan valin út frá persónuleika og framkomu. „Valið er meira byggt á hvernig stúlkurnar bera sig og persónu- leika þeirra. Þetta er heldur ekki forval fyrir Ungfrú Ísland og ég efast stórlega um að leið mín liggi í þá keppni. Sigur- inn kom þó skemmtilega á óvart því mér fannst hæpið að við systurnar myndum báðar vinna þennan titil,“ segir hún og hlær. Aðspurð segist Elín að sjálfsögðu ætla að taka þátt í Þjóðhátíð í ár eins og sönnum Eyja- manni sæmir og bætir við að fjölskylda hennar hafi aldrei misst af Þjóðhátíð í öll þau ár sem hún hefur verið haldin. Hvað framtíðina varðar segist Elín hafa mik- inn áhuga á að stunda nám í læknis- fræði. „Ég hef mikinn áhuga á öllu nátt- úrufræði tengdu og langar að flytja til Kaupmannahafnar eftir stúdentsprófið og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða. Það er svo aldrei að vita nema maður fari í nám þar.“ - sm Fetaði í fótspor stóru systur „Miðað við allan þann fjölda sem var saman kominn þykir mér þetta hafa farið vel fram. Þar af leiðandi þykir mér að það megi líka benda á jákvæðu hliðina,“ segir Björgvin Ólafsson, talsmaður Bíladaga. Björgvin er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, sem sér um hina árlegu Bíladaga á Akureyri. Hátíðin fór fram um helgina og Björgvin er óánægður með umfjöllun um hana sem hann segir hafa verið afar nei- kvæða. Hann gagnrýnir einnig að fótboltaleikur í 1. deild hafi fengið meiri umfjöllun en fjölsóttar bíla- keppnir. „Um 7.500 manns horfðu á götuspyrnuna og um 5.000 manns á Burn out-keppnina á Akureyrar- velli,“ segir hann. „Þess má geta að rétt áður voru um 200 manns þar á leik KA - Fjölnis. Það er því augljóst að það er mikið gert upp á milli áhugamála í fjölmiðlum.“ Björgvin segir bílaklúbbinn vera að koma sér upp aðstöðu fyrir ofan bæinn. Keppnir í miðbæ Akureyr- ar heyri því sögunni til. Tíðar fréttir af áfengisneyslu, ólátum og glæfraakstri bárust frá Akureyri um helgina, en Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögreglan hafi í raun ekkert nema ágætt að segja um Bíladaga. Miðað við fjöldann sem mætti hafi hátíðin farið ágæt- lega fram. „Það er í raun ekki hátíðin sem slík sem fer fyrir brjóstið á heimamönnum heldur er það fram- koma ökumanna á götum bæj- arins,“ segir Daníel. „Þeir eru í kappakstri og spyrnu í almennri umferð. Auk þess sem þeir spóla og mynda hávaða á bílunum sínum langt fram eftir nóttu.“ Daníel segir að ólæti og ölvun fylgi öllum hátíðum. Hann telur það miður að hátíðin fái slæma umfjöllun vegna þeirra fáu sem eru að skemmta sér um nætur með tilheyrandi hávaða og þeirra sem haga sér ekki almennilega í umferðinni. „Það er bara þannig að ef fólk setur upp hátíðir þá er þetta gjaldið sem fylgir,“ segir hann. „Það er sama vandamál við allar hátíðir. Það er alltaf lítill hópur sem eyðileggur allt það jákvæða sem hátíðirnar hafa í för með sér.“ linda@frettabladid.is DANÍEL GUÐJÓNSSON: ÖKUNÍÐINGAR VANDAMÁLIÐ – EKKI HÁTÍÐIN Talsmaður Bíladaga er óánægður með umfjöllun MIKILL FJÖLDI Á BÍLADÖGUM Björgvin er óánægður með að það vanti alla jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum um Bíladaga. SUMARSTÚLKAN Elín Sólborg Eyjólfsdótt- ir var valin Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2010. Systir hennar vann sama titil árið 1999. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON Fótboltakappinn Bjarni Guðjónsson úr KR útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík ásamt Önnu Maríu, eiginkonu sinni, í síðustu viku. Þau héldu af því tilefni heljarinnar veislu þar sem fótboltamenn voru nokkuð áberandi. Rúnar Kristinsson og Logi Ólafsson mættu að sjálfsögðu á svæðið, landsliðsmaður- inn Brynjar Björn Gunn- arsson, fyrrverandi félagi Bjarna úr Stoke, leit einnig inn eins og hinn ungi og efnilegi Björn Bergmann Sigurðsson sem leikur með Lillestrøm í Nor- egi … Leynigestur kom í boðið vopnaður gítar og nögl. Hann var enginn annar en Ingó Veðurguð, sem eins og kunnugt er leikur fótbolta með Selfossi og skoraði mark gegn KR í Frostaskjóli fyrr í sumar. Selfoss sigraði þann leik 2-1, en þrátt fyrir það tókst Ingó að bræða KR-ingana. Þeir fögnuðu sérstaklega mikið þegar hann tók sjálft KR-lagið, en nú er spurning hvað Guð- mundi Benedikts- syni og félögum í liði Selfoss finnst um það. Athygli vakti þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp störfum sem fréttastjóri Stöðv- ar 2 í maí. Óskar er talinn á meðal öflugri fréttamanna og samstarfs- fólk hvatti hann til að endurskoða ákvörðun sína. Óskar haggaðist ekki og er byrjaður á nýju verk- efni. Hann vaknar nú eldsnemma á morgnana, sest við tölvu og hamrar inn skáldsögu. Ekkert fæst upp úr honum í sambandi við söguna, en kunnugir segja að um glæpasögu sé að ræða. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI afsláttur til 30. júní 20% þúsund sóttu Bíladaga á Akur- eyri í síðustu viku. HEIMILD: BÍLAKL. AKUREYRAR 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.