Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 34
18 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Þetta er frábært í alla staði,“ segir María Kristín Steinsson, meðlimur í A-klúbbnum sem hefur sett upp ljós- myndasýningu í Kringlunni undir yfir- skriftinni Ljósmyndasýning A-klúbbs- ins. Að hennar sögn er A-klúbburinn félagsskapur áhugafólks um ljósmynd- un sem var stofnaður í janúar 2009 í kjölfar hrunsins þegar margir misstu vinnuna. „Upphaflega var auglýst eftir fólki sem hefði áhuga og tíma til að fara á virkum degi í vikulegar ljósmynda- ferðir um landið, en þetta var hugsað til að hvetja þá sem höfðu misst vinn- una til dáða. Miklu fleiri mættu svo á fyrsta fundinn en reiknað hafði verið með og því var ákveðið að stofna þenn- an klúbb.“ Meðlimir er nú á bilinu fjörutíu til fimmtíu talsins og segir María Kristín þá vera jafn ólíka og þeir eru margir. „Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem samanstendur af bæði lærðum ljós- myndurum og áhugaljósmyndurum sem eiga ástríðuna fyrir ljósmyndun sameiginlega auk þess sem sumir eru annaðhvort atvinnulausir eða atvinnu- litlir. Sem dæmi um fjölbreytnina eru í hópnum auk atvinnuljósmyndara lærð- ir smiðir, kerfisfræðingar og svo er ég sjálf menntuð í myndlist,“ segir María Kristín og bætir við að ljósmyndirn- ar endurspegli vel þennan fjölbreyti- leika. „Þetta eru abstrakt myndir, portrett og svo mestmegnis landslagsmyndir, afraksturinn úr ferðalögum sem við höfum farið í síðasta eina og hálfa árið,“ segir María Kristín og getur þess að á sýningunni verði bæði mynd- ir frá þekktum og minna þekktum nátt- úruperlum. „Þarna verða meðal ann- ars fallegar myndir frá Þingvöllum og Gullfossi og svo stöðum sem eru ekki síður fagrir en færri vita af. Sjálf kom ég á ýmsa staði í þessum ferðum sem ég vissi hreinlega ekki um, að hluta til vegna þess að ég bjó lengi erlendis og hafði því mjög gaman af því að sjá þá og mynda.“ Ljósmyndasýningin er sú fyrsta sem A-klúbburinn setur upp en hing- að til hafa margar ljósmyndanna verið aðgengilegar á heimasíðu klúbbsins, www.aklubburinn.com. „Okkur fannst bara tími til kominn að fleiri en félags- menn fengju að njóta myndanna, en fimmtán okkar eiga verk á sýning- unni,“ segir María Kristín og útilok- ar ekki að sýningarnar verði fleiri á næstunni. „Sérstaklega í ljósi þess hversu öflug starfsemin hefur verið.“ Hún bætir við að áhugasamir geti aflað sér frekari upplýsinga um klúbbinn á fyrrnefndri heimasíðu, þar sem jafn- framt er hægt að skrá sig í hann sér að kostnaðarlausu. Þess má geta að ljósmyndirnar eru til sýnis á jarðhæð Kringlunnar og stendur sýningin yfir til 30. þessa mán- aðar. roald@frettabladid.is A-KLÚBBURINN: SETUR UPP SÍNA FYRSTU LJÓSMYNDASÝNINGU Í KRINGLUNNI Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi FJÖLBREYTT VERK María Kristín Steinsson segir ljósmyndirnar á sýningunni endurspegla ólíkan bakgrunn sýnenda. Sjálf er hún menntuð í mynd- list og finnst gaman að blanda þessum miðlum saman. Hér er María Kristín til hægri ásamt Helgu Linnet sem á líka verk á sýningunni FRED ASTAIRE LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1987. „Erfiðast fyrir börn nú til dags er að læra góða mannasiði og sjá þá aldrei nokkru sinni við hafða.“ Fred Astaire var fæddur 10. maí árið 1899 í Omaha í Nebraska í Banda- ríkjunum. Hann gat sér góðan orðstír fyrir leik, söng og dans í fjölmörgum og þarf af nokkrum þekktum Holly- wood-kvikmyndum á löngum og far- sælum ferli. Færeyska fánanum var flaggað í fyrsta skipti þennan dag árið 1919. Færeyski fáninn, sem nefndur er Merki, líkist öðrum fánum Norður- landaþjóðanna, sérstaklega Íslands og Noregs. Eins og hinir fánarnir er hann með krossi en danski fáninn Dannebrog var sá fyrsti þessara fána til þess að skarta honum. Fáninn var hannaður árið 1919 af Jens Oliver Lisberg og fleirum sem voru saman við nám í Kaupmannahöfn. Þann 22. júní sama ár var hann í fyrsta skipti dreginn að húni við brúðkaup í Fámjin í Færeyjum. Fáninn var svo viðurkenndur af hersetustjórn Breta í seinni heimsstyrjöldinni 25. apríl árið 1940. Síðan þá hefur sá dagur verið haldinn hátíðlegur í Færeyj- um og kallast Flaggdagur. Danska ríkisstjórnin samþykkti hann svo sem þjóðfána Færeyja 23. mars árið 1948. Upphaflegi fáninn er nú til sýnis í kirkjunni í Fámjin. ÞETTA GERÐIST: 22. JÚNÍ 1919 Færeyska fánanum flaggað í fyrsta sinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir Blöndal, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, föstu- daginn 18. júní. Jóhannes Blöndal Maj Britt Pálsdóttir Jósep Blöndal Hedvig Krane Gunnar Blöndal Margrét Magnúsdóttir Guðmundur Blöndal Guðrún Blöndal Theodór Sigurðsson Lárus L. Blöndal Soffía Ófeigsdóttir Anna Bryndís Blöndal Jón Ásgeir Blöndal Lárus St. Blöndal Jónasson Íris Dröfn Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðnýjar Jóhönnu Hannesdóttur. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild 3B Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir einstaka alúð og umönnun. Jóna G. Jónsdóttir Wheeler Hannes Jónsson Sigrún Sveinsdóttir Haraldur H. Jónsson Guðrún Ingólfsdóttir Gestur Jónsson Hulda Kristjánsdóttir Hugrún Jónsdóttir Sigríður Björg Jónsdóttir Guðmundur B. Guðmundsson Guðmundur Jónsson Lilja Ólafsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bragi Jóhannsson, Skúlagötu 13, Borgarnesi, lést föstudaginn 18. júní á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 11.00. Kristín Jónasdóttir Inga Lára Bragadóttir Björgvin Óskar Bjarnason Oddný Þórunn Bragadóttir Shaban A. Tbeiaa barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Grétar G. Vilmundarson, Drafnarstíg 2a, Reykjavík, er lést aðfaranótt mánudagsins 14. júní sl. á líknardeild LSH verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 23. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð krabbameinslækningadeildar. Inga Erlingsdóttir Margrét Grétarsdóttir Tómas Örn Sigurbjörnsson Vilborg Grétarsdóttir Gunnar Valdimarsson Erla Rún Grétarsdóttir Hafþór Rúnar Sigurðsson Andri Már og Ari Fannar Tómassynir Ísabella og Orri Gunnarsbörn Ástkær bróðir, mágur og fósturfaðir, Flosi Óskarsson vélfræðingur, Þverholti 9, Mosfellsbæ, er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 13.00. Gylfi Óskarsson Sigríður Konráðsdóttir Ósk Óskarsdóttir Björt Óskarsdóttir Guðmundur R. Jónsson Ásta Ísafold Þórólfur Grímsson Jón Þór Þórarinsson MERKISATBURÐIR 168 f. Kr. Rómverjar sigra Makedóníumenn í orrust- unni við Pydna. 1372 Englendingar bíða ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíu- manna í orrustunni við La Rochelle. 1636 Herstjóraveldið í Japan bannar allar ferðir Japana til og frá landinu. Bann- ið gilti svo allt til ársins 1853. 1939 Hitamet er sett á Teigar- horni í Berufirði: Mesti mældur hiti á Íslandi frá upphafi mælinga, 30,5°C. 1941 Þýskaland hefur innrás í Sovétríkin í síðari heims- styrjöldinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.