Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 10
 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Staðgreiðsluverð kr. 26.250* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Þú sparar kr. 15.882 Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00 Fullt verð kr. 32.812 *Gildir á meðan birgðir endast. Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði til að hafa samband við alla innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að hringja í fólk í öðrum kerfum. E N N E M M / S ÍA / N M 4 15 3 0 www.facebook.com/ringjarar Ekki vera sökker! 50% tilboð alla daga. Sjáðu á ring.is. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Undirgöng lokuð Undirgöngin við Brúarland í Mosfells- bæ verða lokuð frá og með morgun- deginum fram til 18. ágúst vegna framkvæmda við tvöföldun Vestur- landsvegar. Vegfarendum er bent á að nota göngubrú yfir veginn eða undirgöng við Ásland í staðinn. MOSFELLSBÆR SAMGÖNGUMÁL Tillögur Vegagerð- arinnar um styttingu hringveg- arins á tveimur stöðum á Norður- landi hafa strandað á viðkomandi sveitarstjórnum. Um er að ræða annars vegar styttingu um sex kílómetra í Skagafirði og hins vegar fjórtán kílómetra styttingu nálægt Blönduósi, hina svokölluðu Húnavallaleið. Eitt af markmiðum þeirrar sam- gönguáætlunar sem nú er í gildi er að stytta leiðir á aðalvegum. Á hringveginum milli Reykjavík- ur og Akureyrar hefur helst verið bent á þessa tvo kosti í þeim efnum en viðkomandi sveitarfélög vilja halda þeim utan aðalskipulags. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna aðalskipulag á þessum svæðum og vegir eru byggðir sam- kvæmt skipulagi. Við lítum svo á að það sé hlutverk okkar að koma því á framfæri að þetta sé mark- mið Vegagerðarinnar til lengri tíma litið. Sveitarfélögin hafa hins vegar hafnað þessu á grundvelli hagsmuna sveitarfélagsins,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, svæð- isstjóri hjá Vegagerðinni. Vegagerðin lítur svo á að sam- kvæmt vegalögum beri sveitar- félögunum að hafa tillögurnar í aðalskipulagi. Ef tillaga frá Vega- gerðinni er talin auka umferðar- öryggi er sveitarfélögum óheimilt að fara ekki að þeim ráðlegging- um. Þær framkvæmdir sem nú er deilt um eru báðar taldar auka öryggi þó að sveitarstjórnirnar setji spurningarmerki við þær fullyrðingar. „Þessi vinna byggir á gildandi svæðisskipulagi fyrir svæðið. Þar er ekki gert ráð fyrir þessum vegaframkvæmdum og stjórnvöld hafa hvergi markað þá stefnu að fara skuli í þessa framkvæmd. Við getum því ekki sett eitthvað inn í skipulag sem hvergi hefur verið ákvarðað að gera,“ segir Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar hjá Blönduósbæ, og leggur áherslu á að skipulagið sé samráðsverkefni ýmissa aðila en ekki einnar stofn- unar. Íbúar í Varmahlíð og á Blöndu- ósi óttast að mögulegar vegafram- kvæmdir hefðu neikvæð áhrif á bæjarfélögin þar sem umferð um hringveginn færi ekki lengur í gegnum þau. Að auki telja yfirvöld á svæðunum að skipulagsvaldið sé aðallega í þeirra höndum og þeim beri ekki að setja slíkar tillögur í aðalskipulagið. Sveitarstjórn Skagafjarðar sam- þykkti aðalskipulag í desember þar sem afgreiðslu á þeim vegar- kafla sem deilt er um er frestað. Skipulagið var sent til Skipulags- stofnunar sem afgreiddi það til umhverfisráðuneytisins í jan- úar en ráðuneytið hefur enn ekki klárað afgreiðslu málsins. Aðalskipulag Blönduósbæjar er komið skemmra á veg en þar er verið að auglýsa skipulagið. Heim- ilt er að gera athugasemdir við það til 12. júlí. magnusl@frettabladid.is Deilur tefja fyrir styttingu hringvegarins Vegagerðin deilir við tvö sveitarfélög á Norðvestur- landi vegna hugmynda um styttingu hringvegarins. Sveitarfélögin segja hugmyndirnar ekki eiga heima á aðalskipulagi því ekkert hafi verið ákveðið. STYTTINGAR Á HRINGVEGINUM Þær hefðu í för með sér að Varmahlíð og Blönduós væru ekki lengur í þjóðleið. Aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði aðstoðaði vélarvana bát rúmlega 20 sjómílur út af Skrúð í gær. Nýr björgunarbátur sveitarinnar, Hafdís, var sendur á svæðið og tók þrjá tíma að draga bátinn að landi. AUSTURLAND JAFNRÉTTISMÁL Páll Magnús- son útvarpsstjóri, Egill Helga- son þáttastjórnandi, Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fengu í gær Bleika steininn, hvatn- ingarverðlaun Femínistafélags Íslands. Steinarnir eru veittir fólki sem er í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á gang jafnréttismála í samfélag- inu. Þau voru veitt í sjöunda skipti í gær. Ráðskona félagins sagði við tilefnið mikið verk enn óunnið í jafnréttisbaráttunni. - þeb Bleiku steinarnir afhentir fjórum karlmönnum í gær: Hvatt til góðra verka STEINN AFHENTUR Vilhjálmur Egilsson tók við steini frá fulltrúum Femínista- félagsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Maður sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í héraðs- dómi og til greiðslu hálfrar millj- ónar í skaðabætur fyrir að slá annan mann með glasi var í gær sýknaður í Hæstarétti. Tveimur dómurum af þremur fannst ekki sannað að hann hefði framið það afbrotið. Þriðji dóm- arinn skilaði sératkvæði þar sem hann segir að þó ýmsa annmarka megi finna á rannsókn lögreglu leiði það ekki til ómerkingar hér- aðsdóms og vildi hann því stað- festa dóm héraðsdóms. Dómari skilaði sératkvæði: Sýknaður af árás með glasi Sextíu vilja bæjarstjórastól Um sextíu manns hafa sótt um starf bæjarstjóra á Akureyri. Umsóknar- frestur rann út í fyrradag en stefnt er á að bæjarstjóri hefji störf um mánaðamótin. AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.