Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2010 23 Rapparinn Eminem sagðist í nýlegu viðtali við New York Times að hann væri fylgjandi því að samkynhneigt fólk fengi að ganga í hjónaband. Rapparinn, sem þekktur er fyrir klúra texta og niðrandi orð í garð kvenna og samkynhneigðra segist hafa vaxið upp úr barnaskapnum. „Mér leið ef til vill svona á þeim tíma sem ég lét þessi orð falla, en ég hef þroskast mikið síðan þá og sýn mín á lífið hefur einnig breyst mikið undanfarin ár. Ég trúi því að ef tvær mann- eskjur elska hvor aðra þá ættu þær að fá að giftast. Mér finnst að allir ættu að hafa sömu rétt- indi til óhamingju. Ef það er það sem samkynhneigðir vilja, þá segi ég verði þeim að góðu,“ sagði tónlistarmaðurinn sem vill meina að hann sé nú nýr og betri maður. Nýr og betri maður NÝ LÍFSSÝN Rapparinn Eminem segist fylgjandi því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. NORDICPHOTOS/GETTY Verið er að undirbúa uppsetningu á söng- leik um hinn vinsæla söngvara Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Jón Ólafsson er tónlistarstjóri og Gunnar Helgason mun leik- stýra verkinu. Búið er að ráða í aðalhlut- verkið en Ingólfur Þórarinsson, poppstjarna og fótboltakappi, mun bregða sér í hlutverk Buddy Holly. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leggur leiklistina fyrir sig því Ingólfur fór með hlutverk í íslensku sjónvarpsþátta- röðinni Réttur í fyrra. Jón segir hlæjandi að þeir hafi heillast af sjarma Ingólfs í Iceland Express-auglýs- ingunni. „Ingó var frábær í þeim auglýsing- um og sýndi geysilega góða takta. Svo hefur hann oft látið hafa það eftir sér í viðtölum að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig,“ segir Jón en þeir hafa fulla trú að Veðurguðinum. „Við þurftum að fá einhvern sem var fyrst og fremst góður tónlistarmaður, sem Ingó er. Hlutverkinu fylgir að vera með gítarinn og vera sönglandi nánast allan tímann. Ég held við hefðum ekki fundið einhvern með báða þessa kosti í leikarageiranum.“ Jón segir að Ingólfur sé hógvær og viljugur til að læra. „Hann gengur inn í þetta með opnum huga og ég er viss um að hann tæklar þetta vel. Svo er hann líka bara svo góður drengur.“ Aðstandendur sýningarinnar eru að leita að óþekktum sem þekktum andlitunum til að leika við hlið Ingós í söngleiknum en haldn- ar verða opnar prufur 27. júní næstkomandi. „Það er alltaf gaman að finna ný andlit í bransann en svo er áætluð frumsýning í byrj- un október þegar öll atvinnuleikhús- in eru á fullu. Þetta verður því blanda af atvinnumönnum og áhugamönnum sem bera upp sýninguna.“ Þeir eru meðal annars að leita að tveimur þeldökkum söngvurunum í sýn- inguna. „Ég vona að við finnum tvo góða en ef ekki þá gerum það sama og við Baltasar Kormákur gerðum í uppsetningu á Hárinu þegar við sminkuðum Ingvar Sigurðsson alveg dökkan. Það er b-planið.“ - áp Veðurguð sem Buddy Holly JÓN ÓLAFSSON Er tónlistarstjóri á uppsetningu söngleiksins Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Hljómsveitin Radiohead er á lokasprettinum við vinnu á nýrri plötu. Hljómsveitin vonast til að geta gefið hana út í lok árs, sam- kvæmt viðtali við gítarleikarann Ed O‘Brien. Radiohead gaf síðast út plötuna In Rainbows árið 2007 og hún þótti vel heppnuð. Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa því beðið spenntir eftir framhaldi. Útgáfa In Rainbows vakti mikla athygli þar sem Radiohead leyfði aðdá- endum að borga það sem þeir vildu fyrir plötuna. Óvíst er hvaða leið þeir fara við útgáfu á nýju plötunni, sem hefur ekki hlotið nafn. Ný plata frá Radiohead í ár LOKSINS Eftir þriggja ára bið er ný plata á leiðinni frá Radiohead.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.