Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 01.07.2010, Qupperneq 26
26 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxta- stig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjöl- breyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika“ krónunn- ar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigj- anleiki“ er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn“ hefur valdið því að kaup- máttur hefur lækkað um 35% og gengis- tryggðar skuldir um meira en 100%. Lofg- jörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stór- iðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krón- unni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtar- broddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðar- fulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Evrópumál Árni Páll Árnason félags- og trygginga málaráðherra S eðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Þessar tvær eftirlitsstofnanir fjármálageirans telja sig sömu- leiðis fara að lögum með því að leggja til að lægstu óverðtryggðir Seðlabankans gildi um lán, sem voru verðtryggð með tengingu við erlenda gjaldmiðla, en að lægstu verðtryggðir vextir gildi um lán, sem hugsanlega verði bundin við hefðbundna verð- tryggingu í stað gengistrygg- ingarinnar. Um þetta eru þó klárlega mjög skiptar skoðanir, eins og komið hefur fram eftir að Seðla- bankinn og FME gáfu út tilmælin. Stofnanirnar eru gagnrýndar fyrir að fara ekki að lögum, enda hafa flestir lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um dóm Hæstaréttar, talið að eftir að gengisbind- ingin var úrskurðuð ólögmæt, stæðu upprunalegir vextir eftir. Þeir eru afar lágir og yfirleitt miðaðir við vexti í þeirri mynt, sem lánin voru upphaflega bundin við, en ekki hina háu vexti sem gilt hafa um skuldbindingar í íslenzkum krónum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að enginn hefði fengið lán á slíkum vöxtum án verð- eða gengistryggingar þegar lánin voru tekin og enginn fengi lán á slíkum kjörum í dag. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, hefur bent á að miðað við 8,5% óverðtryggða vexti séu þeir sem tóku gengis- tryggðu lánin mun betur settir en miðað við upphaflegu gengis- trygginguna. Þeir eru hins vegar að sjálfsögðu verr settir en ef upphaflegu vextirnir giltu eingöngu, án nokkurrar annarrar við- miðunar. Arnór hefur sömuleiðis bent á að verði eingöngu samn- ingsvextirnir látnir gilda þýði það áfall fyrir fjármálafyrirtækin, sem geti komið niður á almannahagsmunum. Skattgreiðendur geti neyðzt til að veita fjármálakerfinu enn frekari stuðning og högg á fjármálakerfið kæmi efnahagslífinu í heild sinni illa. Það jákvæða við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins er að fjármálastofnanir geta tímabundið samræmt viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar og allir lánþegar fá þannig sömu með- ferð í þeirri óvissu, sem enn ríkir. Þau eru sömuleiðis viðmiðun, sem tryggir ákveðinn stöðugleika þar til úr þeirri óvissu verður greitt. Það blasir hins vegar við að dómstólar verða aftur að koma til skjalanna og úrskurða meðal annars um hvort tilmæli Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins eigi sér lagastoð. Á endanum verður það Hæstaréttar að úrskurða um endanlegan útreikning og vaxtaviðmiðun myntkörfulánanna. Stjórnvöld þurfa öll að leggjast á eitt til að tryggja að sú niður- staða fáist sem allra fyrst. Mjög skiptar skoðanir eru um tilmæli Fjármála- eftirlitsins og Seðlabankans um gengislán. Enn þarf Hæsti- réttur að úrskurða Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Nýjar Kiljur! SkeifunNi 11 104 Reykjavík S. 533 1010 Taktu með þér góða bók í fríið 1990 kr Æðsta valdið hundsað Gísli Marteinn Baldursson hyggst ekki bregðast trausti kjósenda með því að víkja sem borgarfulltrúi. Samþykkt landsfundar flokksins um að þeir sem hafi þegið háa styrki frá félögum víki úr sætum sínum breytir engu þar um. Einstakir styrkir til hans hafi enda ekki verið á meðal hæstu styrkja. Nafn Gísla var hins vegar sérstaklega tiltek- ið í ræðu með tillögunni, sem og nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem hefur ekki látið ná í sig síðan. „Lands- fundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins,“ segir í skipulags- lögum hans. Það á greinilega ekki við um styrki Gísla Marteins eða Guðlaugs. Hvar er ályktunin? Það er reyndar allrar athygli vert að skoða heimasíðu Sjálfstæðisflokks- ins. Líkt og hjá öðrum stjórnmála- flokkum er þar ýmislegt fróðlegt að finna um stefnu og málefni flokksins. Sem og fréttir af landsfundinum. Ályktun lands- fundarins um styrkþegana er hins vegar hvergi þar að finna. Ekki hægt, of flókið Aðstoðarmaður borgarstjóra, Heiða Kristín Helgadóttir, segir að Jón Gnarr hafi ekki framkvæmt loforð sín þar sem stjórnsýslan sé mun flóknari en hann hafði gert sér grein fyrir. Þess vegna sé enn grasker á Lækjartorgi. Hætt er við að stjórnsýslan sé jafn flókin í umfangs- meiri málefnum en lúta að graskerinu. Vonandi er ekki að renna upp fyrir borgarstjóranum að hún sé svo flókin að hann geti ekki betur en forveri hans. kolbeinn@ frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.