Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 51

Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 51
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2010 35 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneyt- isins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðrétting- unni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar (WHO) um magn brennisteins- vetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar vill- andi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverj- um rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðun- armörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráð- herra hefur vísað til í þessu sam- bandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brenni- steinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarma- virkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strang- ari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkj- unum. Þeir gætu því eins skil- greint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokk- urra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari regl- ur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunar- efnisdíoxíð og köfnunarefnisox- íð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varð- ar kýs ráðherrann að draga mörk- in við einn þriðja af WHO mörk- unum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs – sem gjarnan tengist bílaumferð – í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Ráðherrann leiðréttur − aftur Það er skrítið hvernig umræð-an í samfélaginu veður oft einsleit. Einhverjir hafa hátt og hinir þagna. Þetta hefur t.d. gerst í umræðunni um ein hjúskaparlög. Öll umræða er kaffærð með orðum eins og mismunun, misrétti eða skorti á kærleika. Fæstir vita þó að í lögum um staðfesta samvist og í lögum um hjónaband karls og konu, sem ekki eru lengur í gildi, fólst nákvæm- lega sama réttarstaða og því alls ekki um neina mismunun að ræða. Eini munurinn er líffræðilegur, þar sem í sambandi karls og konu verða börnin til, en í hinu tilfell- inu þarf utanaðkomandi aðstoð. Það breytist ekkert þótt notuð séu önnur orð um sambandið. Börn átta sig á þessu strax við 5 ára aldur. Mig grunar að umræðan hafi vísvitandi verið kaffærð til þess að koma breytingum á lögum um tæknifrjóvgun í gegnum þingið í skjóli myrkurs. Þar eru heim- ildir rýmkaðar en í lögum um tæknifrjóvgun er jafnræðisregla stjórnarskrárinnar brotin á börn- um og um leið Barnasáttmálinn og mannréttindaákvæði Samein- uðu þjóðanna. Þessi börn eru sem sagt svipt möguleikanum á að leita uppruna síns, á meðan því er öfugt farið með kjörbörn. Við sem tilheyrum hinni ósýni- legu kirkju Krists finnum til í hjartanu vegna alls þessa. Málið hefur verið erfitt fyrir okkur öll. Ég er þakklát prestum eins og Maríu Ágústsdóttur, Sigurði Páls- syni og mörgum fleirum sem hafa reynt að standa vörð um órjúf- anlegt samband föður, móður og barns. Stöndum öll vörð um rétt barna til að nálgast upplýsingar um upp- runa sinn og sýnum þannig að kærleikurinn nær líka til barna. Látum ekki mismuna börnunum okkar með siðlausri lagasetningu. Stöndum upp! Gerum eitthvað! Stuðlum að menningu en ekki ómenningu. Hjúskapar- lög og tækni- frjóvgun Umhverfismál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðar- framkvæmdastjóri Samorku Samfélagsmál Stella Óskarsdóttir eftirlaunaþegi og sóknarbarn í þjóðkirkjunni Öflugt Aquasource rakakrem með nýrri formúlu sem fullkomnar áferð húðarinnar Nýjung; ígildi 5.000 lítra af lindarvatni + 35 milljóna Aquakeep perfectors í hverri 50 ml. krukku. Veitir stöðuga rakagjöf í 24 klst. og fegrar húðina. Eau Pure og Eau D´Energie body lotion 400 ml. á sama verði og 200 ml. After sun 400 ml. á sama verði og 200 ml. Hreinsimjólk og andlitsvatn 400 ml. á sama verði og 200 ml. *Þegar keyptar eru 2 Biotherm vörur þar af eitt andlitskrem. Einnig er hægt að fá í kaupauka stórar herratöskur í ræktina. Meðan birgðir endastLágmúla 5 – sími 533-2309 Laugavegi 16 – sími 552-4045 Frábær sumartilboð! Stór sumartaska fylgir sem kaupauki!* KYNNING Í LYFJU LÁGMÚLA OG LYFJU LAUGAVEGI FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.