Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 2
2 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Sverrir, munuð þið sjá sólina í nýju ljósi? „Já, með stjörnur í augum.“ Sverrir Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og stjörnuáhugamaður. Stjörnuskoðunar- félag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefur- inn munu bjóða gestum að skoða sólina með sólarsjónaukum á menningarnótt. SKÓLAMÁL Borgarráð samþykkti í gær heimild Reykjavíkur- borgar til þess að kaupa fast- eignir Skóla Ísaks Jónssonar fyrir tæpar 292 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með yfir- töku á áhvílandi skuldum sem nema tæplega 254 milljónum króna og fjármögnun nauðsyn- legra viðhaldsframkvæmda. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að skólinn muni njóta kaupréttar á fasteignun- um á sama raunverði að fimm árum liðnum enda stefni skól- inn að því að starfa í eigin hús- næði þegar náðst hafa betri tök á fjármálum skólans. Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2010 og drög að áætlun 2011. Borgarráð samþykkir jafnframt að heim- ila framkvæmda- og eignasviði að leigja Skóla Ísaks Jónssonar fasteignirnar. - jhh Fasteignakaup í borginni: Borgin kaupir Ísaksskóla á 292 milljónir króna EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, beitti sér gegn því að gjaldeyris- varaforði bankans yrði styrktur sumarið 2008, þvert á samþykkt Alþingis um lántöku í því augna- miði. Alþingi hafði samþykkt sér- staklega nauðsyn þessa svo mögu- legt væri að aðstoða íslenska banka í vanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Björns Jóns Braga- sonar sagnfræðings sem Björg ólf- ur Thor Björgólfsson birtir á nýrri vefsíðu sinni. Skýrslan var sérstaklega skrifuð að beiðni Björg ólfs og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Í skýrslunni er rifjað upp að rík- isstjórnin samþykkti í maí 2008 að styrkja gjaldeyrisvaraforðann verulega þrátt fyrir að það væri talið óhagstætt. Ríkisstjórnin og stjórnendur Seðlabankans voru ósammála um hvernig að þessu yrði staðið og ekkert varð af lán- töku. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafði síðar á orði að tregða Seðla- bankans við að svara kalli ríkis- stjórnarinnar sé „ein af stærstu ráðgátunum í aðdraganda banka- hrunsins“. Um þetta segir í skýrslunni að Davíð hafi látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyr- isvaraforðann. Heimild Björns Jóns fyrir þessu eru þrír ónafn- greindir heimildarmenn. - shá Skýrsla Björgólfsfeðga segir Davíð Oddsson hafa unnið gegn því að samþykkt Alþingis um lán næði fram: Stóð gegn þrautavaraláni fyrir bankana 29 OKTÓBER 2008 Fullyrt er í skýrslu sem sagnfræðingur skrifaði að beiðni Björgólfsfeðga að Davíð Oddsson hafi persónulega staðið í vegi fyrir að gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans yrði styrktur. REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri gefur Klambratúni nafn sitt að nýju á menningarnótt. Á menningarnótt kl. 15 mun Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpa nýtt fræðsluskilti eða menning- armerkingu á íslensku og ensku um sögu Klambratúns um leið og hann gefur því sitt gamla nafn að nýju í stað Miklatúns eins og það var látið heita árið 1964. Skiltið verður við stíginn rétt eftir að komið er inn í garðinn á horni Rauðarárstígs og Flóka- götu, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. - pg Miklatún verður Klambratún: Gefið nafn á menningarnótt MENNTUN Framhaldsskólar lands- ins eru flestir að hefja störf aftur þessa dagana eftir sumar- frí. Í Menntaskólanum í Reykja- vík, Verslunarskólanum, Iðnskóla Hafnarfjarðar og Framhalds- skólanum í Mosfellsbæ fór fram skólasetning í gær en Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti og Tækniskól- inn verða settir í dag. Á mánudag hefst kennsla við MH, Kvennaskólann, Borgar- holtsskóla, Flensborgarskólann og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Aðrir skólar á höfuðborgar- svæðinu hefja störf seinna í næstu viku en Hraðbraut hefur þegar hafið kennslu. - mþl Skólasetningar víða um land: Framhaldsskól- ar að hefja störf SKÓLASETNING VIÐ MR Nemendur MR gengu fylktu liði úr Gamla skóla í Dóm- kirkjuna í Reykjavík við skólasetningu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VIÐSKIPTI Fjárfestingarbanki Evr- ópu lokaði í júlí á lán til Lands- virkjunar vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í gær og er ástæðan sögð sú að ekki hefur enn fengist botn í Icesave- deilu Íslendinga við Breta og Hol- lendinga. Viðskiptablaðið segir að ekki hafi verið einhugur um láns- ákvörðunina á stjórnarfundi bankans og úr varð að lánið var stöðvað. Í yfirstjórn hans eiga sæti fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna og þar á meðal fjármálaráðherra Bret- lands og Hollands. - mþl Landsvirkjun í vandræðum: Lokað fyrir lán vegna Búðar- hálsvirkjunar SPURNING DAGSINS FÉLAGSMÁL Ráðning nýs framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs var ekki tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðs- ins í gær. Annar stjórnarfundur verður hins vegar haldinn í næstu viku þar sem ráðning nýs forstjóra er á dagskrá. Ganga átti frá ráðningu í embættið 1. júlí síð- astliðinn í kjölfar þess að Guðmundur Bjarnason hætti störfum. Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjóðsins, er starfandi framkvæmda- stjóri. Hún er einn fjögurra umsækjenda sem voru metnir hæfir. Hákon Hákonarson, stjórnarformaður Íbúðalána- sjóðs, segir það eðlilegt að fólk velti því fyrir sér af hverju svo langan tíma hefur tekið að klára ráðning- armál nýs framkvæmdastjóra. „Við erum á síðustu metrunum með þetta og það er ekki mikið meira um þetta að segja í augnablikinu,“ segir Hákon spurður hvað veldur töfunum. „Þetta er búið að taka langan tíma, mun lengri en reiknað var með. Vonandi kemur það ekki að sök,“ segir Hákon jafnframt. Eins og Fréttablaðið greindi frá 10. júlí síðastlið- inn er talið að Ásta og Yngvi Örn Kristinsson, fyrr- verandi forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands, komi helst til greina sem eftirmaður Guðmundar. Yngvi Örn hefur starfað sem ráðgjafi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. - shá Stjórn Íbúðalánasjóðs fjallaði ekki um ráðningu nýs framkvæmdastjóra í gær: Ráðning rædd í næstu viku SAT Í TÍU ÁR Guðmundur Bjarnason gegndi starfi fram- kvæmdastjóra sjóðsins í áratug. Einn og hálfur mánuður er liðinn síðan ganga átti frá ráðningu eftirmanns hans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT FERÐAMENNSKA Þýski ferðabóka- höfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðin- legu upplifun að óprúttnir ein- staklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjót- kastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfs- fólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrif- ar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leit- irnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verð- mætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdótt- ir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöld- um ferðalanga sem gisti á tjald- svæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæð- ið.“ jonab@frettabladid.is Erlendir ferðamenn rændir í Laugardal Stolið var úr tjaldi þýsks ferðabókahöfundar á tjaldsvæðinu í Laugardal í Reykjavík. Starfsmaður tjaldsvæðisins segir óreglufólk hafa komið sér upp búð- um í nágrenninu og það fari ránshendi um svæðið. Búið er að gera ráðstafanir. TJALDAÐ Í BLÍÐUNNI Rænt var úr nokkrum tjöldum á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Starfsmaður segir óreglufólk hafa farið í tjöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.