Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 6
6 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Nýskráður: 07.2007 - Ekinn: 19 þús. 19” SportDesign álfelgur, Sport Chrono Plus pakki, aksturstölva, Bi-Xenon ökuljós, sjálfskiptur, sportsæti, Porsche á Íslandi - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is - Opið alla virka daga frá kl. 09 til 18. Porsche Boxster S Verð kr. 7.900.000 FRAKKLAND, AP Frönsk stjórn- völd sendu í gær nærri hundr- að manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólög- lega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vik- urnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin fram- færslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakk- landi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakk- ar láta hvern fullorðinn einstakl- ing, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heima- landinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adri- an Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvís- anir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna stað- festu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í land- inu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðis- glæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmen- íu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópu- sambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusam- bandsins. gudsteinn@frettabladid.is Um hundrað manns reknir til Rúmeníu Frakkar eru byrjaðir að senda sígauna úr landi í stórum stíl. Fleiri verða sendir burt næstu vikurnar til Rúmeníu og Búlgaríu. Tóm sýndarmennska, segir tals- maður sígaunanna, því fólkið getur hindrunarlaust farið strax til baka. BROTTFLUTNINGUR Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Ætlar þú að taka þátt í hátíðar- höldum á menningarnótt? JÁ 30% NEI 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú gaman af kórsöng? Segðu skoðun þína á visir.is FASTEIGNAMARKAÐUR Dregið hefur verulega úr verðlækkunum á fast- eignamarkaði á undanförnum mán- uðum og hefur hann glæðst það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Þó má reikna með að verð haldi áfram að lækka. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungs- riti Seðlabankans. Í ritinu er bent á að raunverð fast- eigna hafi nú lækkað um rúm 34 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá í október 2007 þegar það var hæst. Þá hefur nafnverð íbúða lækkað um 14,2 prósent frá því það stóð hæst í janúar fyrir tveimur og hálfu ári. Þá segir að þótt velta hafi verið rúmum fimmtungi meiri í júlí en á sama tíma fyrir ári sé hún enn afar lítil í sögulegu samhengi. Í síðustu Peningamálum Seðla- bankans í maí kom fram að í mars hefði áttatíu prósent færri kaup- samningum verið þinglýst en í október 2004 þegar fjöldi þeirra náði hámarki rétt eftir innkomu viðskiptabankanna á fasteignalána- markaðinn. Þá var raunverð íbúða jafnframt lægra en það var áður en viðskiptabankarnir hófu að veita lán til húsnæðiskaupa fyrir sex árum. - jab Seðlabankinn segir veltu á fasteignamarkaði enn í sögulegu lágmarki: Dregur úr lækkun íbúðaverðs HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Raunverð fast- eigna var lægra í maí en þegar bankarnir komu inn á fasteignalánamarkaðinn haustið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AKUREYRI Um 1.800 Akureyr- ingar skrifuðu undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum breyt- ingum á miðbæjarskipulagi bæjarins og hvetja bæjarstjórn til að varðveita götumynd við Hafnarstræti. Þar á samkvæmt skipulagi að byggja bensínstöð og KFC- skyndibitastað. Undirskrifta- söfnunin stóð í rúma viku og var listinn afhentur Geir Kristni Aðalsteinssyni, forseta bæjarstjórnar í gær. - pg Miðbær Akureyrar: 1.800 mótmæla skipulagstillögu UMHVERFI Umhverfisráðherra hefur tilkynnt að stækka eigi friðlandið í Þjórsárverum og fagnar Land- vernd ákvörðuninni. Lárus Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, telur að fyrirliggjandi hugmyndir um Norðlingaölduveitu séu ekki ásætt- anlegar þar sem sýnt hefur verið fram á að slíkar framkvæmdir spilli verndargildi Þjórsárvera. Slíkt hefði óhjákvæmilega nei- kvæð áhrif á núgildandi friðlands- mörk Þjórsárvera og gæti valdið óafturkræfum spjöllum á svæð- inu. - sv Landvernd fagnar ákvörðun: Friðlandið mun verða stækkað ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kölluð út fjórum sinnum á tímabilinu frá klukkan sjö á mánudagkvöldið til klukkan tvö daginn eftir. TF-LÍF sótti snemma að kvöldi mánudags veikan sjómann um borð í norskan togara sem stadd- ur var um 175 sjómílur norðvest- ur af Reykjavík. Á meðan bárust aðstoðarbeiðnir vegna alvarlegra veikinda í Öræfum og vegna manns sem slasaðist í Grímsey. Fjórða útkallið var vegna konu sem slasaðist við hellaskoðun við Miklafell í Eldhrauni. - shá Annir hjá þyrlunni TF-LÍF: Fjögur útköll á fimmtán tímum TF-LÍF Kalla þurfti út áhöfn á bakvakt og mann úr sumarfríi til að fullmanna þyrluna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Hagnaður af rekstri fær- eyska olíufélagsins Atlantic Petr ol- eum var 35,8 milljónir danskra króna eða jafngildi 738 milljóna íslenskra króna á öðrum ársfjórð- ungi. Þetta er mesti hagnaður á einum ársfjórðungi hjá Atlantic Petroleum frá stofnun fyrirtækis- ins árið 1998. Fyrirtækið dælir nú upp olíu úr tveimur olíulindum austan við Skotland en á þátt í olíuleitarverk- efnum við Færeyjar, Írland og í nágrenni áðurnefndra linda. - mþl Ársfjórðungsuppgjör kynnt: Metfjórðungur hjá Atlantic NEYTENDUR Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuð- um skólabókum fyrir framhalds- skólanema í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- dag. Griffill var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum í könnun- inni en Penninn-Eymundsson var oftast með lægsta verðið á notuð- um bókum. Mál og menning var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum en Office 1 oftast með hæsta verðið á notuðum bókum. Í könnuninni var verð á 27 algengum nýjum bókum skoðað í sex verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Að auki var verð á tíu notuðum bókum skoðað á fjórum skiptibókamörkuðum. Verðmunur á milli skiptibóka- markaðanna var í flestum tilvik- um í kringum 30 prósentum og munur á verði nýrra og notaðra Griffill oftast með lægsta verðið á nýjum skólabókum: Verðmunur á skólabókum mikill Nýjar bækur Dansk er mange ting Stærðfræði 3000 Fornir tímar Mál og menning 4.190 kr. 4.980 kr. 5.290 kr. Penninn Eymundsson 3.771 kr. 4.482 kr. 4.761 kr. Griffill 4.490 kr. 4.990 kr. 4.990 kr. Office 1 3.745 kr. 4.395 kr. 4.850 kr. Bóksala stúdenta 4.490 kr. 4.490 kr. 4.840 kr. Bókabúðin IÐNÚ 4.085 kr. 4.855 kr. 5.135 kr. Notaðar bækur Stærðfræði 3000 Félagsfræði Jarðargæði Mál og menning 2.490 kr. 2.245 kr. 2.945 kr. Penninn Eymundsson 2.200 kr. 1.960 kr. 2.028 kr. Griffill 2.745 kr. 2.145 kr. 2.199 kr. Office 1 2.994 kr. 2.694 kr. 2.628 kr. Stikkprufur úr verðkönnun ASÍ námsbóka var oftast um eða yfir 100 prósent. Mesti verðmunurinn á nýrri bók var rúm 100 prósent á skáldsög- unni Lord of the Flies sem kennd er í ensku. Kostar bókin 981 kr. í Bók- sölu stúdenta en 1.995 krónur í Penn- anum-Eymundsson og Griffli. - mþl EFNAHAGSMÁL Þýska Zew-vísitalan, sem mælir væntingar í viðskipta- lífinu, lækkaði úr 21,2 punktum í júlí í 14,0 punkta í síðasta mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra og bendir til að þýskir fjárfestar séu svartsýnir. Þetta er neikvæðari niðurstaða en búist var við. Reuters-frétta- stofan hefur eftir sérfræðingum, að hagvöxtur í Þýskalandi hafi mælst 2,2 prósent á öðrum árs- fjórðungi samanborið við 1,0 pró- sents hagvöxt á evrusvæðinu. Útflutningsfyrirtæki hafi notið góðs af veikri evru og uppgangi eftir fjármálakreppuna og eðlilegt að nú sé að hægja á. - jab Svartsýnar horfur í Þýskalandi: Hægir á eftir uppsveifluna FORSTJÓRI FAGNAR Þýski bílarisinn BMW hefur notið góðs af uppganginum á erlendum mörkuðum eftir fjármála- kreppuna, ekki síst í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.