Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 26
 20. ágúst 2 KVIKMYNDIN SJÓNARHORN eftir Herbert Sveinbjörnsson, sem tekin var upp á tónleikum menningarnætur árið 2008, verður sýnd í Litla- Garði við Haðarstíg á menningarnótt, á hátíð sem íbúar götunnar standa fyrir frá klukkan 16 til 19. „Hún Akureyri stóðst ekki mátið þegar Reykjavík bauð henni að koma suður sem gestur menn- ingarnætur, þrátt fyrir að vera í óðaönn að undirbúa sína eigin „menningarnótt“ að viku lið- inni, sem er Akureyrarvakan. Þá verður ævintýri að koma norður og upplifa töfrandi ágúströkkrið umlykja fjörlegan bæinn,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmda- stjóri Akureyrarstofu, inntur eftir áformum Akureyringa á menningarnótt. „Akureyringar verða á víð og dreif með brot af því besta sem þeir eiga. Við byrjum klukkan 13 í Íslandstjaldinu á leiðtogafundi bæjarstjóra og borgarstjóra, en bæjarstjórinn hefur með sér leyndardómsfulla gjöf, sem er í senn nytsamleg og falleg, og alveg sérstaklega norðlensk,“ segir Þórgnýr með leyndarljóma í augum. „Liðlangan daginn munum við svo viðra bæjarlistamenn okkar. Björn Þorláksson rithöfundur les í Eymundsson Austurstræti kl. 15 og 16.30. Í betri stofu Iðnó má svo hlýða á akureyrska tóna klukkan 16 og 20; fyrst leik- og söngkon- una Jönu Maríu flytja lög Helenu Eyjólfsdóttur og um kvöldið Akur- eyrarsöngtríóið Les Triples sem flytur gullin lög sveipuð dýrðar- ljóma, borin fram með rjóma. Að lokum trylla borgarlýðinn leikarar Leikfélags Akureyrar með atriði úr Rocky Horror á stóra sviðinu við Arnarhól klukkan 22,“ segir Þórgnýr, sem er innfluttur Akur- eyringur frá Siglufirði og hlakkar mikið til borgarferðarinnar. „Ég bjó á námsárunum í Reykja- vík og fannst alveg frábært. Ég hef alltaf kunnað vel við borgina og ekki síst miðbæinn þar sem sitthvað kallast á við Akureyri; þessi kunnugleiki og hlýlegheit. Höfuðstaðirnir tveir eiga sam- eiginlegt að vera ótrúlega magn- aðir miðað við smæð og báðir koma erlendum gestum verulega í opna skjöldu. Báðir hafa löng- un til að geyma öll lífsins gæði og minna svolítið á félagsheimilið í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu; eru smáir utan frá séð en þegar inn kemur er hátt til lofts, vítt til veggja og rosa mikið um að vera. Í þannig félagsheimilum eru forréttindi að búa,“ segir Þórgnýr og bætir við: „En á Akureyri er umfram allt meiri tími. Tíminn flýgur hraðar en nokkru sinni, en hér hinkrar hann aðeins eftir manni.“ thordis@frettabladid.is Tíminn hinkrar í norðri Höfuðstaður hins bjarta norðurs verður sparigestur menningarnætur í ár, en það er í fyrsta sinn sem Akureyringar koma færandi hendi með menningu sína, gjafir og gleði handa afmælisbarninu Reykjavík. Þórgnýr Dýrfjörð fyrir utan nýja og glæsilega menningarhúsið Hof sem vígt verður á Akureyri um aðra helgi, en utan á húsinu hangir þetta fallega skilti með tilvitnun í Matthías Jochumsson: „Heil og blessuð Akureyri, Eyfirðinga höfuðból.“ MYND/HEIÐA 60–80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM ST. 36-52 Næstsíðasti dagur útsölu! Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. LILA - push up í A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- SPLUNKUNÝTT FYRIR HELGINA: OG ÞEIR ERU ENN GLÆSILEGRI Í HENDI !! teg. LILA - push up fyrir þær stærri í C,D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 7.680,- K R A FT A V E R K S k ó l a v ö r ð u s t í g 7 • 1 0 1 R e y k j a v í k • S í m i 5 5 1 5 8 1 4 • www.th . i s Frá fi mmtudeginum 19.08 til laugardags 21.08 fitness Nýjasta fitubrennsluæðið í heiminum! N O R D I C A S P A ZUMBA-fitness: Mikil fitubrennsla, eykur þol og líkamlegan styrk Lögun líkamans breytist ótrúlega hratt Eykur brennslu og meltingu Mikil áhersla á maga- og mjaðmasvæði LATIN-tónlist (salsa, samba, cha,cha, merengue ofl.) Auðveld dansspor og æfingar sem allir geta fylgt Fyrir allan aldur Danskennari: Marta G. Ómarsdóttir Tveir fastir tímar í viku kl.19.30 (mán./mið.) og (þri./fim.) Aðgangur að tækjasal, öllum opnum tímum og heilsulindinni okkar Verð kr. 19.900,- Sími 444 5090 w w w . n o r d i c a s p a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.