Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 20
20 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí. Þó atvinnuleysi sé allt of mikið og taka þurfi á því af meiri festu en hingað til hefur verið gert, er það þó minna en spár gerðu ráð fyrir. Verðbólga hefur hjaðn- að og fjárfestingar í atvinnurekstri eru meiri en reiknað hafði verið með. Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. Hverju má þakka þennan árangur? Vissulega er hægt að tína margt til, en ég held að allir geti verið sammála um að fyrst og síðast sé það launafólk í landinu sem hefur borið byrðarnar. Ofan á öll per- sónuleg áföll hefur kaupmáttur þess rýrn- að. Samið var um hækkun lágmarkstaxta í tengslum við stöðugleikasáttmálann, gegn efndum ríkisstjórnarinnar á mikilvægum sviðum, sem ekki hafa allar gengið eftir. Forsendur Seðlabankans, sem birtast í Peningamálum, vekja hins vegar athygli. Þar segir, á síðu 12: „Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamninga um að leið- rétta kaupmátt launa.“ Seðlabankinn er að sönnu ekki ríkisstjórnin, en gjalda verð- ur varhug við því að gengið sé að því sem vísu að launafólk taki á sig endalausar byrðar. Tvö aðildarfélög BSRB hafa ekki enn náð kjarasamningum og samningar ann- arra eru lausir í lok nóvember. Þá bíður okkar allra að semja á ný, með hagsmuni félaga okkar og samfélagsins alls að leið- arljósi. Vissulega er okkur þröngur stakk- ur skorinn, en það hlýtur að koma að því að fólkið í landinu fái að njóta betra ástands í efnahagsmálum. Launafólk ber byrðarnar Efnahagsmál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. FRÍTT Í STRÆTÓ Á MENNINGARNÓTT Fleiri ferðir og aukin þjónusta. Nánari upplýsingar á strætó.is Reykjavíkurborg býður strætó.is Hættulegt tjáningarfrelsinu Brynjar Níelsson, formaður Lög- mannafélagsins, birti í gær pistil á Pressunni um ummæli Björgvins Björgvinssonar í DV um fórnarlömb nauðgana. Björgvin var yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en var færður í starfi í kjölfar ummælanna. Brynjar segir Björgvin hafa sagt að fórnar- lömb nauðgana hefðu stundum getað minnkað líkur á broti til dæmis með minni drykkju. Hann segir seinna að það fólk sem gagnrýnt hefur ummælin sé hættulegt tjáningarfrelsinu því það bæli niður umræður og fari fram með ofstæki. Ábyrgðinni komið á aðra Það er vissulega rétt hjá Brynjari að ölvað fólk er í meiri hættu þegar að því er ráðist en Björgvin tók mun dýpra í árinni. Orðrétt sagði hann: „Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“ Já, það er sjaldnast ástæða til að benda á annan þegar nauðgun hefur átt sér stað, svo sem gerand- ann. Það sem koma skal? Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, birti grein í Fréttablað- inu í gær. Þar lýsir hann áhyggjum af því að dómstólar í ESB hafi oft tekið afstöðu með kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti á kostnað félags- legra þátta. Því næst veltir hann fyrir sér hvort mögulegum undanþágum sem Íslendingar gætu samið um í aðildarviðræðum, gæti verið hnekkt af dómstólum. Forvitnilegt verður að sjá hvort þetta er það sem koma skal. Mun Heimssýn til dæmis berjast gegn samningi sem tryggir íslenska hags- muni í sjávarútvegi á þeim forsend- um að dómstólar kunni að eyðileggja hann? magnusl@frettabladid.isN iðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opin- berum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitar- félögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu. Á meðan stjórnarmálamenn og embættismenn ríkis og sveitarfé- laga sitja með sveittan skallann við að skera niður, eða hagræða eins og það heitir á fínlegra máli, þá blasir við að opinberir aðilar eru að taka á sig aukinn og óvæntan kostnað vegna einkaskóla og einkaframkvæmda við skóla. Húsnæði Menntaskólans í Borgarfirði var í vikunni selt á nauðungaruppboði en fasteigna- félagið sem byggði og átti húsið réði ekki við afborganir af lánum vegna byggingar þess. Íslands- banki er nú eigandi skólahússins en stefnt er að því að sveitarfélagið Borgarbyggð kaupi skólann af bankanum. Ljóst er að þarna er um verulega auknar byrðar að ræða fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir að það hafi vissulega átt hlut í fasteignafélaginu fyrir. Í gær barst svo sú frétt að borgarráð hefði samþykkt að kaupa húsnæði Skóla Ísaks Jónssonar með yfirtöku á skuldum og fjár- mögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna sem skólinnn ræður ekki við. Skólinn mun leigja húsnæðið aftur af borginni og gert er ráð fyrir að hann kaupi eignina aftur innan fárra ára eftir að náðst hafi betri tök á fjármálum hans, sem vonandi mun gerast. Þessu til viðbótar má nefna að í menntamálaráðuneytinu er nú beðið úttektar Ríkisendurskoðunar á rekstri menntaskólans Hrað- brautar. Með henni mun væntanlega skýrast hvort í skólanum hafi verið farið með fé sem skyldi. Skólastofnanir eru meðal grunnstoða samfélagsins. Það er þess vegna nauðsynlegt að um rekstur þeirra og starfsemi ríki traust og öryggi. Þegar skóli er stofnaður er ekki tjaldað til einnar nætur. Skólastofnun er ætlað að byggjast upp og þroskast á löngum tíma. Einkaskólar breikka vissulega það framboð á námi sem grunn- og framhaldsskólanemum stendur til boða. Í sumum þeirra er unnið eftir hugmyndum og skólastefnum sem eru áhugaverður valkost- ur til viðbótar við það ágæta skólastarf sem fram fer í opinberum ranni. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að einkaskólar eru allir reknir með samningi við ríki eða sveitarfélag. Uppistaðan í rekstrarfé þeirra er því skattfé, alveg eins og í opinberum skólum. Þeir sem reka einkaskóla eru þannig fyrst og fremst að vinna með opinbert fé þannig að staða þeirra er nánast sú sama og skólastjóra opinberu skólanna. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa skattgreið- enda að rekstur einkaskólanna sé undir sams konar eftirliti og rekst- ur opinberra skóla. Það er í það minnsta ótækt á niðurskurðartímum að sveitarfélög eða ríki fái fyrirvaralítið í fangið stórútgjöld vegna þess að rekstur og áætlanagerð einkaskóla og einkaframkvæmda vegna skólastarf- semi er ekki sem skyldi. Auka verður eftirlit með rekstri einkaskóla. Skólastarf verður að vera öruggt SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.