Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 8
 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR ATVINNUMÁL Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í haust og vetur og fari hæst í níu prósent á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Þetta kemur fram í Peningamálum, árs- fjórðungsriti Seðlabankans. Það kom út samhliða vaxtaákvörðun í gær. Í spá Seðlabankans segir að eftir að hámarki atvinnuleysis sé náð megi gera ráð fyrir að atvinnu- þátttaka aukist samhliða auknum umsvifum í efnahagslífinu. Atvinnu- leysi verði komið niður í um sex pró- sent eftir tvö ár. Þetta er einu pró- sentustigi minna en spáð var í maí. Seðlabankinn vitnar til vinnu- markaðskönnunar Hagstofunnar fyrir annan ársfjórðung, þar sem fram kemur að viðsnúningur sé haf- inn á vinnumarkaði. Það er umfram spá Seðlabankans frá í maí, sem gerði ekki ráð fyrir að atvinna tæki að aukast fyrr en um mitt næsta ár. Þar kom fram að mest dró úr atvinnuleysi fólks í yngstu og elstu aldurshópum. Á sama tíma jókst atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 25 til 54 ára. Bankinn segir skýringuna á mis- mun á milli atvinnuleysisspánna og raunveruleikans þá að fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð hafi verið. Atvinnuleysi hafi því verið minna en búist var við. - jab Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi fari hæst í níu prósent í byrjun næsta árs: Atvinnuleysið var ofmetið BEÐIÐ EFTIR VINNU Atvinnuleysi hefur reynst minna en Seðlabankinn spáði. Hröð fjárhagsleg endurskipulagning fyr- irtækja hefur dregið úr svartsýnisspám. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRÉTTASKÝRING Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur sam- kvæmt lögum um Sjúkratrygg- ingar Íslands skipt út stjórn stofn- unarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmála- fræði og sérfræðingur í stjórn- sýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnar- menn séu skip- aðir til ákveð- ins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinn- ar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé hand- bendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráð- herra skipti út öllum stjórnar- mönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álf- heiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofn- anir séu sjálfstæðar, en venju- lega reglan sé sú að stjórnsýsl- unni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkom- lega eðlilegt, enda beri ráðherr- ann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álf- heiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé kraf- inn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurn- ingu. brjann@frettabladid.is Menningarnótt er sannkölluð miðborgar- hátíð en þá iðar borgin af lífi og listum. Í ár verða örugglega allskonar viðburðir en Menningarnótt er fyrst og fremst hátíð þeirra sem hana sækja. Það er þroski andlegra séreinkenna mannsins, hið andlega líf, sem er helsti grundvöllur menningar. Njóttu siðmenningarinnar og heimsæktu menningarviðburði. Sjáðu listaverk, njóttu lifandi tónlistar og skoðaðu fólk og fyrirbæri. Helltu upp á gott BKI kaffi og ræddu um mannlíf og menningu í góðum félagsskap. Fáðu þér menningarlegt BKI kaffi og njóttu dagskrár Menningarnætur í ró og næði. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Menningarnótt er á morgun. Fagnaðu Menningarnótt með BKI kaffi Menningarnótt er á morgun Kauptu BKI fyrir Menningarnótt BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra Engin takmörk eru á því í lögum hvernig heilbrigðisráðherra skipar í stjórn Sjúkratrygginga segir stjórnsýslufræðingur. Ekkert óeðlilegt við að ráðherrann velji fólk í stjórn sem hann treystir. UMSKIPTI Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNAR HELGI KRISTINSSON Staða stjórnarformannsins óljós Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, er nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir athyglisvert að ráðherra velji embættismann úr ráðuneytinu til að stýra stjórninni. Það geri stöðu Dagnýjar sem stjórnarformanns óljósa. „Það er að sumu leyti óljóst hvers konar hlutverki starfsmaðurinn gegnir í stjórninni,“ segir Gunnar Helgi. Dagný geti ekki sem stjórnarformaður tekið við beinum fyrirmælum frá ráðherra, sem hún sem embættismaður eigi auðvitað að gera í sínum daglegu störfum. Á móti komi að fari hún ekki að vilja ráðherra skipti hann væntanlega um stjórnarformann og finni einhvern sem fer betur að vilja ráðherra. DAGNÝ BRYNJÓLFSDÓTTIR Ég get ekki séð ann- að en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra. GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.