Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 32
4 föstudagur 20. ágúst Fyrir nokkrum árum var nafn Andra Freys Viðars- sonar á allra vörum þar sem alteregó hans í útvarpi, karakterinn Freysi, þótti með þeim ófyrirleitnari og dóna- legri í bransanum. Andri Freyr er nú fluttur aftur til landsins eftir áralanga dvöl í Danmörku og sér um þáttinn Prinsinn á Rás 2, auk þess að hlaupa í önnur störf á stöðinni. Viðtal: Kjartan Guðmundsson Ljósmyndir: Anton Brink S igrún Stefánsdótt- ir, dagskrárstjóri RÚV, hringdi í mig til Dan- merkur og sagðist vera með flippaða hug- mynd, spurði hvort ég væri ekki örugglega sitjandi og ég veit ekki hvað og hvað, og þá hélt ég auðvit- að að þetta væri eitthvað grín. Hélt að Doddi litli hefði fengið Sigrúnu til að gera at í mér, eins og hefur svo sem gerst áður. En þetta var ekkert djók. Hún bauð mér að koma heim, sjá um þátt á Rás 2 og ferðast um landið með Ómari Ragnarssyni í sumar, og þá varð ekki aftur snúið. Samstarfið við Ómar hefur líka gengið vonum framar. Hann er svo mikill öðlingur maðurinn,“ segir út- varpsmaðurinn Andri Freyr Viðars- son, sem í byrjun sumars flutti til Íslands á ný eftir tæplega þriggja ára búsetu í Kaupmannahöfn. Í sumar hefur Andri Freyr séð um þáttinn Prinsinn, sem er á dagskrá Rásar 2 milli 12.45 og 16 á laugar- dögum, auk þess að bjóða upp á innslög í beinni með Ómari Ragn- arssyni á föstudögum þar sem þeir félagarnir taka fólk víðs vegar að af landinu tali. Þá hefur Andri Freyr einnig hlaupið í skarðið í Popplandi og fleiri þáttum og segist afar sáttur við að vera kominn heim. DANSKAN ERFIÐ „Ég var alls ekkert farinn að íhuga að flytja aftur til Íslands þegar Sig- rún hringdi,“ segir Andri Freyr, sem vann meðal annars fyrir sér sem starfsmaður fyrirtækis sem sér- hannar ljósabúnað fyrir leikhús og myndver í Kaupmannahöfn, auk þess að starfa sem plötusnúður og senda útvarpsþáttinn Litlu haf- meyjuna út beint frá Danmörku vikulega ásamt Dodda litla á Rás 2. „Síðasta eina og hálfa árið vann ég ekki mikið. Ég var kannski plötu- snúður á börum tvö kvöld í viku, en tókst samt á einhvern ótrúleg- an hátt að lifa eins og kóngur. Var alltaf étandi á Jensen‘s Bøfhus og hafði það helvíti fínt.“ Andri Freyr segist hafa verið harðákveðinn í að breytast hrein- lega í Dana og búa í Danmörku í fjöldamörg ár. „Ég er til dæmis eini Íslendingurinn sem ég veit um sem byrjaði í dönskunámi um leið og ég kom út. Í fjóra mánuði sat ég á skólabekk og reyndi að læra dönsku, en stóð svo uppi með ekki neitt. Ég reyndi og reyndi en hausinn á mér var algjörlega lok- aður fyrir þessu tungumáli. Ég er ekki svona heimskur, bara haldinn svona gríðarlegri meinloku fyrir málinu,“ segir Andri Freyr og hlær. „Á endanum ákvað ég að sleppa því að reyna frekar, talaði bara ensku og hékk með öllum Íslendingun- um.“ SÉRSTÖK REYÐFIRSKA Útvarpsmaðurinn ólst upp á Reyð- arfirði og hefði hvergi annars stað- ar viljað alast upp, að eigin sögn. „Það eru forréttindi að búa í svona litlu plássi sem barn og ég er enn þá í góðu sambandi við margt af því fólki sem ég kynntist þar sem ungl- ingur,“ segir Andri Freyr og tekur heimatilbúið tungumál sem dæmi um hinn skemmtilega anda sem ríkti á Reyðarfirði í þá daga. „Vinir mínir og kunningjar, menn á borð við Helga Seljan fréttamann og Baldur Beck íþróttafréttaritara, þróuðu í raun með sér sérstakt tungumál sem fáir skilja sem ekki ólust upp fyrir austan. Ef manni þótti eitthvað skemmtilegt þá sagði maður til dæmis: „Þetta er helvíti að leiðinlega“ og ef einhver var falleg- ur þann daginn þá var það: „Þú ert helvíti að ljóta“. Svo fóru menn að þræða ýmsu aftan við, eins og til að mynda „Þú ert helvíti að skemmti- lega háeff!“ Og svo var farið að blanda tölum í þetta, „sjö, sjö, níu, sjö“ og fleira í þeim dúr, en ég datt aldrei inn í það. Bara þeir þróuð- ustu í tungumálinu voru á fullu í sjöunum og níunum,“ segir Andri Freyr og skellir upp úr. VILDI SKERA PUTTANN Hann fluttist á mölina fimmtán ára gamall og segir það hafa verið tölu- verð viðbrigði. „Þegar grunnskólan- um lauk var ég lengi í ýmsum skíta- djobbum, vann meðal annars lengi við að úrbeina kjúklinga í Garðabæ sem var alveg ferlegt. Það var svona vinna sem gerði það að verkum að ég var sífellt að þykjast fara á klós- ettið að skíta, en var svo ekkert að skíta heldur bara að spila Snake í símanum mínum. Starfið var svo leiðinlegt að í eitt skiptið ákvað ég að skera af mér puttann til að þurfa ekki að vinna næstu þrjá til fjóra mánuðina. Ég ætlaði bara rétt að sneiða framan af litla fingrinum, taldi í mig kjark og lét hendina vaða í sögina, en sögin náði ekki í gegn- um hlífðarhanskana úr stáli sem ég var með á mér. Hins vegar fékk ég svo rosalegt högg að mér krossbrá, stóð þarna skjálfandi og hélt svo bara áfram að úrbeina í nokkur ár í viðbót,“ segir Andri Freyr. TEKINN Á TEPPIÐ Ferillinn í útvarpsmennsku hófst þegar Andri Freyr tók að sér um- sjón jaðarrokks- og indíþáttarins Karate á útvarpsstöðinni Radíó X í árslok 1998, en hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist og fann sig vel í því starfi. Það var þó ekki fyrr en Andri Freyr var fenginn til að leysa af í morgunþætti stöðvar- innar sem nafn hans komst á allra varir, en þó ekki raunverulegt nafn hans. „Mér var svo annt um Karate- þáttinn að ég vildi ekki að aðdáend- ur þáttarins föttuðu að gæinn sem væri að spila svala tónlist á kvöld- in væri sá sami og spilaði Stone Temple Pilots og Creed á morgn- FÁ FYRIR HJARTAÐ EF MAÐUR SEGIR Útvarpsmennskan Þegar ég var að byrja var ég kannski að leita alls kyns leiða til að þurfa ekki að spila nýjasta lagið með Nickelback í fimmta skiptið þann daginn, og ef það tókst var ég bara tekinn á teppið,“ segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.