Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 16
16 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvað er að gerast í Helgafellslandi? Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjór- um árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtæk- ið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveins- son fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið. Það er kyrrð og ró yfir Helgafells- landinu í Mosfellsbæ enda umferð nær engin. Maríuerlur fljúga óáreittar hjá mannlausum húsum í sólinni við götur nefndar eftir bókum og sögupersónum úr skáld- verkum Halldórs Laxness. Fyrir tæpum fimm árum und- irrituðu bæjaryfirvöld í Mosfells- bæ og hópur landeigenda viljayfir- lýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu hverfisins. Þar eru lóðir fyrir 1.020 íbúðaeining- ar: 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli auk raðhúsa og annars konar húsa í skjóli vinda undir suðurhlíðum Helgafells. Þar var gert ráð fyrir tveimur leikskólum, grunnskóla og þjónustubyggingum. Í dag eru risin nokkur hús. Íbúar telja búið í þremur húsum auk blokkarinn- ar í efri byggð. Þar eru 24 íbúð- ir með fimmtán auðum íbúðum. Nær Álafosskvosinni, við malbik- aðar götur, standa nokkur fokheld hús einmana við hlið geysistórra opinna grunna. Köngulóarvefir í ryðguðum krönum benda til að langt er síðan þeir lyftu síðustu kílóunum. Rúður eru brotnar í nokkrum húsanna og dyragættir tómar svo ganga má óhindrað inn í þau. Þetta er spennnandi vettvangur fyrir börn. En hættur eru á hverju strái; glerbrot, naglar og spýtnabrak á víð og dreif og opið milli hæða. Eina sjáanlega þjónustan er leik- skóli. Hann virðist fullbúinn með leiktækjum á lóðinni. Á milli leik- tækja leynast brotin rör og raf- magnsvírar. Leikskólinn hefur verið mannlaus um skeið og er unnið að niðurrifi hans. Fyrirhug- að var að reisa grunnskólann á lóð- inni. Óvíst er hvort sú bygging rís á næstu árum. Jóhanna Björg Hansen, fram- kvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum bæjaryfir- völd hafa þrýst á Helgafellsbygg- ingar, sem skipulögðu svæðið og seldu lóðirnar, að ljúka verkunum. Fyrirtækið hafi lofað að ljúka frá- gangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. Jón Guðni Sandholt, stjórnarfor- maður Helgafellsbygginga, segir lítið hægt að gera. Viðræður hafi staðið yfir á milli bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga. Sömuleiðis hafi því verið beint til eigenda lóð- anna að loka grunnum og byrgja fyrir hættur. „Það er á valdi þeirra sem eiga lóðirnar að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nokkr- ir lóðaeigendur hafi komið illa út úr hruninu og séu ófærir um nokk- urn hlut. Nokkrir, svo sem verktakafyr- irtækið Pálmatré sem reisti einu blokkina á svæðinu, hafa skilað góðum frágangi, að sögn íbúa. Sala á lóðum í landi Helgafells hófst árið 2006 og var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki á áratug. Jón segir að miðað við ástandið megi reikna með að verklok frest- ist. „Það gekk vel að selja lóðirn- ar, sérstaklega fjölbýlishúsalóðir. En þegar allt hrundi hættu lóðir að seljast og síðan þá hefur allt verið í kyrrstöðu. Við munum væntan- lega sjá fyrir endann á þessu í fyrsta lagi árið 2020,“ segir hann en reiknar með að breyta þurfi skipulagi á svæðinu. „Árið 2007 byggði enginn neitt undir hundr- að fermetra íbúðum. Ég held að því þurfi að breyta, minnka íbúðirnar og húsin líka. Þannig séð var hrun- ið af hinu góða. Það fékk menn til að slaka á og hætta að reyna að gleypa heiminn.“ Helgafellsbyggingar skulduðu tæpa ellefu milljarða króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Hluti þess er í erlendri mynt. Jón segir gengishrunið gefa skakka mynd af stöðu mála auk þess sem greitt hafi verið inn á lánin við sölu lóða. Hann telur skuldina nær þremur milljörðum í dag. Viðræð- ur standa nú yfir á milli Lands- bankans, sem er eini kröfuhafi félagsins, um greiðslu lánsins. Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni. Deildu þínum bestu myndum með okkur og þú átt möguleika á glæsi- legum verðlaunum. Skilafrestur til 21. ágúst 2010. Allar nánari upplýsingar á visir.is. Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis SÝNDU ÞÍNAR BESTU HLIÐAR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Engin paradísarheimt undir Helgafelli „Þetta er fallegasta hverfið í Mosfellsbæ. En við höfum verið að berjast fyrir ýmsu. Það hefur verið erfitt,“ segir Auður Björk Þórðardóttir, grunnskólakennari og íbúi í eina húsinu við Snæfríðargötu. Hún hefur fengið þau svör hjá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ að Helgafells- byggingar eigi að sjá um framkvæmdirnar. Auður og fjölskylda hennar fluttu inn um síðustu páska. Þrátt fyrir fallegt og rólegt umhverfi gagnrýnir Auður að áætlanir um skipulagningu Helgafellslandsins hafi ekki staðist. Á vetrum eru götur aðeins mokaðar upp tengibrautina og að Auganu svokallaða, sem liggur fyrir miðju svæðsins, en ekki að húsum sem við þær standa. Þá hafi götur ekki verið merktar og þær ekki inni í GPS- kerfi lögreglunnar. Í ofanálag þurfti Auður að hringja í Orkuveitu Reykjavíkur til að fá ljósastæði í ljósastaurana. Þau komu hálfum mánuði síðar. Þá blæs ryk inn í húsið af námum sem gerðar voru við framkvæmdir á svæðinu. Verst er ástandið þegar vindar blása úr Skammadal. „Við höfum beðið um að þeim verði lokað,“ segir hún. Þá þykir Auði slæmt að Helgafellsskóli muni ekki rísa í bráð líkt og stefnt var að. Fyrirhugað var að hann opnaði í fyrrahaust. Þegar Viktori Elí, tíu ára syni hennar, er ekki ekið í Varmárskóla þarf hann að fara ótroðna slóða og yfir óbrúaðan læk til að taka skólarútuna við Reykjalund. Verst þykir henni þó að opnar byggingar og grunnar eru á svæðinu sem börn leiki sér í. „Það er stórhættu- legt,“ segir Auður. „Það mætti alveg huga að því að hér býr fólk.“ Þarf að berjast fyrir tilverunni Varmársamtökin, Íbúa- og umhverfissamtök í Mosfellsbæ, voru sett á laggirnar um það leyti sem framkvæmdir hófust í Helgafellslandinu og mót- mæltu þau harðlega þegar greinargerð um skipulag á svæðinu lá fyrir um mitt ár 2006. Rökin gegn framkvæmdum voru meðal annars þau að landið væri frjósamasta landbúnaðarlandið á höfuðborgarsvæðinu. Við fram- kvæmdirnar voru klappir á svæðinu sprengdar, efnið notað í vegalagningu og jarðveginum ekið á brott. Þá var aur hleypt í Skammadalslæk sem liggur neðst í landinu við Álafosskvosina. Við það köfnuðu fiskar og lífríki raskaðist í læknum. Varmársamtökin mótmæltu jafnframt lagningu tengibrautar inn í Helgafellslandið úr Álafosskvosinni. Samtökin sögðu áhrif tengibrautarinnar munu hafa afar neikvæð áhrif á ásýnd, umhverfi og íbúabyggð við Álafoss auk þess sem gatnamótin yllu íbúum áhyggjum vegna stóraukinnar slysa- hættu. Tengibrautin gengur nú upp úr kvosinni og inn í Helgafellslandið. Framkvæmdir í landbúnaðarlandi VELKOMIN! Gestir eru boðnir velkomnir í Helgafellslandið þegar ekið er upp tengi- brautina úr Álafosskvosinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆTTUFÖR Í SÖLKUGÖTU Langt virðist síðan unnið var við raðhúsin í Sölkugötu. Húsin standa öllum opin. Stigaopin eru varasöm. Þarna leika börn sér oft. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUÐUR OG VIKTOR Eina húsið sem stendur við Snæfríð- argötu ber nafn með rentu: Húsið á sléttunni. Fjölskyldan hefur þurft að berjast fyrir umbótum á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.