Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 56
40 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1.132 Grindavík FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–12 (6–2) Varin skot Óskar 2 – Gunnleifur 3 Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 8–7 Rangstöður 3–2 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Guðm. Sævarsson 5 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (74., Gunnar Guðm. -) Hjörtur Valgarðsson 6 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverris. 5 Matthías Vilhjálms. 6 Ólafur Páll Snorras. 6 (74., Gunnar Krist. -) Atli Guðnason 6 (83., Torger Motland -) Atli Viðar Björnsson 6 *Maður leiksins GRIND. 4–4–2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnús. 5 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefs. 7 Scott Ramsay 6 (57., Ray Jónsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Hafþór Vilhjálmsson 6 (81., Óli Bjarnason -) *Gilles Ondo 8 Grétar Hjartarson 5 (76., Matthías Friðr. -) 0-1 Atli Viðar Björnsson (18.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (23.) 2-1 Gilles Mbang Ondo (90.) 3-1 Óli Baldur Bjarnason (90.) 3-1 Örvar Sær Gíslason (7) KR-völlur, áhorf.: 1.246 KR Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–6 (7–2) Varin skot Lars 1 – Hannes 4 Horn 3–11 Aukaspyrnur fengnar 13–11 Rangstöður 0–3 FRAM 4–5–1 Hannes Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75., Hörður Magn. -) Daði Guðmunds. 6 Jón Eysteinsson 5 Halldór H. Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Joseph Tillen 6 (84., Hjálmar Þórar. -) Tómas Leifsson 3 (63., Ívar Björns. 4) *Maður leiksins KR 4–5–1 Lars Ivar Moldsked 6 Skúli Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90., Guðm. Gunna. -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor B. Arnarsson 5 (75., Egill Jónsson -) *Baldur Sigurðs. 8 Kjartan Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81., Björg . Takef. -) 1-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) 2-1 Einar Örn Daníelsson (4) SELFOSS 3-2 KEFLAVÍK 0-1 Magnús Þórir Matthíasson (12.) 0-2 Hörður Sveinsson (37.) 1-2 Jón Guðbrandsson (52.) 2-2 Viktor Unnar Illugason, víti (81.) 3-2 Viðar Örn Kjartansson (88.) Selfossvöllur, áhorf.: 1.239 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–12 (6–8) Varin skot Jóhann 4 – Lasse 2 Horn 9–2 Aukaspyrnur fengnar 8–14 Rangstöður 10–2 Selfoss 4–5–1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 - Martin Dohlsten 5, Jón Guðbrandsson 6, Agnar Bragi Magnússon 6, Guðmundur Þórarinsson 6 - Gunnar Borgþórsson 4 (46., Einar Ottó Antonsson 6), Jean YaoYao 6, Jón Daði Böðvarsson 6, Arilíus Marteinsson 5 (77., Viðar Örn Kjartansson -), Sævar Þór Gíslason 4 (85., Ingi Rafn Ingibergsson -), Viktor Unnar Illugason 7 - Maður leiksins. Keflavík 4–5–1 Lasse Jörgensen 5 - Guðjón Árni Antoníusson 5 (86, Andri Steinn Birgisson -), Bjarni Aðalsteinsson 6, Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Alen Sutej 5 - Einar Orri Einarsson 5, Hólmar Örn Rúnarsson 6, Magnús Þorsteinsson 5, Guðmundur Steinarsson 5 (85., Brynjar Guðmundsson -), Magnús Matthíasson 5, Hörður Sveinsson 5. Pepsi-deild karla: STAÐAN: ÍBV 16 10 3 3 27-16 33 Breiðablik 16 9 4 3 36-18 31 FH 16 7 5 4 29-24 26 KR 15 7 4 4 26-20 25 Stjarnan 16 6 5 5 32-26 23 Keflavík 16 6 5 5 17-19 23 Valur 16 5 7 4 22-26 22 Fram 16 5 5 6 23-24 20 Fylkir 15 5 3 7 27-28 18 Grindavík 16 4 4 8 19-24 16 Selfoss 16 4 2 10 23-36 14 Haukar 16 0 7 9 20-39 7 Evrópudeild UEFA: Rapid Vín-Aston Villa 1-1 Ardhe Nuhiu - Barry Bannan. OB-Motherwell 2-1 Rúrik Gíslason lék í 74 mínútur fyrir OB. Liverpool-Trabzonspor 1-0 1-0 Ryan Babel (45.) AZ Alkmaar-Aktobe 2-0 Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ og Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 16 mín. Timisoara-Man. City 0-1 0-1 Mario Balotelli (72.). ÚRSLIT MARKI FAGNAÐ Ryan Babel fagnar marki sínu en Liverpool lagði Trabzons- por, 1-0, í Evrópudeildinni í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Ég trúi þessu varla enn þá, ég var búinn að vera svo ógeðs- lega lélegur í þessum leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem tryggði KR-ingum mikilvægan og sykursætan sigur á erkifjendunum í Fram með glæsilegu sigurmarki í blálokin. „Ég hélt að þetta myndi ekki detta með mér í dag. Ég var að missa boltann mikið og var ekki beint inni í leiknum,“ sagði Kjartan sem þó lagði upp fyrsta markið í leiknum fyrir Baldur Sigurðsson. „Það var ansi mikilvægt að ná að vinna þennan leik til að halda áfram á þessu skriði sem við erum á í deildinni.“ Staða KR-inga í deildinni hefur umturnast á skömmum tíma með sigurgöngu sem hófst þegar Rúnar Kristinsson tók við liðinu. Vestur- bæingar eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum en með sigri þar verður liðið aðeins fimm stigum frá toppsætinu. „Það er bara gamla klisjan, við getum ekki verið að hugsa um önnur lið. Við höfum átt í nægilegu basli með okkur sjálfa. En þetta er komið í rétta átt. Við erum farn- ir að hafa miklu meira gaman af þessu,“ sagði Kjartan. Framarar eru á niðurleið og var þetta fjórði tapleikur þeirra í röð. Þá var þetta níundi leikur liðsins í Frostaskjólinu í röð án sigurs. Þorvaldur Örlygsson var óhress í viðtölum eftir leik eins og búast mátti við. „Mér fannst við spila vel í dag og vorum með öll völd í fyrri hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleik skelfilega en samt fannst mér við vera með góð tök á leiknum. Enn og aftur erum við að fá á okkur mörk og náum ekki að klára leikina,“ sagði Þorvaldur. Eins og leikir gærkvöldsins spiluðust vel fyrir KR þá spiluð- ust þeir herfilega fyrir Framara. Skyndilega eru þeir bláklæddu aðeins sex stigum frá fallsæti. Eftir góða byrjun á sumrinu hefur liðið farið algjörlega út af sporinu og ljóst að Þorvaldur á erfitt verk- efni fyrir höndum að koma því aftur á beinu brautina. Þeir voru ekki verri aðilinn á heildina litið í gær en bitið í sóknarleiknum lítið sem ekkert. - egm Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR sigur á elleftu stundu gegn Fram í Vesturbænum í gær: KR mjakast nær toppnum með hverjum leik TEKIST Á Það fór meira fyrir baráttu en góðu spili í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeistur- um FH var svo sannarlega kippt niður á jörðina þegar þeir töpuðu fyrir Grindavíkingum í 16. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Lokaúrslit urðu 3-1 fyrir Grind- víkinga sem skoruðu tvö mörk undir lok leiksins og tryggðu sér afar dýrmætan sigur í fallbarátt- unni. „Við spiluðum alls ekki í vel og töpuðum því leiknum,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sem þvertekur fyrir að liðið hafi ekki verið tilbúið í leikinn vegna mikils fagnaðar eftir bikarsigur um liðna helgi. „Það eru liðnir margir dagar og ef lið fagnar ekki eftir að verða bikarmeistari, hvenær á það þá að fagna? Við vorum hins vegar aldrei líklegir í þessum leik og mættum liði sem vildi sigurinn meira.“ FH byrjaði leikinn vel og komst yfir með marki Atla Viðars Björnssonar en það reyndist ekki nóg. Heimir segir að FH sé ekki úr leik í titilbaráttunni. „Ég er ekki sammála því að við séum úr leik í baráttunni um titilinn. Við munum berjast til loka.“ Auðun Helgason, varnarjaxl í liði Grindavíkur, var kampakátur með úrslitin. „Þetta er frábær sigur og mikill karaktersigur fyrir okkur. Við höfum aldrei barist svona mikið og vildum ná sigri,“ segir Auðun sem hrósar Gilles Mbang Ondo sérstaklega fyrir frábæran leik en hann skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og lagði upp það þriðja. „Það er stórkostlegt að eiga framherja eins og Ondo sem kláraði færin frábærlega.” - jjk Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Íslandsmeisturum FH í gær: Titilvonir FH orðnar afar litlar KRAFTAVERKAMAÐUR? Ólafur Örn Bjarnason hefur ótrúlega góð áhrif á Grindavíkurliðið. FÓTBOLTI „Þessi sigur gefur okkur gríðarlega mikið. Við sýndum þvílíkt mikinn karakter og sýnd- um bara hvað liðið okkar getur gert,“ sagði Selfyssingurinn Vikt- or Unnar Illugason eftir 3-2 sigur á Keflavík í vígsluleiknum á nýja grasvellinum í gærkvöldi. Keflavík komst í 2-0 í fyrri hálfleik og fékk fjölda færa til að auka muninn. Selfossliðið kom hins vegar gerbreytt inn í seinni hálfleik, með baráttuna að vopni og gestirnir úr Keflavík áttu bara engin svör. Viktor Unnar spilaði heldur betur stórt hlutverk við að landa sigrinum í lokin. Hann jafnaði leikinn svellkaldur úr vítaspyrnu sem hann þurfti að endurtaka og lagði síðan upp sigurmark- ið fyrir varamanninn Viðar Örn Kjartansson. Viðar hafði komið inn á 76. mínútu og fiskaði víti og skoraði gott mark á fjórtán eftir- minnilegum mínútum. „Ég viðurkenni það alveg að ég var stressaður í vítinu, sér- staklega af því að það var búið að dæma fyrsta vítið ógilt,“ sagði Viktor sem leit þó út fyrir að vera algjörlega taugalaus þegar hann lyfti boltanum í mitt markið í vítinu og jafnaði þá leikinn í 2-2 tíu mínútum fyrir leikslok. „Ég hugsaði bara að það væri örugg- ast að taka vítið svona því ég var búinn að setja hann í horn- ið,“ sagði Viktor kátur og hann er pottþéttur á að Selfoss muni bjarga sér. „Við erum að fara að bjarga okkur, það er ekki spurn- ing,“ sagði Viktor. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum og hér sýndu menn ótrúlegan karakter í seinni hálf- leik. Við rúlluðum aðeins yfir það í leikhléinu hvernig menn vildu muna eftir fyrsta leiknum á þess- um velli og það sýndi sig bara í seinni hálfleik hvernig við ætluð- um að muna eftir honum. Þetta var frábær endurkoma gegn sterku Keflavíkurliði sem fór illa með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálf- ari Selfoss. Keflvíkingar voru að vonum svekktir og pirraðir í leikslok. „Ég veit ekki hvað ég á að segja því við áttum að klára þennan leik. Við skorum tvö mörk og það á að duga. Við gjörsamlega yfir- spiluðum Selfossliðið og réðum leiknum alveg í fyrri hálfeik. Þeir pressuðu á okkur í seinni hálfleik og við réðum illa við það,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga. Selfyssingar buðu heldur betur upp á eftirminnilegan vígsluleik í gær og hver veit nema neistinn sem kviknaði í gær gæti dugað lið- inu til að vinna sig út úr afar erf- iðri stöðu í fallbaráttunni. ooj@frettabladid.is Vígsla sem mun seint gleymast Selfyssingar vígðu nýja grasvöllinn með því að vinna ótrúlegan 3-2 sigur á Keflavík. Gestirnir leiddu 0-2 í hálfleik og virtust eiga sigurinn vísan. Baráttuglaðir Selfyssingar sneru taflinu síðan sér í hag og unnu. HETJURNAR Viðar Örn Kjartansson kom af bekknum, fiskaði víti og skoraði sigurmarkið. Viktor Unnar Illugason skoraði líka og lék best allra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.