Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 54
38 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri allt hægt á Laugardalsvellinum og hann hefur tölfræðina til að sanna það. Framundan er gríðarlega mikilvægur l a n d s l e i k u r v i ð Frakka á vellinum á menningarnót t þar sem stelpurnar okkar reyna við draumaúrslit en gætu einnig með „venjulegum“ sigri stigið stórt skref í átt að því að komast inn á annað Evrópumótið í röð. Þ a ð h a f a margir frábærir sigrar unnist hjá stelpunum okkar á Laugardalsvellinum síðustu þrjú ár eða allt frá því að liði vann 1-0 sigur á umræddu Frakkaliði í fyrsta heimaleiknum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. Þar fæddist EM-vonin sem rættist svo á frosnum Laugardalsvellinum eftir 3-0 sigur á Írum sextán mánuðum seinna. Í millitíðinni vann íslenska liðið þrjá stórsigra þar á meðal tvo fyrir framan meira en fimm þúsund áhorfendur. Það er engin tilviljun að Sigurður Ragnar og stelpurnar okkar kalla eftir stuðningi fyrir leikinn á laugardaginn. Þeir sem voru í Laugardalnum á umræddum leikjum þegar áhorfendatalan fór yfir fimm þúsund manns vita að slíkur stuðningur gefur stelpunum aukaorku. Sá stuðningu getur gert útslagið í spennuleik eins og þeim sem bíður liðsins klukkan fjögur á laugardaginn. ooj@frettabladid.is Níu ástæður til að mæta í Dalinn Íslenska kvennalandsliðið leggur hundrað prósent árangur sinn að veði þegar áttunda besta kvennalands- lið heims mætir í Laugardalinn á menningarnótt. Leikurinn er seinni úrslitaleikur liðanna um sigurinn í riðlinum og Frakkarnir mæta til leiks með tvö mörk í forskot frá því í fyrri leiknum í Lyon fyrir ári. BRUGÐIÐ Á LEIK Það var létt yfir Margréti Láru Viðarsdóttur og félögum hennar í kvennalandsliðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 30.640 Áhorfendur sem hafa komið á leikina níu eða 3.404 að meðaltali á leik. Flestir komu á 5-0 sigurleik á móti Serbum 21. júní 2007. 43-0 Markatala íslenska landsliðsins í níu leikjum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar á Laugardalsvellinum. 810 Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er eini leikmaðurinn sem hefur spilað alla níu leikina frá upphafi til enda. 28 Leikmenn sem hafa tekið þátt í þessum níu leikjum landsliðsins á Laugardalsvellinum, 23 þeirra hafa byrjað inn á, 9 hafa skorað og 10 hafa átt stoðsendingu. 15 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað langmest allra leikmanna í leikjunum níu eða 15 mörk í þeim átta leikjum sem hún hefur spilað. Margrét Lára skoraði að minnsta kosti eitt mark í fyrstu sjö leikjunum. TÖLFRÆÐIN 1. 16. júní 2007 Frakkland 1-0 2. 21. júní 2007 Serbía 5-0 3. 21. júní 2008 Slóvenía 5-0 4. 26. júní 2008 Grikkland 7-0 5. 30. okt. 2008 Írland 3-0 6. 15. ágúst 2009 Serbía 5-0 7. 17. sept. 2009 Eistland 12-0 8. 19. júní 2010 Norður-Írland 2-0 9. 22. júní 2010 Króatía 3-0 Kristján Ari Halldórsson og félagar hans í ÍR hafa haft montréttinn í Breiðholtinu síðustu 62 daga eftir 2-1 sigur á Leikni í fyrri Breiðholtsslag sumarsins. ÍR skaut þá Leikni af toppnum en erkifjendurnir úr Breiðholtinu eru komnir aftur á toppinn og verða á heimavelli þegar liðin mætast í 1. deild karla í kvöld. „Þetta eru auðvitað öðruvísi leikir en aðrir í sumar og þá sérstaklega fyrir uppöldu leikmennina. Það er alltaf verið að keppa um aðeins meira. Við þekkjumst allir vel og það gerir þetta ennþá skemmtilegra,“ segir Kristján Ari Halldórsson sem skoraði annað marka ÍR-liðsins í fyrri leiknum. „Við vorum betur tilbúnir en þeir í fyrri leiknum og í rauninni var það bara barátta og leikgleði sem skilaði sigri,“ segir Kristján. ÍR-ingar hafa aðeins gefið eftir síðan þá og eru sex stigum á eftir Leikni en með sigri í kvöld væru þeir komnir á fullu inn í baráttuna um sætin tvö upp í Pepsi-deild karla. „Við getum náttúrulega gert þetta mót þvílíkt spennandi með því að vinna þennan leik. Þá verða fjögur eða jafnvel fimm lið í einni klessu þarna í toppbaráttunni,“ segir Kristján Ari. Leiknismenn hafa fengið meiri athygli en ÍR-ingar í sumar en Kristján Ari er ekkert að pirra sig yfir því. „Það er líka fínt að vera þarna fyrir aftan og geta komið bakdyramegin að þessu. Við erum í baráttunni þannig að við hljótum að vera með nægilega gott til að fara upp,“ segir Kristján Ari. „Við vorum kannski að stríða Leiknismönnunum rétt eftir sigurinn en svo hélt bara mótið áfram. Það er ekki hægt að lifa endalaust á einum sigurleik frá því í fyrri umferðinni,“ segir Kristján en það kitlar hann vissulega að vinna báða leikina gegn Leikni í sumar. „Það væri gaman að hafa unnið báða Breiðholtsslagina en það væri leiðinlegt ef það skilaði ekki neinu í haust. Það væri mun skemmtilegra ef það myndi skila manni einhverju.“ KRISTJÁN ARI HALLDÓRSSON: ENDURTEKUR ÍR LEIKINN OG VINNUR AFTUR TOPPLIÐ LEIKNIS Í BREIÐHOLTSSLAGNUM? Ekki hægt að lifa endalaust á einum sigurleik FÓTBOLTI Breiðablik staðfesti við Fréttablaðið í gær að pólska úrvals- deildarfélagið Lechi Gdansk hefði gert tilboð í framherjann Alfreð Finnbogason. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hljóðar til- boðið upp á 15 milljónir íslenskra króna. Einar Kristján Jónsson, formað- ur knattspyrnudeildar Breiða- bliks, sagði við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður stæðu enn yfir en hann vonaðist til þess að fá botn í málið fyrir helgi. „Þeir hafa áhuga á að fá mig og eftir því sem þeir hafa sagt þá vill félagið fá mig til þess að nota mig. Það skiptir miklu máli. Liðið hefur fylgst vel með mér og þjálfarinn þeirra var á leiknum gegn ÍBV. Ég hef ekki áhuga á því að fara út til þess að horfa á og því skiptir máli að vita að félagið hugsar mig sem mann í byrjunarliðið,“ segir Alfreð en hefur hann áhuga á að fara til Póllands og spila fótbolta? „Ég útiloka hvorki Brasilíu, Kasakstan né Pólland. Ég er samt ekki dómbær á hversu góðar aðstæður eru fyrr en ég fer þang- að út. Ég fer ekkert út í skoðunar- ferð nema félögin nái saman. Þetta gæti samt orðið góður kostur eins og hvað annað. Þetta er víst stórt félag og það eru mörg stór félög í Póllandi. Þetta yrði alltaf skref upp á við fyrir mig að fara þangað,“ segir Alfreð. Fari svo að félögin nái saman og Alfreð semji við félagið mun hann ekki klára tímabilið með Blikum heldur fara út fyrir mánaðarlok. Það finnst honum erfitt. „Það yrði afar erfið staða. Auð- vitað vill ég klára tímabilið og reyna að verða meistari með Breiðabliki. Ef það kemur aftur á móti upp gott tækifæri til þess að fara þá verð ég líka að hugsa um sjálfan mig. Það yrði samt afar erfitt að fara áður en tímabilinu lýkur.“ - hbg, hþh Pólska félagið Lechi Gdansk með tilboð í Alfreð: Útiloka hvorki Brasilíu, Kasakstan né Pólland EFTIRSÓTTUR Svo gæti farið að Alfreð klári ekki tímabilið með Blikum í sumar sem yrði reiðarslag fyrir liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal Í kvöld fer fram styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal, leikmann Fjarðabyggðar, sem greindist með illkynja krabbamein fyrr í sumar. Vinir Rafns blása til knattspyrnuleiks á Vilhjálm- svelli í Ormsteiti klukkan 19.00. Landsliðsþjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, mun stýra öðru liðinu en hver sem er getur spilað í leiknum. Aðeins þarf að greiða upphæð sem hver og einn ákvarðar til að spila. Frítt verður á völlinn. Þar verður tekið við frjálsum framlögum áhorf- enda. Styrktarreikningur hefur verið stofnaður í nafni Rafns í útibúi Sparisjóðs Vestmanna- eyja á Djúpavogi. Reikningsnúmerið er 1147- 05-401910 og kennitalan 191087-3729 fyrir þá sem vilja leggja þessu góða málefni lið. SKYLDUEIGN FYRIR ALLA ÁHUGAMENN UM SKOTVEIÐI Ný aukin og endurbætt útgáfa Skotvopnabókarinnar eftir Einar Guðmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.