Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 600 g beinlaust kjöt, kjúklingur, lamba- eða svínakjöt 2 msk. matarolía 3 gulrætur 1-2 laukar 4 dl hrísgrjón 75 g þurrkaðar apríkósur 50 g rúsínur 2 appelsínur, um 2 dl safi og börkur af einni appelsínu 2 grænmetisteningar 4 dl vatn Skerið kjötið í þunna strimla og brúnið á pönnu, kryddið með salti og pipar og setjið í eldfast mót. Skerið gulrætur og lauk í þunnar sneiðar og mýkið á pönnunni í nokkrar mín- útur, bætið hrísgrjónunum út í og hitið þar til þau eru orðin glær. Setjið yfir kjötið í eldfasta mótinu. Grófsaxið apríkósur og blandið þeim saman við ásamt rúsínum og rifnum appelsínuberki og hellið safanum yfir. Leysið súputening- ana upp í vatni og hellið yfir. Setjið álpappír yfir og bakið í þrjátíu mínútur. Takið álpappírinn af og hrærið í. Látið standa í ofninum í tíu mínútur. Jógúrtsósa 2 dl jógúrt án ávaxta 1-2 hvítlauksrif Salt og pipar Steinselja Bollur 6 dl heilhveiti 3 tsk. vínsteinslyftiduft 1 msk. olía 100 g rifnar gulrætur 75 g rifinn ostur 50 g valhnetur 1 egg 2 dl volgt vatn Setjið í skál og hnoðið. Mótið bollur og bakið í 15 til 20 mínútur. FLJÓTLEGUR KJÖTRÉTTUR AUÐAR INGU með jógúrtsósu og bollum fyrir 4-6 „Þetta er kjötréttur sem ég nota mikið þegar ég fæ börnin mín í mat,“ segir Auður Inga Ingvars- dóttir listakona. „Og hann er svo fljótlegur. Ég skutla þessu bara inn í ofn og hann er tilbúinn.“ Auður Inga lýsir gerð réttarins þannig: „Ég geri kjötrétt sem í er hægt að nota kjúkling, svínakjöt eða lambakjöt,“ segir Auður Inga og heldur áfram: „Ég steiki kjötið á pönnu og set í eldfast mót. Svo set ég lauk og gulrætur á pönnuna og bæti hrísgrjónum við. Þetta er látið hitna vel þar til hrísgrjónin eru orðin glær og þá set ég apr- íkósur, rúsínur, appelsínubörk og appelsínusafa.“ Sýning Auðar Ingu, Botníur og borðfætur, verður opnuð á skör- inni í húsi Handverks og hönnun- ar í fógetahúsinu við Aðalstræti á morgun. „Botníur eru hlutir sem hafa enga fætur og sitja bara á botninum. Til að fá andstæður á móti fór ég að skoða fætur á ant- íkborðum. Ég gerði skálar og setti borðfætur undir.“ Listakonan sjálf verður við á milli fimm og sjö. Sýn- ingin stendur til 14. september. martaf@frettabladid.is Skutla kjötrétti í ofninn Listakonan Auður Inga Ingvarsdóttir er mikið fyrir heilsusamlegan mat. Hún gefur lesendum uppskrift að kjötrétti með gulrótum og lauk, hrísgrjónum, apríkósum og appelsínuberki sem vinsæll er á heimilinu. Auður Inga Ingvarsdóttir segist vera mikið fyrir heilsusamlegan mat og finnst sérstaklega gaman að baka brauð og bollur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VETRAROPNUNARTÍMI hófst í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum 18. ágúst. Frá og með þeim tíma er opið frá klukkan 10 til 17. Tækin verða opin út þessa viku en fara svo í vetrarfrí. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is frábært flugeldaútsýni til Reykjavíkurhafnar og næg bílastæði Perlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Góð tækifæ risgjöf! 4ra rétta tilboð · Lystauki — Hvala carpaccio · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku · · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Lambatvenna með steinseljurótarmauki og basil-myntu gljáa · · Kókoshnetu–tapioca með steiktu mangói og lychée sorbet · 7.290 kr. A u g lý s in g a s ím i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.