Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 25

Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 600 g beinlaust kjöt, kjúklingur, lamba- eða svínakjöt 2 msk. matarolía 3 gulrætur 1-2 laukar 4 dl hrísgrjón 75 g þurrkaðar apríkósur 50 g rúsínur 2 appelsínur, um 2 dl safi og börkur af einni appelsínu 2 grænmetisteningar 4 dl vatn Skerið kjötið í þunna strimla og brúnið á pönnu, kryddið með salti og pipar og setjið í eldfast mót. Skerið gulrætur og lauk í þunnar sneiðar og mýkið á pönnunni í nokkrar mín- útur, bætið hrísgrjónunum út í og hitið þar til þau eru orðin glær. Setjið yfir kjötið í eldfasta mótinu. Grófsaxið apríkósur og blandið þeim saman við ásamt rúsínum og rifnum appelsínuberki og hellið safanum yfir. Leysið súputening- ana upp í vatni og hellið yfir. Setjið álpappír yfir og bakið í þrjátíu mínútur. Takið álpappírinn af og hrærið í. Látið standa í ofninum í tíu mínútur. Jógúrtsósa 2 dl jógúrt án ávaxta 1-2 hvítlauksrif Salt og pipar Steinselja Bollur 6 dl heilhveiti 3 tsk. vínsteinslyftiduft 1 msk. olía 100 g rifnar gulrætur 75 g rifinn ostur 50 g valhnetur 1 egg 2 dl volgt vatn Setjið í skál og hnoðið. Mótið bollur og bakið í 15 til 20 mínútur. FLJÓTLEGUR KJÖTRÉTTUR AUÐAR INGU með jógúrtsósu og bollum fyrir 4-6 „Þetta er kjötréttur sem ég nota mikið þegar ég fæ börnin mín í mat,“ segir Auður Inga Ingvars- dóttir listakona. „Og hann er svo fljótlegur. Ég skutla þessu bara inn í ofn og hann er tilbúinn.“ Auður Inga lýsir gerð réttarins þannig: „Ég geri kjötrétt sem í er hægt að nota kjúkling, svínakjöt eða lambakjöt,“ segir Auður Inga og heldur áfram: „Ég steiki kjötið á pönnu og set í eldfast mót. Svo set ég lauk og gulrætur á pönnuna og bæti hrísgrjónum við. Þetta er látið hitna vel þar til hrísgrjónin eru orðin glær og þá set ég apr- íkósur, rúsínur, appelsínubörk og appelsínusafa.“ Sýning Auðar Ingu, Botníur og borðfætur, verður opnuð á skör- inni í húsi Handverks og hönnun- ar í fógetahúsinu við Aðalstræti á morgun. „Botníur eru hlutir sem hafa enga fætur og sitja bara á botninum. Til að fá andstæður á móti fór ég að skoða fætur á ant- íkborðum. Ég gerði skálar og setti borðfætur undir.“ Listakonan sjálf verður við á milli fimm og sjö. Sýn- ingin stendur til 14. september. martaf@frettabladid.is Skutla kjötrétti í ofninn Listakonan Auður Inga Ingvarsdóttir er mikið fyrir heilsusamlegan mat. Hún gefur lesendum uppskrift að kjötrétti með gulrótum og lauk, hrísgrjónum, apríkósum og appelsínuberki sem vinsæll er á heimilinu. Auður Inga Ingvarsdóttir segist vera mikið fyrir heilsusamlegan mat og finnst sérstaklega gaman að baka brauð og bollur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VETRAROPNUNARTÍMI hófst í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum 18. ágúst. Frá og með þeim tíma er opið frá klukkan 10 til 17. Tækin verða opin út þessa viku en fara svo í vetrarfrí. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is frábært flugeldaútsýni til Reykjavíkurhafnar og næg bílastæði Perlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Góð tækifæ risgjöf! 4ra rétta tilboð · Lystauki — Hvala carpaccio · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku · · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Lambatvenna með steinseljurótarmauki og basil-myntu gljáa · · Kókoshnetu–tapioca með steiktu mangói og lychée sorbet · 7.290 kr. A u g lý s in g a s ím i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.