Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 24
24 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Ég þakka svör Ólafs H. Helga-sonar og Guðmundar J. Guð- mundssonar við grein minni frá 30. júlí sl. Ekki get ég annað en brugðist við þó að það hafi í för með sér að enn víkur sögunni að því sem ég álít minniháttar vanda í skólakerfinu, þ.e. innritunarregl- um í framhaldsskóla. Ég ítreka að tíma okkar sem höfum áhuga á skólamálum væri mun betur varið í að ræða alvarlegri mál, svo sem þá staðreynd að mun færri nem- endur ljúka framhaldsskólanámi hér en eðlilegt getur talist. Sú staðreynd ein og sér ætti að duga til að sannfæra menn um að eitt- hvað er bogið við þá skipan skóla- mála sem við höfum vanist og aðkallandi að leita annarra leiða til að tryggja fleirum menntun. Ég varpaði fram þeirri hug- mynd (sem hvorki er sérlega frumleg né ný af nálinni) að okkur væri hollt að huga að fjölmenn- ingu og á þar við að meiri blöndun nemenda sem búa yfir mörgum og ólíkum styrkleikum væri hópnum í heild til hagsbóta. Í blaðagrein gefst ekki tækifæri til að vísa í heimildir og ég hef heldur ekki fleiri orð um þá skoðun Guðmund- ar að markviss fræðsla og áróður gefist betur þegar unnið er gegn fordómum heldur en að t.d. fólk af ólíkum uppruna vinni saman hlið við hlið – þar er ég einfaldlega hjartanlega ósammála. En fyrst að ég fullyrði að engu ungmenni sem er að ljúka grunnskólanámi sé vísað í lélegan skóla er rétt að staldra þar við. Hvernig er hægt að mæla gæði skóla? Ólafur telur að fjöldi umsókna sextán ára fólks um skólavist sé gildur mælikvarði. Með sama hætti mætti þá full- yrða að Michael Jackson sé besti tónlistarmaður mannkynssögunn- ar, Avatar og Titanic bestu kvik- myndirnar og Tilvitnanir í Maó formann engu ómerkara rit en Biblían og Kóraninn. Öllum má ljóst vera að við þetta er ýmislegt að athuga þó að margir hafi vilj- að kaupa vöruna. Þegar kemur að skólum verða málin nokkuð flók- in. Nauðsynlegt hlýtur að vera að skoða hvað nemendur koma með inn í framhaldsskólann í upphafi og bera það saman við það sem þeir koma með út. Nemandi með 8,5 eða hærra í meðaleinkunn eftir grunnskóla virðist óneitan- lega bókhneigður og ekki er ólík- legt að hann stefni á háskólanám. Engum framhaldsskóla getur veist erfitt að styðja hann á leið- inni þangað. Þá er eftir meirihluti íslenskra nemenda sem verðskulda meiri athygli en þeir almennt fá í umræðunni. Í mörgum skólum er unnið merkilegt starf við að laða fram styrkleika þeirra og gera þeim kleift að standa jafnfæt- is hinum í námi eða starfi þegar fram líða stundir. Þegar vel tekst til verða gífurlegar framfarir hjá mörgum nemendum á framhalds- skólaárunum og verður spenn- andi að sjá niðurstöður vandaðrar rannsóknar á því hvernig nemend- ur koma undirbúnir í háskóla úr hinum ýmsu skólum. En „menntun“ er víðfeðmt hugtak sem á ekki einungis við um undirbúning langskólanáms og því vafasamt að fullyrða að ein gerð skóla sé betri en önnur. Ætli reyndin sé ekki sú að flest- ir hafi eitthvað sér til ágætis og ef val nemenda um skólavist eftir grunnskóla væri upplýstara og byggði frekar á staðreyndum yrði dreifingin jafnari. Aldrei munu finnast innritunarreglur sem leiða til þess að allir nemendur komist inn í þann skóla sem þeir kjósa allra helst en í því felst ekki mikill harmleikur. Að fá skólavist er út af fyrir sig dýrmætt nú um stundir eins og þeir mörg hundr- uð eldri en átján ára sem hafn- að var í ár vita mætavel. 45% úr hverfinu er trúlega ágætur milli- vegur, svo framarlega sem skól- arnir bregðast ekki þeirri skyldu sinni að koma nemendum sínum til mennta með ráðum og dáð þó að með hverfishópnum slæðist inn einhverjir sem skólanum hugnast ekki við fyrstu sýn. Þegar upp er staðið er það allra ávinningur að saman í bekk séu bæði þeir sem hyggja á langskólanám og aðrir og er litrófið svo margslungið að fjöl- breytnin er næg þó að bílgreina- fólkið stormi í Borgarholt öðrum skólum fremur og verðandi kjöt- iðnaðarmenn í Kópavog. Meirihluti nemenda verðskuldar meiri athygli Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykja- vík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkur- höfn er loksins að verða almenn- ingsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborg- um, með skemmtilegum göngu- leiðum, veitingastöðum, kaffi- húsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikil- vægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tug- þúsundir fara nú í hvalaskoðun- arferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífs- gæði hafnarsvæðisins, með svo- lítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þró- unin og hefur átt sér stað í höfn- inni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svip- uðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifan- um og hvalaskoðunarfyrirtæk- inu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjart- an Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Eng- inn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnu- líf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minja- gripaverslun, endalausum hótel- um og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veg- inn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipa- hafna og ferðaþjónustu; veitinga- húsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyr- irtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiði- báta, skemmtiferðaskipa og segl- skútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi tak- ast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfis- stefnu fyrir fyrirtækið. Í greinar- gerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverk- efni, frárennslismál, reglur varð- andi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðu- skipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverf- isþáttum“. Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald“ um afmarkaða rekstr- arþætti fyrirtækisins. Heildar- umhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxa- flóahafnir geti fengið viður- kennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafn- anna, útgerð, ferðaþjónustu, fisk- vinnslufyrirtækja, flutningafyr- irtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtæk- isins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milli- liðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í land- inu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Lífsgæði hafnarsvæðisins Hvaða grundvallarreglur eiga að gilda um íslenskt samfé- lag, land þess, loft og mið? Á hvaða grunni eiga öll lög, reglur og sam- skipti þjóðarinnar að hvíla? Á komandi vikum og mánuð- um verður mikið um þetta fjallað því kosið verður til STJÓRN-laga- þings, sem á að skila tillögum um nýja STJÓRNAR-skrá er verður svo lögð í dóm þjóðarinnar eftir umfjöllun og afgreiðslu Alþingis. Fyrir utan STJÓRNAR-ráðið er stytta af Kristjáni KONUNGI hinum níunda með útrétta hægri hönd sína og í henni er STJÓRN- AR-skrá, sem sett var af honum einum árið 1874. Þessa STJÓRNAR-skrá (með síðari breytingum) ætlum við nú að taka til gagngerrar endurskoð- unar, vonandi með auknu tilliti til mannréttinda, atvinnufrelsis og lýðræðis. Látum það verða okkar fyrsta verk í þessari vinnu að skipta um heiti á grundvallarreglunum, til þess að auka meðvitund okkar um hið helga markmið og tilgang breytinganna. Það fyrirkomulag sem við ætlum að hafa fyrir grunn laga okkar ætti ekki að bera núverandi heiti heldur miklu frekar „Grund- vallarreglur íslensku þjóðarinnar“ enda gefur það frekar til kynna að reglurnar eru sóttar til samkomu- lags meðal þegnanna. Athugum það að þetta orð STJÓRNAR-skrá er mjög gildishlaðið og ber það alls ekki í sér þá hugsun að vald- ið komi frá þjóðinni heldur miklu fremur frá gamla kónginum, ráð- herrum, stjórnarráðum og öðrum valdhöfum. Því viljum við breyta. Grundvallarreglur þjóðar eða stjórnar- skrá lýðveldisins Borgarmál Hjálmar Sveinsson stjórnarformaður Faxaflóahafna Menntamál Súsanna Margrét Gestsdóttir kennari Stjórnmál Karl V. Matthíasson vímuvarnaprestur AF NETINU Þjórsárver - umdeildur fjársjóður Landsvirkjun hefur þegar unnið óbætanlegt skemmdarverk á stóru fossunum í Gljúfurleit og með því að virkja frekar við Norðlingaöldu yrðu þeir endanlega þurrkaðir. Ég veit að Landsvirkjun mjálmar eitthvað um „tímabundið verði dregið úr rennsli“ í Gljúfurleit. Það var líka sagt fyrir austan þegar Eyjabakkastífla var reist og jarmað um að tíma- bundið drægi úr rennsli í farvegi Jökulsár á Fljótsdal. Staðreyndin er sú að farvegurinn í Fljótsdal stendur þurr allt sumarið og hinir risavöxnu fossar engum sýnilegir yfir ferðamannatímann. Við viljum ekki sjá Hvanngiljafoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss hljóta sömu örlög.Það er undarlegt að sjá óvini náttúrunnar úr flestum stjórnmálaflokkum reyna að tuldra þetta þarfa framtak ráðherrans í kaf og draga úr samstöðunni um friðun Þjórsárvera. blog.eyjan.is/pallasgeir Páll Ásgeir Ásgeirsson Ný námskeið að hefjast Jóga stúdíó hefur opnað á nýjum stað að Seljavegi 2 Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 23. ágúst Hot jóganámskeið hefst þriðjudaginn 24. ágúst Krakkajóga 2-4 ára hefst mánudaginn 23. ágúst Krakkajóga 5-7 ára hefst miðvikudaginn 25. ágúst Krakkajóga 8-12 ára hefst fi mtudaginn 26. ágúst Nánari upplýsingar á jogastudio.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.