Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 48
32 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Samkvæmt vefsíðu Empire-kvikmyndaritsins eru Simon Pegg og Nick Frost með nýja gamanmynd í smíðum. Pegg og Frost slógu eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Shaun of the Dead sem þótti drep- fyndin. Hot Fuzz fylgdi í kjölfarið sem var ekkert síðri og nú er semsagt ný mynd með þessum grín- dúett í smíðum. Myndin ku fjalla um tvo Breta sem ákveða að skella sér í vegaferð um Bandaríkin. Aðalmálið er þó að komast á nördahátíðina Comic Con en þangað safnast allir þeir fullorðnu karlmenn sem hafa einlægan áhuga á myndasögum og öllu sem tengist þeim. Bretarnir tveir eru forfallnir geimverufíklar og bregður heldur betur í brún þegar þeir keyra fram hjá hinu fræga svæði númer 51 en þar segir sagan að bandaríski herinn geymi nokkuð áþreifanlegar sannanir um tilvist geimvera. Þeir rekast nefnilega á geimveruna Paul sem þeir ákveða að hjálpa að komast til síns heima. Seth Rogen talar fyrir geim- veruna Paul en meðal annarra leikara má nefna Sig- ourney Weaver, Jason Bateman og Blythe Danner. Dúett hjálpar geimveru heim HEIT TVENNA Simon Pegg og Nick Frost eru að gera stjörnum- prýdda gamanmynd um týnda geimveru. Kynbomban Jenny McCarthy, sem nýlega sleit sam- bandi sínu við leikarann Jim Carrey, hefur nú fundið sér nýjan leikfélaga einungis fjórum mánuðum eftir að hún hvarf úr lífi Carreys. Bomban sást með óþekktum manni í Los Angeles í maí og hefur nú staðfest að hún hafi verið að hitta Jason Toohey í um tvo mánuði. Síðastliðna helgi sást til þeirra í samkvæmi í Las Vegas og virtust þau ekkert reyna að fela tilfinning- ar sínar hvort til annars. Jenny komin með nýjan JENNY MCCARTHY Tónlistarhátíðin Airwaves hefst eftir rúma tvo mánuði og þegar hafa verið staðfest nöfn um hundrað hljómsveita sem koma fram á hátíðinni. Airwaives hefur verið ein vinsælasta tónlistahátíð landsins allt frá upphafi og reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að miðar á hátíðina seljast upp tals- vert fyrir upphaf hátíðarinnar. Líkt og fyrri ár munu margar áhugaverðar hljómsveitir troða upp á hátíðinni í okt- óber. Má þar nefna sveitir á borð við hina kanadísku Timber Timbre, Angel Der- adoorian, Dimond Rings, Alex Metric og íslensku sveitina Sin Fang auk fjölda ann- arra. Í ár koma einnig í fyrsta sinn fram listamenn frá Finnlandi, Grænlandi og Grikklandi sem þykja skemmtileg tíðindi. Opinberir tónleikastaðir hátíðarinn- ar eru sem áður Listasafn Reykjavíkur, Nasa, Iðnó, Sódóma og Faktorý auk ann- ara tónleika- og skemmtistaða. Umfangs- mikil utandagskrá er einnig í gangi líkt og fyrri ár og taka bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn þátt í þeirri dag- skrá. Forsala miða hefur gengið vel en frá og með 1. september hækkar miðaverð og mun það haldast óbreytt á meðan miðar eru til. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandair- waves.com. Fleiri nöfn staðfest á Airwaves ALEX METRIC Breski tónlistarmaðurinn Alex Metric er á meðal þeirra erlendu tónlistar- manna sem koma fram á Airwaves í ár. Söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld býður gestum og gangandi að fagna með sér á menningarnótt. „Ég geri oft eitthvað til að taka þátt í hátíðarhöldunum og nú er ég með svo hentugt port að ég ákvað að breyta því í skemmti- legan stað til að hanga á og taka á móti gestum og gangandi,“ segir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld. Hún heldur markað í portinu hjá sér á menningarnótt og verður einnig með glæsilega tónleika- röð þar sem tónlistarmenn á borð við Future grapher, Frank Mur- der, Quadr uplos, Bob Justman og fleiri munu stíga á svið. Inn á milli tónlistaratriða munu svo plötusnúðar sjá um að skemmta gestum með góðri tónlist. Rósa hefur eytt miklum tíma úti í umræddu porti ásamt lista- mönnunum Anik Todd og Unu Stígsdóttur þar sem verið er að skreyta og undirbúa fyrir helg- ina. „Markaðurinn byrjar upp úr hádegi og eftir það ætla ég að reyna að skella í einhverjar sam- lokur og kannski hummus líka. Ég veit samt ekki hvað ég næ að gera mikið, ég er eiginlega að renna út á tíma,“ segir Rósa og hlær. Hún segist hafa gert nokk- uð svipað á Þorláksmessu síðustu ár. „Kaffihúsin eru alltaf troðfull á þessum dögum og þá er enginn staður til að setjast niður með vinum og fjölskyldu. Ég ákvað því að hafa opið hús heima hjá mér á Þorláksmessu, bjóða upp á kaffi og kakó og fá fólkið til mín. Nú er bara að biðja fyrir veðrinu og vona að það rigni ekki á laug- ardaginn,“ segir hún að lokum kampakát. Fjörið fer fram í porti við Hverfisgötu 98, gengið er inn við hliðina á veitingastaðnum Arg- entínu. Markaðurinn hefst klukk- an 12.00 en tónleikarnir klukkan 15.00. sara@frettabladid.is Rósa Birgitta stendur í ströngu á menningarnótt GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR Rósa Birgitta, Anik og Una standa í ströngu við að klára að gera portið tilbúið fyrir laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > HVETUR FÓLK TIL AÐ HJÁLPA PAKISTAN Leikkonan Angelina Jolie not- aði tækifærið og vakti athygli heimsbyggðarinnar á hrikaleg- um aðstæðum fórnarlamba flóðanna í Pakistan þegar hún var við kynningar á nýjustu mynd sinni Salt í Evrópu. Jolie hefur nú þegar gefið 100.000 dollara eða ellefu milljónir íslenskra króna til Pakistan. Sími 420 2500 l skolamatur.is Hollt, gott og heimilislegt Færð þú skólamat? TI L B O Ð G I L D A T I L O G M E Ð 31. Á G Ú S T SKIPTIBÓKAMARKAÐUR Ótrúlegur -20% VI Ð HÖF U M L ÆK K A Ð V E R Ð Á ÖL LU M SK I P TI B ÓKU M H JÁ EY MU N D S S ON U M H EI L T U T T UGU PRÓ SEN T! LÍ K A Á N ETI N U - EY MU N D S S ON.I S ÓT RÚ L E GT Ú RVA L O G Ó T RÚ L E GT V E R Ð! A pparatus P ilatæ PÍ L AT USA RGA NGV ERK I ÐMY N D X V I I . MCCXVII Sálin er það líffæri sem endist einna styst af þeim sem mannslíkaminn geymir. Ef sálin er fullnýtt eða úr sér gengin er hægt að framkvæma sálarskipti. Til þess er notað sérstakt verkfæri sem nefnist Pílatusargangverkið. Ótrúlegt.  Í Eymundsson færðu skiptibækur með sál á 20% afslætti. Skiptu þínum bókum á skiptibókamarkaði Eymundsson. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.