Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 4
4 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Laun þeirra 100 tekjuhæstu frá árinu 2000* Ár Laun þús.kr./mán. Breyting frá fyrra ári 2000 2.869 10,7% 2001 2.530 -11,8% 2002 2.840 12,3% 2003 3.427 20,7% 2004 4.462 30,2% 2005 6.578 47,4% 2006 7.516 14,3% 2007 11.234 49,5% 2008 7.182 -36,1% 2009 5.019 -30,1% * Samkvæmt rannsókn Þjóðmálastofnunar HÍ á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar.Kvikmynd Herberts Sveinbjörnssonar sem sýnd verður á Haðarstíg á menn- ingarnótt heitir Sjónarhorn en ekki Hjónakorn eins og stóð í Fréttablað- inu í gær. Villa leyndist í grafi sem birtist með frétt um fólksfækkun á Íslandi á mið- vikudag. Í grafinu stóð að Íslendingar hefðu verið 84.528 árið 1890 en þar átti að standa 70.581. LEIÐRÉTTINGAR LAUNAMÁL Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljón- ir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmála- stofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekju- þega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stef- án Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekj- ur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaup- máttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekju- hæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhóps- ins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta geng- ið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir,“ segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjár- magnstekjur séu þar undanskild- ar. „Tölur Frjálsrar verslunar van- Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Meðallaun 100 launahæstu Íslendinganna voru um fimm milljónir á mánuði árið 2009 og höfðu lækkað úr rúmum 11 milljónum árið 2007. Fjármagnstekjur vantar inn í heildarmyndina, segir Þjóðmálastofnun Háskólans. BREITT BIL Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN meta því hæstu tekjur Íslendinga verulega,“ segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðal- tali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þró- ast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. peturg@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 29° 24° 21° 28° 26° 20° 20° 24° 23° 31° 31° 35° 19° 29° 16° 21°Á MORGUN Strekkingur vestast og austast annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingsvindur nokkuð víða. 8 11 7 8 12 7 8 8 12 11 11 11 11 9 8 9 9 11 13 7 5 7 4 10 7 10 9 5 5 5 108KÓLNAR Það kólnar um helgina og má búast við að hit- inn falli niður fyrir 10 stig um landið norðanvert en verði á bilinu 10 til 15 stig að deginum til sunnanlands. Það rignir norðan- og austanlands og bætir í úrkomuna eftir því sem á helgina líður. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn hefur gert samning um þjónustu við sjúklinga frá Færeyjum og sam- kvæmt honum verður sjúklingum þaðan, sem þurfa að leita sér lækn- inga utan Færeyja, vísað til Land- spítalans til jafns við önnur norræn háskólasjúkrahús. Um er að ræða rammasamning um sölu sjúkrahúsþjónustu Land- spítala. Kaupandi er færeyska heil- brigðisráðuneytið fyrir hönd lands- samtaka sjúkrahúsa í Færeyjum. Samningurinn nær til hvers konar sjúkrahúsþjónustu. Þetta er fyrsti samningurinn sem gerður er við annað land um alhliða sjúkrahúsþjónustu á Íslandi og skapar grundvöll að frekara sam- starfi, til dæmis um meðferð sjald- gæfra sjúkdóma. Hann stuðlar að meiri nýtingu mjög dýrra tækja og búnaðar og hraðari endurnýjunar á honum. Samningurinn getur líka aukið möguleika Landspítalans á að taka upp nýja þjónustu sem áður hefur verið veitt erlendis þar sem fleiri sjúklingum stæði hún til boða nú en áður. Þannig geta líka skapast tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk með sérstaka þjálfun að flytja heim til Íslands og fá starf við hæfi. - shá Landspítalinn tekur við færeyskum sjúklingum eftir gerð tímamótasamnings: Tímamót í læknisþjónustu UNDIRRITUN Í FÆREYJUM Björn Zoëga, forstjóri LSH, og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra undirrita samninginn fyrir hönd Íslands. MYND/LSH HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á að hrossapestin, sem herjað hefur á hesta hér á landi undan- farið, smiti menn, hunda og ketti. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Dæmi eru um streptókokka- sýkingar hjá hestamönnum og rannsakað er hvort þeir hafi smitast af hestum sínum. Frétta- stofan ræddi við Sigríði Björns- dóttur, dýralækni hrossasjúk- dóma hjá Matvælastofnun, sem staðfestir að verið sé að rann- saka sýni með tilliti til þess hvort pestin hafi borist á milli. Sigríður segir að enn taki nokkrar vikur að greina sýnin. Þau sem eru úr ferfætlingun- um séu til skoðunar í Tilrauna- stöðinni að Keldum en það sé í höndum heimilislækna að greina menn. - shá Sýni rannsökuð á Keldum: Hrossapest geti smitast í menn HESTAMENN Ekki er útilokað að hrossa- pestin geti borist í menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INNBROT Brotist var inn í félagsað- stöðu aldraðra á Álftanesi á þriðju- dagsmorgun og stolið þaðan flat- skjá. Guðrún Jónsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Álftanesi, segir tilfinningalegt tjón hafa hlot- ist af verknaðinum, sem og fjár- hagslegt, í samtali við Vísi. TM tryggir félagið en Guðrún segist ekki vera bjartsýn á að fá tjónið bætt. Hún segir djáknann í umdæminu hafa ætlað að halda bíósýningar fyrir félagsmenn einu sinni í mánuði í vetur, en nú verði líklega ekkert úr því. Hún segir verknaðinn lágkúrulegan og skor- ar á þann sem tók flatskjáinn að skila honum. - sv Innbrot á Álftanesi: Flatskjá félags aldraðra stolið SJÁVARÚTVEGUR Síldveiðin hefur verið kaflaskipt eftir að veiðar hóf- ust á ný hjá skipum HB Granda. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eftir frí um verslunarmannahelg- ina veiddist lítið en góðar torfur gáfu tímabundið góðan afla. Dálít- ið er af makríl í síldaraflanum en þegar Ingunn AK hætti veiðum var hún komin hátt í 200 mílur austur af Vopnafirði. Síldin sem veiðst hefur að und- anförnu er af ágætri millistærð eða um 230 til 240 grömm að þyngd. - shá Norsk-íslenska síldin: Kaflaskipt veiði sem af er ágúst BRETLAND, AP Skyldi einhver hafa prófað að setja viskí á bens- íntankinn? Vísindamenn við Napier-háskólann í Edinburgh hafa prófað það, að eigin sögn með góðum árangri. Þeir hafa framleitt svonefnt bútanól-eldsneyti úr dreggjum og úrgangi frá eimingu skosks viskís. Eldsneytið segja þeir not- hæft í venjulegar bifreiðar, með óbreyttum vélum. Kosturinn við þetta er ekki síst að eldsneytið er framleitt úr úrgangi annarrar framleiðslu. Því þarf ekki að rækta sérstak- lega jurtir til framleiðslunnar. - gb Vísindamenn í Skotlandi nýta: Eldsneyti fram- leitt úr áfengi 18 mánuðir fyrir nauðgun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði konu á heimili hennar í janúar og gat hún ekki varist sökum ölvunar og svefndrunga. DÓMSMÁL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 19.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,0051 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,28 119,84 186,57 187,47 153,04 153,90 20,538 20,658 19,345 19,459 16,207 16,301 1,3936 1,4018 180,55 181,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.