Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 44
28 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú hefur nóg að gera, sé ég. Yfirdrifið nóg, ég hefði raunar alveg not fyrir smá aðstoð, hvað segirðu um það? Ertu að meina vinnu? Já, aðeins að taka til og sortera og þú mátt vera í þungarokks- deildinni. Hljómar mjög freistandi en ég þrífst best annars staðar. Og hvar er það? Heima. Ó, já, það er sko staðurinn. Ég hef verið þar, alveg frá- bær staður! Hmm … Þú mátt fá hvað sem er. Er það? ÉG ætla að fá efnahagslegt sjálfstæði og eigin íbúð. Ég vildi óska þess að þú talaðir ekki með fullan munn. Beygðu til vinstri á ljósunum, haltu þig síðan á hægri akrein og beygðu til hægri við næstu gatnamót. Erum við núna komin! Erum við núna komin! Ái, Ái, Ái, Ái, Ái, Ái, ÁiGa! Ga! Ga! Ga! Ga! Ga! Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. MÉR líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið. ÞAÐ er mjög erfitt að vera fúll þegar hægt er að vera berfætt í skónum frá því í byrjun maí og fram í septemberlok, börn hlaupa um í kæruleysislegum sumarfötum, sokkabuxnalaus og allt, sumarkjólarn- ir sem áður var splæst í fyrir sólar- ströndina fara nú í bæinn dag eftir dag án þess að teljandi viljastyrkur þurfi að koma til og allir svo kátir. BLESSUÐ sólin elskar allt, allt með kossi vekur, einkum þó gleðina í Íslendingshjartanu. OG það þótt kossar hennar geti verið banvænir. Ég man ekki eftir því þegar ég var lítil að nokkrum hafi dottið í hug að smyrja börn sólarvörn áður en þau voru send í skóla eða leik- skóla. Ég man heldur ekki eftir mörgum dögum í röð þar sem ekki var þörf á að vera í úlpu eða að minnsta kosti þykkri peysu. Ég man reyndar eftir því að malbik- ið bráðnaði einu sinni í götunni en ég skrifa það á gæði malbiksins frekar en styrk sól- arinnar. VEÐRIÐ er loksins orðið gott. Frá því á söguöld, þegar hunang draup af greinum risavaxinna trjáa sem þöktu landið þannig að hægt var að sveifla sér milli fjalls og fjöru án þess að snerta jörð, hefur ekki verið jafngott veður á Íslandi. Draumurinn sem við þorðum ekki að láta okkur dreyma í torfbæjunum og varla í bárujárnshúsun- um hefur ræst. OG hver nennir þá að vera fúll og röfla um hlýnun jarðar, ofsaþurrka og öfgakenndar rigningar í öðrum löndum? Hver nennir að hafa áhyggjur af mengun, fjölda einkabíla, hveitiskorti vegna skógarelda sem skapast af ofsaþurrki og fólki sem deyr úr hita eða hungri úti um allar trissur vegna þess að loftslagið hjá því er að breytast? Það var gott veður hjá öðrum öldum saman. Nú er komið að okkur. ENDA er ekkert sem við getum gert í þessu. Hver á að hægja á hlýnun jarðar og hjálpa hungruðum heimi? Er það ég? Já, kannski ert það bara þú. Taktu fram hjólið þitt, nú er einmitt veðrið til þess. Loksins kom góða veðrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.