Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 30
2 föstudagur 20. ágúst núna ✽ Úr nógu að velja augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 KROPPAMYNDIR Litadýrðin var mikil á árlegri líkamsmálningarhátíð sem haldin var í Mersham á Englandi í vikunni. Veður var gott, þátttakend- um til heilla, enda nánast á Evuklæð- unum undir málningarhamnum. NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Ég ætla að halda flóamarkað með Elmu Lísu systur á menningardag á Lindar- götu 6. Við verðum með fullt af flottum fötum. Svo ætla ég í afmæli og út að borða með vinkonum í tilefni þess að ég er að fara aftur heim til Lúxemburg. Það verður nóg að gera um helgina hjá mér og fullt af skemmtilegu fólki að hitta. Á menningarnótt verður uppboð á verkum allra þeirra 25 lista- manna sem reka Gallery Crymo á Laugavegi 41. Féð sem safnast fer beint í kaup á kennitölu fyrir gall- eríið. „Það verður karnivalstemn- ing hjá okkur allan daginn. Við skiptum verkunum í verðflokka, 5, 10 og 15 þúsund, sem verða upphafsboð. Í kringum uppboðið verða svo ýmiss konar viðburðir, til dæmis hljómsveitir að spila og fatamarkaður á staðnum,“ segir Una Baldvinsdóttir, ein lista- mannanna sem standa að Gall- ery Crymo. Fram að þessu hefur galleríið ekki haft kennitölu, en með aukn- um umsvifum listamannanna og ferðum til útlanda, og aukinni skriffinnsku sem því fylgir, verð- ur æ nauðsynlegra að hafa kenni- tölu utan um batteríið. Þessu til viðbótar opna lista- mennirnir Sindri Már Sigfússon, Ingibjörg Birgisdóttir, Örvar Þóreyj- arson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndlistarsýninguna „Innfædd- ir kynna: Handverkshatrið 2010“ í galleríinu á menningarnótt. Uppboðið hefst klukkan 15 og stendur fram eftir kvöldi. - hhs Pökkuð dagskrá í Gallery Crymo á menningarnótt: Kennitöluuppboð Í Gallery Crymo Þorgerður Ólafsdóttir er ein listamannanna sem standa að baki Gallery Crymo, þar sem verður nóg um að vera á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Y fir þrjátíu listamenn – tón-listarmenn, myndlistarmenn, gjörningalistamenn og fleiri – taka þátt í Festisvalli í Hjartagarð- inum á menningarnótt. Hjarta- garðurinn er á bak við Hemma & Valda á Laugavegi 21 og hafa næmir vegfarendur fundið fyrir miklu lífi þar undanfarna viku, enda hafa listamennirnir unnið þar kvölds og morgna að undir- búningi Festi svallsins. „Við erum búin að vera að frá því á mánu- daginn. Við fengum afnot af rými Hverfisgötumegin í garðinum, þar sem Gallerí Bosnía var um tíma. Við höfum verið að vinna í því og garðinum sjálfum,“ segir Árni Már Erlingsson myndlistarmaður og einn skipuleggjenda viðburðar- ins. „Svo eru fleiri listamenn sem hafa verið að vinna í sínum eigin rýmum sem eiga eftir að koma með verk sín hingað. Hugmynd- in er að hafa mikinn festivalbrag á þessu öllu saman, og verkin verða öll með vísun í það. Þetta eru meðal annars veggmálverk, skúlptúrar, ljósmyndaverk, slide- show á tjaldi. Sjálfur er ég að gera diskóbíl sem hátíðargestir geta fengið að prófa.“ Meðal annarra vægast sagt áhugaverðra verka má nefna gjörning listakonunnar Bryndísar Björnsdóttur. Mun þar koma við sögu slátur úr hennar eigin blóði og reynist orðrómurinn sannur mun hátíðargestum gefast tæki- færi til að smakka á því. Sýningin verður formlega opnuð klukkan þrjú en frá klukk- an 1 og fram að því verða tónleik- ar í garðinum þar sem fram koma hljómsveitirnar Bárujárn, Orphic Oxtra, DJ Flugvélar og Geimskip og Berndsen. Frá hádegi og til klukk- an fimm verður líka eins árs af- mælismarkaður PopUp á staðn- um, þar sem hægt verður að gera góð kaup og versla milliliðalaust af hönnuðum. - hhs Slátur úr blóði listakonu er eitt af því sem í boði verður á listahátíðinni Festisvall á menningarnótt: FESTIVALSTEMNING Í HJARTAGARÐINUM Hluti Festisvallsfólksins Meira en þrjátíu listamenn taka þátt í Festisvalli í Hjartagarðinum á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNINGARNÓTT Í FLASH Kápur áður 24.990 Nú 14.990 St. 38-48 Kjólar og skokkar margar gerð áður 16.990 Nú 12.990 St. 38-48 Gildir bæði föstudag og laugardag Opið til kl 22 laugardagur SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.