Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 26

Fréttablaðið - 20.08.2010, Side 26
 20. ágúst 2 KVIKMYNDIN SJÓNARHORN eftir Herbert Sveinbjörnsson, sem tekin var upp á tónleikum menningarnætur árið 2008, verður sýnd í Litla- Garði við Haðarstíg á menningarnótt, á hátíð sem íbúar götunnar standa fyrir frá klukkan 16 til 19. „Hún Akureyri stóðst ekki mátið þegar Reykjavík bauð henni að koma suður sem gestur menn- ingarnætur, þrátt fyrir að vera í óðaönn að undirbúa sína eigin „menningarnótt“ að viku lið- inni, sem er Akureyrarvakan. Þá verður ævintýri að koma norður og upplifa töfrandi ágúströkkrið umlykja fjörlegan bæinn,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmda- stjóri Akureyrarstofu, inntur eftir áformum Akureyringa á menningarnótt. „Akureyringar verða á víð og dreif með brot af því besta sem þeir eiga. Við byrjum klukkan 13 í Íslandstjaldinu á leiðtogafundi bæjarstjóra og borgarstjóra, en bæjarstjórinn hefur með sér leyndardómsfulla gjöf, sem er í senn nytsamleg og falleg, og alveg sérstaklega norðlensk,“ segir Þórgnýr með leyndarljóma í augum. „Liðlangan daginn munum við svo viðra bæjarlistamenn okkar. Björn Þorláksson rithöfundur les í Eymundsson Austurstræti kl. 15 og 16.30. Í betri stofu Iðnó má svo hlýða á akureyrska tóna klukkan 16 og 20; fyrst leik- og söngkon- una Jönu Maríu flytja lög Helenu Eyjólfsdóttur og um kvöldið Akur- eyrarsöngtríóið Les Triples sem flytur gullin lög sveipuð dýrðar- ljóma, borin fram með rjóma. Að lokum trylla borgarlýðinn leikarar Leikfélags Akureyrar með atriði úr Rocky Horror á stóra sviðinu við Arnarhól klukkan 22,“ segir Þórgnýr, sem er innfluttur Akur- eyringur frá Siglufirði og hlakkar mikið til borgarferðarinnar. „Ég bjó á námsárunum í Reykja- vík og fannst alveg frábært. Ég hef alltaf kunnað vel við borgina og ekki síst miðbæinn þar sem sitthvað kallast á við Akureyri; þessi kunnugleiki og hlýlegheit. Höfuðstaðirnir tveir eiga sam- eiginlegt að vera ótrúlega magn- aðir miðað við smæð og báðir koma erlendum gestum verulega í opna skjöldu. Báðir hafa löng- un til að geyma öll lífsins gæði og minna svolítið á félagsheimilið í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu; eru smáir utan frá séð en þegar inn kemur er hátt til lofts, vítt til veggja og rosa mikið um að vera. Í þannig félagsheimilum eru forréttindi að búa,“ segir Þórgnýr og bætir við: „En á Akureyri er umfram allt meiri tími. Tíminn flýgur hraðar en nokkru sinni, en hér hinkrar hann aðeins eftir manni.“ thordis@frettabladid.is Tíminn hinkrar í norðri Höfuðstaður hins bjarta norðurs verður sparigestur menningarnætur í ár, en það er í fyrsta sinn sem Akureyringar koma færandi hendi með menningu sína, gjafir og gleði handa afmælisbarninu Reykjavík. Þórgnýr Dýrfjörð fyrir utan nýja og glæsilega menningarhúsið Hof sem vígt verður á Akureyri um aðra helgi, en utan á húsinu hangir þetta fallega skilti með tilvitnun í Matthías Jochumsson: „Heil og blessuð Akureyri, Eyfirðinga höfuðból.“ MYND/HEIÐA 60–80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM ST. 36-52 Næstsíðasti dagur útsölu! Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. LILA - push up í A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- SPLUNKUNÝTT FYRIR HELGINA: OG ÞEIR ERU ENN GLÆSILEGRI Í HENDI !! teg. LILA - push up fyrir þær stærri í C,D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 7.680,- K R A FT A V E R K S k ó l a v ö r ð u s t í g 7 • 1 0 1 R e y k j a v í k • S í m i 5 5 1 5 8 1 4 • www.th . i s Frá fi mmtudeginum 19.08 til laugardags 21.08 fitness Nýjasta fitubrennsluæðið í heiminum! N O R D I C A S P A ZUMBA-fitness: Mikil fitubrennsla, eykur þol og líkamlegan styrk Lögun líkamans breytist ótrúlega hratt Eykur brennslu og meltingu Mikil áhersla á maga- og mjaðmasvæði LATIN-tónlist (salsa, samba, cha,cha, merengue ofl.) Auðveld dansspor og æfingar sem allir geta fylgt Fyrir allan aldur Danskennari: Marta G. Ómarsdóttir Tveir fastir tímar í viku kl.19.30 (mán./mið.) og (þri./fim.) Aðgangur að tækjasal, öllum opnum tímum og heilsulindinni okkar Verð kr. 19.900,- Sími 444 5090 w w w . n o r d i c a s p a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.