Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 22
22 18. september 2010 LAUGARDAGUR
F
yrir sex árum gerðist það
í Litháen að Rolandas
Paksas forseti var dæmd-
ur til embættismissis,
fyrstur evrópskra þjóð-
höfðingja. Paksas vann
sér það til sakar að hafa veitt rúss-
neskum auðkýfingi ríkisborgararétt
í Litháen, en sá hafði áður gefið stór-
fé í kosningasjóð Paksas.
Rannsókn lögreglunnar í Litháen
leiddi í ljós að Rússinn, sem heitir
Júrí Borisov, hafði vafasöm tengsl
við rússnesku mafíuna og var hann
síðar sviptur ríkisborgararéttin-
um.
Misjafnt fyrirkomulag
Sjaldgæft er að æðstu embætt-
ismenn þjóða séu dregnir fyrir
dómstóla fyrir brot í embætti eða
önnur alvarleg afbrot. Í stjórnskip-
an flestra landa er þó gert ráð fyrir
slíkum málaferlum, og þá eru oft
sérstakir dómstólar til reiðu þegar
slík mál koma upp.
Á Norðurlöndunum er fyrirkomu-
lagið víðast hvar svipað landsdómi
hér á landi. Í Svíþjóð var landsdóm-
ur reyndar lagður niður með stjórn-
arskrárbreytingu árið 1975, en hin
Norðurlöndin eru öll ennþá með
landsdóm.
Svíar urðu reyndar fyrstir til þess
að setja lög um landsdóm, eða strax
árið 1772, stuttu eftir að Gústav III.
náði völdum. Sænski landsdómurinn
varð síðan fyrirmynd slíkra dóm-
stóla á hinum Norðurlöndunum.
Fyrirkomulag málaferla gegn
æðstu embættismönnum er mis-
jafnt eftir löndum. Í Svíþjóð var
það hæstiréttur sem tók við hlut-
verki landsdóms þegar hann var
lagður niður. Í Þýskalandi er sér-
stakur stjórnlagadómstóll, sem
einnig fjallar um mál sem höfðuð
eru gegn forseta landsins. Í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og víðar er það
hins vegar efri deild þjóðþingsins
sem dæmir í málum af þessu tagi,
en neðri deildin fer með ákæru-
valdið. Víðast hvar er ekki hægt að
áfrýja úrskurði í slíkum málum til
annarra dómstóla, og sums staðar
er sérstaklega tekið fram í lögum að
náðun sé ekki möguleg.
Sigur lýðræðis
Í Lettlandi var máli Paksas vísað til
stjórnlagadómstóls, sem komst að
þeirri niðurstöðu að forsetinn hefði
gerst sekur um þrenns konar brot
gegn stjórnarskránni, sem hann
hafði svarið embættiseið að. Í beinu
framhaldi af þessum úrskurði sam-
þykkti þjóðþingið að víkja honum úr
embætti.
Stjórnmálamenn í Lettlandi fögn-
uðu margir hverjir þessari niður-
stöðu, sögðu hana sigur fyrir hið
unga lýðræði landsins eftir að það
braust undan oki Sovétríkjanna og
sönnun þess að lýðræðið stæði ekki
á brauðfótum.
Paksas var reyndar ekki af baki
dottinn og hugðist bjóða sig fram
til forseta strax í næstu kosning-
um, en þjóðþingið tók þá til bragðs
að breyta kosningalögum þannig að
forseti, sem dæmdur hefur verið til
embættismissis, má ekki bjóða sig
fram næstu fimm árin á eftir.
Paksas er enn leiðtogi stjórnmála-
flokksins Regla og réttlæti, flokks
frjálslyndra hægrimanna sem hann
stofnaði sjálfur árið 2002, en sá
flokkur byggir tilveru sína reyndar
að verulegu leyti á vinsældum Paks-
as, sem enn á töluvert persónufylgi
í landinu.
Tamílamálið
Eitt þekktasta dæmið um beitingu
landsdóms á Norðurlöndunum á
seinni árum tengist tamílamálinu
svonefnda í Danmörku. Árið 1995
var Erik Ninn-Hansen, dómsmála-
ráðherra í hægristjórn Pouls Schlüt-
er, dæmdur af landsdómi í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir brot gegn lögum um ráðherra-
ábyrgð.
Hann hafði sagt af sér embætti
strax árið 1989 þegar málið komst
í hámæli í fjölmiðlum og ríkis-
stjórn Schlüters sagði af sér árið
1993 þegar þingið samþykkti að
kalla saman landsdóm vegna þessa
máls.
Sök Ninn-Hansens var sú að hafa
komið í veg fyrir að fjölskyldur tam-
íla í Danmörku fengju nána ættingja
sína frá Srí Lanka, þar sem harðví-
tug borgarstyrjöld stóð yfir. Ninn-
Hansen leit svo á að ástandið á Srí
Lanka hefði skánað, og því væri
réttlætanlegt að meina ættingjun-
um að flytjast til Danmerkur. Hins
vegar átti þessi ákvörðun hans sér
enga stoð í dönskum lögum, og tald-
ist því vera ótvírætt lögbrot þegar
málið komst til kasta landsdóms.
Úrskurður danska landsdómsins
var kærður til mannréttindadóm-
stóls Evrópu, sem vísaði málinu
frá á þeirri forsendu að dómstóll-
inn stæðist alþjóðleg mannréttinda-
ákvæði.
Sjaldgæf mál
Áður en tamílamálið kom upp í
Danmörku höfðu aðeins fjögur mál
komið til kasta landsdóms síðan
hann var stofnaður með stjórnar-
skrá árið 1849. Í þrjú fyrstu skipt-
in voru hinir ákærðu sýknaðir af
ákærum en í fjórða skiptið, árið
1910, var Sigurd Berg, fyrrverandi
innanríkisráðherra Danmerkur,
dæmdur til að greiða þúsund dansk-
ar krónur í sekt eða sitja tvo mán-
uði í fangelsi ella fyrir vanrækslu
í starfi. Vanrækslan tengdist fjár-
svikamáli sem dómsmálaráðherra
sömu stjórnar átti reyndar stærri
hlut í. Dómsmálaráðherrann hlaut
hins vegar sinn dóm hjá öðrum
dómstólum landsins.
Átta mál hafa komist til kasta
norska landsdómsins síðan hann
var stofnaður árið 1814. Harla
langt er þó síðan hann vaknaði til
lífsins síðast, en það var árið 1927
þegar Abraham Berge forsætisráð-
herra og sex aðrir ráðherrar voru
ákærðir fyrir að hafa greitt sænsk-
um banka fé úr ríkissjóði án þess
að upplýsa norska þjóðþingið. Þeir
voru þó sýknaðir af öllum ákæru-
atriðum.
Í Svíþjóð var landsdómur kallað-
ur saman aðeins fimm sinnum þess-
ar tvær aldir sem hann var við lýði.
Síðast gerðist það árið 1854. Gunn-
ar Hedlund innanríkisráðherra var
reyndar ákærður til dómstólsins
árið 1952 fyrir skattalagabrot, en
málið þótti ekki eiga heima þar og
fór til hæstaréttar.
Nýtt mál í Finnlandi
Í Finnlandi var landsdómur stofn-
aður árið 1922 og hafa fjögur mál
komið til kasta hans. Á síðustu
vikum hafa komið fram ásakan-
ir á hendur Matti Vanhanen, fyrr-
verandi forsætisráðherra, og kröf-
ur um að hann verði dreginn fyrir
landsdóm vegna hagsmuna árekstra
í tengslum við fjármögnun kosn-
ingabaráttu hans árið 2006.
Málið snýst um styrki í kosn-
ingasjóð Vanhanens upp á samtals
nokkrar milljónir króna frá finnsk-
um æskulýðssamtökum, en Vanhan-
en bar sem forsætisráðherra árin
2006-2009, eftir að hafa náð kjöri
með stuðningi samtakanna, ábyrgð
á úthlutun fjár úr ríkissjóði til þess-
ara samtaka.
Vanhanen lætur formlega af
þingmennsku í Finnlandi nú eftir
helgina þegar þing kemur saman.
Hann tekur innan tíðar við nýju
starfi sem framkvæmdastjóri
Bandalags finnskra fjölskyldufyr-
irtækja.
Bretar og Frakkar
Bretar eiga sér langa sögu emb-
ættissviptingarmála gegn ráða-
mönnum, þó fátt hafi gerst í þeirri
sögu síðustu tvær aldirnar. Fyrsta
þekkta dæmið er frá árinu 1376, en
það síðasta er frá árinu 1806. Stöku
sinnum hefur þó komið til tals á
seinni árum að ákæra ráðamenn
til embættismissis, síðast árið 2006
þegar breski herforinginn Michael
Rose krafðist þess að Tony Blair
forsætisráðherra yrði ákærður
fyrir að draga breska hermenn á
fölskum forsendum út í stríð í Írak
árið 2003.
Í Frakklandi eru hins vegar til-
tölulega nýtilkomnir möguleik-
ar á því að ákæra forseta landsins
til embættismissis. Árið 2007 var
stjórnarskrá Frakklands breytt svo
hægt yrði að ákæra forseta lands-
ins fyrir landráð til sérdómstóls,
en annar dómstóll, sem stofnað-
ur var árið 1993, dæmir ef forseti
er kærður fyrir embættisbrot eða
aðra alvarlega glæpi.
Ríkisstjórinn í Illinois
Í Bandaríkjunum var Rod Bla-
gojevic, ríkisstjóri í Illinois, hand-
tekinn í desember árið 2008, stuttu
eftir að Barack Obama var kos-
inn forseti. Hann var sakaður um
margvíslega spillingu, meðal ann-
ars tilraun til þess að „selja“ hæst-
bjóðanda sæti Baracks Obama í
öldungadeild Bandaríkjanna. 8.
janúar árið 2009 samþykkti full-
trúadeild ríkisþingsins með einu
mótatkvæði að ákæra Blagojevic
fyrir embættisbrot. Hann var síðan
einróma sakfelldur þremur vikum
síðar í öldungadeild ríkisins og þar
með sviptur embætti. Mál hans hélt
engu að síður áfram fyrir dómstól-
um. Nú í sumar lauk þeim rétt-
arhöldum með sakfellingu í einu
ákæruatriði en sýknun af öllum
alvarlegustu ákærunum. Saksókn-
ari fór síðan strax fram á ný rétt-
arhöld.
Clinton og Nixon
Bandaríkin eiga sér annars langa
hefð dómsmála gegn ráðamönnum,
einkum dómurum og ríkisstjórum
en stöku sinnum forsetum og ráð-
herrum. Þekktasta málið á seinni
tímum er eru málaferlin 1998-99
gegn Bill Clinton forseta vegna
sambands hans við Monicu Lewin-
sky, lærling í Hvíta húsinu. Clinton
var ákærður bæði fyrir að hafa
satt ósatt við yfirheyrslur þar sem
hann hafði svarið þess eið að segja
sannleikann og fyrir að hafa hindr-
að framgang réttvísinnar.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti ákæru á hendur honum
og í framhaldi hófust réttarhöld í
öldungadeildinni sem stóðu í sam-
tals 21 dag. Clinton var sýknaður af
báðum ákæruatriðum.
Richard Nixon Bandaríkjaforseti
átti yfir höfði sér málaferli í þing-
inu þegar hann sagði af sér í ágúst
árið 1974. Ljóst þótti að hann hefði
reynt að koma í veg fyrir rannsókn
á innbroti í skrifstofur Demókrata-
flokksins, andstæðinga sinna, sem
stuðningsmenn hans höfðu gerst
sekir um. Fáeinum mánuðum eftir
afsögnina greip Gerald Ford, vara-
forseti Nixons og arftaki hans, til
þess ráðs að náða forvera sinn af
öllum afbrotum sem hann kynni
hugsanlega að hafa framið meðan
hann gegndi embættinu. Þetta kom
í veg fyrir að hægt yrði að höfða
mál gegn honum.
Ráðamenn dregnir fyrir dóm
Sjaldgæft er að æðstu ráðamenn þjóða séu dregnir fyrir dómstóla fyrir embættisbrot eða alvarlega glæpi. Víða eru sérstakir dóm-
stólar ætlaðir til slíkra málaferla, en fyrirkomulag þeirra er misjafnt. Guðsteinn Bjarnason rekur nokkur dæmi.
1974 RICHARD NIXON 1999 BILL CLINTON 2004 ROLAND PAKSAS 2006 TONY BLAIR 2009 ROD BLAGOJEVIC 2010 MATTI VANHANEN
UMDEILDIR LEIÐTOGAR Kröfur um ákærur vegna embættisbrota skjóta reglulega upp kollinum víða um heim, en leiða þó alls ekki alltaf til ákæru, hvað þá dóms. Richard Nixon sagði til að
mynda af sér áður en af ákæru varð, en Bill Clinton var sýknaður eftir að hafa gengið í gegnum ströng málaferli.
GYÐJA RÉTTLÆTISINS Réttarhöld yfir æðstu embættismönnum víða um lönd hafa jafnan verið umdeild, ekki síður en valdhafarnir
sjálfir. NORDICPHOTOS/AFP