Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 30

Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 30
30 18. september 2010 LAUGARDAGUR A f hverju er McDon- ald‘s ekki lengur á Íslandi?“ er það fyrsta sem Kristófer Breki Berglindarson spyr um þegar blaða- maður hittir hann og ömmu hans, Hrefnu Halldórsdóttur, í Chill Factore-skíðahöllinni í Manchester í Englandi. Chill Factore, sem er um tvö hundruð metra löng og hundr- að metra breið innanhúss skíða- og snjóbrettahöll í Trafford Park- hverfi borgarinnar, er líkt og annað heimili hins tíu ára gamla Kristóf- ers Breka, sem fær að æfa og nýta sér alla aðstöðu hallarinnar sér að kostnaðarlausu. Stjórnendum Chill Factore þykir akkur í því að Kristófer sé eitt af andlitum hallarinnar út á við, því hann þykir einn allra efnilegasti skíðamaður Bretlands og þó víðar væri leitað. Meðal annars prýð- ir mynd af Kristófer fjölmarg- ar auglýsingar fyrir starfsemina sem þar fer fram og margar grein- ar hafa verið skrifaðar um Íslend- inginn unga í dagblöð í Manchest- er og nágrenni. „Þetta er allt ömmu að kenna,“ segir Kristófer og hlær. „Ef mér gengur vel þá er það henni að kenna og ef ég meiði mig þá er það líka henni að kenna. En það er af því að hún er alltaf að hjálpa mér. Ég elska ömmu út af lífinu,“ segir skíðamaðurinn knái. Hafði aldrei skíðað á Íslandi Þegar Kristófer Breki flutti með ömmu sinni til Manchester fyrir fimm árum hafði hann aldrei stig- ið á skíði, enda einungis fimm ára gamall. Nálægt heimili þeirra á Rossendale-svæðinu í útjaðri borg- arinnar er svokölluð Dry Slope- brekka, gervibrekka án snjós sem svo er bleytt með vatni til að hægt sé að renna sér á skíðum, og strax í fyrstu heimsókn sinni í brekkuna sýndi Kristófer Breki fram á ótvíð- ræða hæfileika miðað við aldur. Nú nokkrum árum og fjöldamörgum æfingum og mótum síðar er Krist- ófer talinn yfirburðaskíðamaður í sínum aldurshópi á Bretlandseyjum, en hann er jafnvígur á keppni inn- anhúss sem utan, í alvöru snjó, gervi- snjó og Dry Slope, auk þess sem hann keppir einnig á Free Style- skíðamótum sem ganga meðal ann- ars út á að taka heljarstökk í loftinu. Bara á þessu ári hefur Kristófer 35 sinnum komist á verðlaunapall móta í Englandi, Skotlandi, Frakklandi og Sviss og þar af 27 sinnum unnið til gullverðlauna. Í raun hefur hann aðeins einu sinni tekið þátt í móti á þessu ári án þess að komast á verðlaunapall, en það helgaðist af því að annað skíðið losnaði af Kristófer efst í brekk- unni og var hann því dæmdur úr keppni samkvæmt reglum. Það aftr- aði honum þó ekki frá því að skíða niður alla brekkuna á öðru skíðinu, og munu viðstaddir hafa haft á orði að öðrum eins tilþrifum hefðu þeir aldrei orðið vitni að hjá svona ungum manni. Þá keppir hann einnig fyrir hönd barnalandsliðs Bretlands á skíðum. Í gærkvöldi sóttu þau Kristófer og Hrefna svo athöfn þar sem íþróttamenn ársins í Rossendale og nágrenni, sem er um hundrað þús- und manna samfélag, voru verðlaun- aðir. Þar var Kristófer tilnefndur í flokki átján ára og yngri, langyngst- ur þeirra sem þar voru tilnefndir, en hann fagnaði einmitt tíu ára stóraf- mæli sínu í gær. Sigraði á Evrópumóti þremur mán- uðum eftir handleggsbrot Auk þess að stunda skíði af kappi æfir Kristófer Breki margar aðrar íþróttagreinar með vinum sínum í Bury Grammar-drengjaskólanum. Eðli málsins samkvæmt er hann afar orkumikill piltur og segir Hrefna, amma hans, að hræðsla sé tilfinning sem Kristófer sé alls ókunnug. Dirfskan skilaði sér meðal ann- ars í alvarlegu slysi sem hann varð fyrir á síðasta ári, en þá datt Krist- ófer illa eftir að hafa brunað á gríð- arlegum hraða niður Dry Slope- brekkuna í Rossdale. „Ég mátti ekkert hreyfa mig í heila viku og það var svolítið erf- itt að bíða svona lengi, og eftir það mátti ég bara hreyfa puttana. En svo settu þeir pinna í handlegginn á mér og ég varð smám saman betri,“ segir Kristófer og bætir við að mat- urinn á spítalanum hafi ekki verið neitt sérstaklega góður, en á tíma- bili óttuðust læknarnir að vegna alvarleika brotsins myndi handlegg- ur Kristófers aldrei vaxa í takt við aðra líkamshluta og yrði alltaf eins og á átta ára gömlu barni. Því var mikil hætta á því að Kristófer gæti aldrei skíðað aftur. Þegar þrír mánuðir voru liðn- ir frá slysinu sáu læknarnir loks- ins fram á að beinin í handleggnum myndu vaxa rétt. Mánuði síðar fór European Indoors Ski Champion- ship-keppnin fram í Chill Factore, en þar tók meðal annars þátt efni- legasta skíðafólk Íslands í aldurs- flokki Kristófers. Hrefna ákvað að leyfa Kristófer að taka þátt í mótinu, og þrátt fyrir að hafa ekki skíðað í langan tíma gerði hann sér lítið fyrir og sigraði. Fiskibollur í dós eru bestar Kristófer Breki segist kunna vel við sig í Manchester, en enn þá skemmtilegra þykir honum þó að heimsækja Ísland með ömmu sinni. „Ísland er landið mitt því þar þykir mér gott að vera. Ég hef því miður aldrei farið á skíði á Íslandi en lang- ar mikið til þess. Ég sakna mömmu minnar og pabba og systkina minna og svo er íslenskur matur svo rosa- lega góður,“ segir hann. „Ég tek alltaf lýsi og borða skyr og ost frá Íslandi, og alltaf þegar einhverjir koma í heimsókn til okkar bið ég þá um að hafa með sér fiskibollur í dós. Það er það besta sem ég fæ. Svo fæ ég líka sent íslenskt vatn sem ég hef með mér hvert sem ég fer. Ég skíða nefnilega hraðar ef ég drekk íslenskt vatn,“ segir Kristófer, en hann er mjög meðvitaður um heil- brigðan lífsstíl og segist alltaf fara snemma að sofa. Kristófer tekur þátt í æfingum og mótum víðsvegar um Evrópu en passar þó alltaf vel upp á að læra heima á hverjum degi, enda þykir honum gaman í skólanum. „Ég ætla að verða læknir þegar ég verð orðinn stór, því ég vil geta hjálpað og bjargað fólki. En ég ætla líka að verða bestur á skíðum. Ég ætla á Ólympíuleikana og ætla að vinna þá fyrir Ísland, með íslenska fánann á hjálminum mínum,“ segir Kristófer Breki að lokum. Hrefna Halldórsdóttir fluttist til Manchester ásamt dóttursynin- um Kristófer Breka fyrir fimm árum til að freista þess að gefa honum færi á að alast upp við meiri stöðugleika en rótlaust umhverfi hans á Íslandi bauð upp á. „Auð- vitað hefur þetta verið erfitt að mörgu leyti og ég heyri vel á Kristófer að hann langar mikið heim,“ segir Hrefna, „en maður gerir bara það besta í stöðunni hverju sinni. Hann saknar foreldra sinna á Íslandi, en þegar hann fór að sýna þessa hæfileika á skíðun- um hugsaði ég með mér að þetta myndi hjálpa honum mikið. Það þurfa allir að taka ákvarðanir í lífinu og þetta var mín ákvörð- un,“ segir Hrefna. Hún segir Kristófer hafa verið orkumikinn nánast frá fæðingu. „Á Íslandi var fólk dálít- ið að velta fyrir sér hvort hann væri ofvirkur því hann var svo orkumikill. Fólk var jafnvel að tala um að það þyrfti að setja hann á rítal- ín, en við vildum alls ekki gera það. Kristóf- er hefur ekki verið greindur ofvirkur, en ég á fimm börn og veit að hann er ekki eins og þau. Hann er alltaf á línunni með allt og á erf- itt með að halda sig innan einhvers fyrirfram ákveðins ramma. Íþróttir geta hjálpað svona orkumiklum börnum mjög mikið og ég er viss um að það þarf að búa yfir svona eiginleikum til að ná langt í íþróttum.“ Vegna mikillar velgengni Kristófers í skíða- brekkunum má segja að Hrefna sé í fullu starfi við að sjá um barnabarnið og gæta þess að hann hljóti bestu þjálfun sem fáanleg er. Það inniheldur að fylgja honum á allar æfing- ar og mót, sem jafnvel taka margar vikur í senn í mörgum löndum, og sjá til þess að Kristófer hafi yfir að ráða öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til að ná árangri. Hún telur það einfaldlega vera skyldu sína sem uppalandi að sinna þessu starfi af kost- gæfni. „Auðvitað er þetta erfitt, en annað- hvort er maður í þessu eða ekki, og ég er í þessu frá a til ö. Kristófer getur orðið besti skíðamaður heims, það segja allir, og ef hann væri ekki svona rosalega góður þá væri ég ekki að þessu. Mitt markmið er að koma honum eins langt og hann kemst, og ég mun gera allt sem ég get til að það verði að veru- leika.“ Hún viðurkennir að það sé hörkuvinna og kosti heilmikla peninga að sjá Kristófer fyrir þjálfuninni, ferðast til fjallanna í Evrópu og þar fram eftir götunum. „Ég fer með hann út um allt til að sýna fram á að hann sé svona góður og auðvitað erum við alltaf að vonast til að styrktaraðilar skjóti upp kollinum í jöfnu hlutfalli við árangurinn. Kristófer er styrktur af Chill Factore-höllinni og Icelandic Glacial- vatni, en það væri gott ef fleiri sæju sér fært að styrkja okkur enda ekki vanþörf á.“ Hrefna segir æfingaaðstöðuna í Manchester mjög góða, en ef Kristófer ætli sér að ná þeim árangri sem þau stefni að muni þeim reyn- ast nauðsynlegt að flytja á stað með alvöru skíðabrekkum fyrr eða síðar. „Við verðum hér út veturinn að minnsta kosti, en svo gæti ég trúað að við flytjum okkur um set, til dæmis til Austurríkis eða Kanada,“ segir Hrefna. Ætlar að vinna fyrir Ísland Hinn tíu ára gamli Kristófer Breki Berglindarson flutti til Englands með ömmu sinni, Hrefnu Halldórsdóttur, fyrir fimm árum. Nú þykir Kristófer einn allra efnilegasti skíðamaður Bretlands og þó víðar væri leitað. Kjartan Guðmundsson hitti lang- mæðginin í Manchester og ræddi við þau um heimaslóðirnar, alvarlegt slys og hvernig er að ala upp ungan afreksmann. ■ HREFNA HALLDÓRSDÓTTIR Skylda mín að koma honum eins langt og hann kemst KRISTÓFER BREKI OG ALAIN BAXTER Skoski skíðamaðurinn, sem hlaut meðal annars bronsverðlaun í svigi á vetrarólympíuleikunum árið 2002, hefur fylgst með framgangi Kristófers Breka undanfarið og segir hann yfirburðamann í sínum aldursflokki. KEPPT Í FRAKKLANDI „Mér finnst langskemmtileg- ast að fara hratt niður brekkurnar og ég veit að ég þarf að æfa mig rosalega mikið til að verða bestur,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.