Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 35

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 35
www.rannis.is/visindavaka Allir velkomnir. Láttu sjá þig! Í aðdraganda Vísindavöku Rannís er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi. 20. 21. 22. & 23. september Vísindakaffi 2010 Dagskrá á Súfi stanum, Máli og menningu í Reykjavík: Mánudagur 20. september kl. 20:00 - 21:30 Eldfjöll – hvar gýs næst? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði fjallar um aðferðir til að fylgjast með virkni eldfjalla og segja fyrir um hegðun þeirra. Af hverju er stundum hægt að spá og stundum ekki? Þriðjudagur 21. september kl. 20:00 - 21:30 Hvað á að vera í stjórnarskrá? Stjórnarskrár landa geta fjallað um allt milli himins og jarðar. Í tilefni stjórnlagaþings og endurskoðunar stjórnarskrár ræðir dr. Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um hvað á að vera í stjórnarskrám og hvers vegna. Miðvikudagur 22. september kl. 20:00 - 21:30 Stofnfrumur – tækifæri eða tálsýn? Dr. Sveinn Guðmundsson yfi rlæknir Blóðbankans og dr. Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna, kynna notkun blóðmyndandi stofnfrumna í læknisfræðilegri meðferð, ræða og vara við oftrú á „galdramætti“ stofnfrumna í nútíma læknisfræði en kynna jafnframt not stofnfrumna t.d. með stofnfrumugjafaskrám og nafl astrengsbönkum. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Hver eru sameiningartákn íslensku þjóðarinnar? Frá Njáli Þorgeirssyni til Helga Hóseassonar Jón Karl Helgason dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fjallar um hvernig ýmsar persónur úr íslenskri sögu og bókmenntum hafa í ákveðinn tíma orðið fulltrúar þjóðarinnar allrar eða tiltekinna hópa. Meðal þess sem ber á góma eru styttur og minnismerki í Reykjavík, rithöfundasöfn á landsbyggðinni, götuheiti og íslenskir peningaseðlar. Dagskrá á landsbyggðinni: Mánudagur 20. september kl. 17:00 - 19:00 Húsavík: Hljóð undirdjúpanna Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavíkurbær og Norðursigling bjóða í Vísindakaffi siglingu til að kynnast hljóðum undirdjúpanna. Miðvikudagur 22. september kl. 18:00 - 19:30 Sandgerði: Grjótkrabbi – skemmtilegur og bragðgóður! Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði og Náttúrustofa Reykjaness kynna grjótkrabba sem er nýr landnemi hér við land. Krabbinn er kynntur og síðan eldaður og gefst gestum færi á að spreyta sig og smakka! Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Hofi , Akureyri: Erfðabreytt framtíð Dr. Kristinn P. Magnússon og dr. Oddur Vilhelmsson dósentar við Háskólann á Akureyri og sérfræðingar í erfðavísindum og erfðatækni spjalla um erfðavísindi og hagnýtingu þeirra. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Skagaströnd: Mikilvægi munnlegrar sögu Fjórir fræðimenn velta upp mikilvægi munnlegrar sögu og segja frá samstarfsverkefni um varðveislu munnlegra gagna. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Höfn í Hornafi rði: Höfundaverk Þórbergs Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallar um rannsóknir á höfundaverki Þórbergs Þórðarsonar. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.