Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 41

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 41
LAUGARDAGUR 18. september 2010 5 Barnaföt, sparikjólar, risaeðlur og önnur leikföng verða til sölu á markaði í kjallaranum í versl- uninni Kirsuberjatrénu í dag. Listakonurnar í Kirsuberjatrénu munu selja ýmislegt forláta góss sem fundist hefur í komputiltekt, í kjallaranum í versluninni Kirsu- berjatrénu, að Vesturgötu 4, í dag. Á markaðinum verða gömul barnaföt seld, sparikjólar, risa- eðlur og önnur leikföng, bækur, og aldrei að vita nema einhverjir list- munir slæðist með að sögn Kirsu- berjatréskvenna. „Þetta verður mjög spennandi, enda erum við allar miklir safnarar,“ segir ein þeirra, Sigríður Ásta Árnadóttir, sem hlakkar til að sjá hvað hinar mæta með. Gengið er inn í kjallarann baka- til en þar í portinu verða einhverj- ir kompumunir einnig til sölu utan- dyra ef veður leyfir. Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 17. - jma Listakonur taka til í kompunum sínum Nokkrar af Kirsuberjatréskonum sem selja munu á morgun, frá vinstri: Lára Magnús- dóttir, Margrét Guðnadótti, Arndís Jóhannsdóttir og Sigríður Ásta Árnadóttir. Með á myndinni er Úlfhildur Valgeirsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spennandi hlutir, listmunir, barnaföt og sparikjólar verða til sölu á Vesturgötu 4 á morgun. Afmælisveisla og útgáfa á sögu Snarfara verður haldin hátíðleg við Snarfarahöfn í dag. Gamlir og nýir félagar eru hvattir til að mæta og gleðjast með afmælis- barninu. Snarfari – félag sportbátaeig- enda í Reykjavík býður til veislu í félagsheimili sínu við Snarfara- höfn í Naustavogi í tilefni af 35 ára afmæli félagsins. Félagið, sem var stofnað í húsi Slysavarnafélagsins 18. septemb- er 1975, hafði í upphafi 60 stofnfé- laga, en nú, 35 árum síðar, eru 350 manns í félaginu. Í tilefni afmælisins kemur saga Snarfara út. Hallur Hallsson ritaði hana og verður Hafsteini Sveins- syni, fyrsta formanni félagsins, afhent fyrsta eintakið að viðstödd- um borgarstjóra og borgarfulltrú- um. Gamlir og nýir félagar eru hvattir til að mæta á staðinn og gleðjast með afmælisbarninu, en veisluhöldin hefjast klukkan 15 í félagsheimilinu þar sem veitingar verða í boði. - jbá Hátíðarhöld við Snarfarahöfn í dag Snarfari býður gömlum og nýjum félögum til afmælisveislu í félagsheimili sínu við Snarfarahöfn að Naustavogi. Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble flytur þrjú tríó fyrir flautu, selló og píanó frá þremur öldum á Kjarvalsstöðum annað kvöld; Píanótríó í D-dúr Hob. XV:16 eftir J. Haydn, Tríó fyrir flautu, selló og píanó eftir B. Marti og Píanótríó nr. 1 í d-moll, op. 49 eftir F. Mendelssohn sem flestir þekkja í flutningi fiðlu, sellós og píanós. Nánar á heimasíðu Elektra Ensemble. www.elektraensemble.org á glæsilegu sveitasetri í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Ráðstefnur og fundarhöld Ef halda skal veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir betur staðsettir en Grímsá sveitasetur og Veiðihúsið við Laxá í Kjós. Við tökum að okkur allar tegundir af veislum og uppákomum. Bæði húsin taka allt að 50 manns í gistingu sem leigjast með eða án þjónustu. Pöntunarsímar: 618 0083 & 437 0083 www.grimsa.is Í Veiðihúsinu við Laxá í Kjós er stór og vandaður veislusalur sem tekur allt að 100 manns í sæti og með gistingu fyrir allt að 50 manns. Veiðihúsið í Kjós Erum byrjaðir að taka niður pantanir í villibráðarhlaðborðið og jólahlaðborðið okkar Veisluborð Grímsá Veiðihús Í veiðihúsinu við Grímsá er glæsilegur salur sem tekur allt að 70 manns í sæti og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Verð aðeins 9.900 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899 Mæðgur 6 - 99 ára Hjartanlega velkomnar í mæðgnaflokk í Vindáshlíð 1.-3. október 2010 Mæðgur 6 - 99 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.