Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 61

Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 61
matur 5 Súkkulaðibrownie Nauthóls Bistro nýtur mikilla vinsælda og Sigurður gaf uppskrift- ina að réttinum. SÚKKULAÐIBROWNIE Fyrir sex 200 g dökkt súkkulaði 220 g smjör 3 egg 220 g sykur 80 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 g jarðhnetur, ristaðar Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatns- baði. Þeytið egg og sykur saman. Blandið eggjablöndunni varlega saman við bráðina. Sigtið hveiti og lyftiduft yfir blönduna og hrærið saman. Setj- ið ristaðar jarðhneturnar út í. Hellið blöndunni í vel smurt meðalstórt hring- form. Bakist við 180°C í 35 mínútur. ANÍSKARAMELLA 190 g sykur 190 g glúkósi 150 g ósaltað smjör 190 ml mjólk 250 ml rjómi 2 stk. stjörnuanís, mulinn í kvörn (jafnvel piparkvörn) Sykur og glúkósi er brætt vel saman í potti. Bætið smjörinu og mjólkinni út í, hrærið öðru hverju þar til til bland- an byrjar að þykkna. Hellið rjómanum og muldum stjörnuanísnum út í í lokin. Kælið karamelluna. Gott er að bera réttinn fram með léttþeyttum rjóma og nokkrum tegundum af ís. VANILLUKREM MEÐ RJÓMA OG RIFNUM MARENGS OG FERSKRI ÁVAXTABLÖNDU VANILLUKREM Fyrir 6 ½ l mjólk 1 vanillustöng 125 g sykur 125 g eggjarauður 25 g maísenamjöl 100 ml rjómi, létt- þeyttur Þeytið eggjarauðurnar léttar og ljós- ar, bætið sykrinum og maísmjöli út í og þeytið vel saman. Sjóðið saman mjólkina og vanillustöngina í potti og fáið suðuna upp. Hellið mjólkinni hægt saman við eggjablönduna og hrær- ið á meðan. Setjið svo allt aftur í pott og hitið þar til blandan fer að þykkna. Látið kólna. Blandið saman við létt- þeyttan rjóma. MARENGS 150 g púðursykur 90 g eggjahvítur Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn, smyrjið í hring á bökunarplötu og bakið við 120°C í 1 klukkustund, slökkvið þá á ofn- inum og látið standa í ofninum í klukkutíma í viðbót. Takið marengs- inn út og kælið. Þá er hann tilbúinn og má rífa yfir vanillukremið. Ávextir yfir: 1 bolli fersk jarðarber, skorin niður ½ fersk mynta, söxuð börkur af ½ sítrónu eða lime, rifinn Blandið saman og hellið yfir. SÚKKULAÐIBROWNIE MEÐ ANÍSKARAMELLU OG VANILLUKREM Sigurður Ívar Sig- urðsson, kokkur á Nauthóli Bistro. E

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.