Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 62

Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 62
6 matur A S Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 2 tsk. smjör 1 franskbrauð ½ kg beikon 1 krukka hnetusmjör 1 sultukrukka að eigin vali Smyrjið brauðheifinn að utan með smjöri og hitið í 180 gráðu heitum ofni í um 10-15 mínútur, eða þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Steikið beikonið á meðan. Sker- ið hleifinn eftir endilöngu og holið hann svo- lítið að innan. smyrjið aðra hliðina með hnetusmjöri og hina með sultu og fyllið upp með beik- oni. Lokið samlokunni og berið hana fram. Elvis Presley er ekki einungs minnst fyrir fagra söngrödd heldur l íka sérstakan og óneitanlega óhollan matarsmekk. Þegar minnst er á Elvis og mat í sömu andrá koma myndir af steiktu brauði með hnetusmjöri og banana oftar en ekki upp í hugann, en það var með því besta sem hann bragðaði. Elvis lagði stundum mikið á sig til að nálgast það sem garnirnar gauluðu eftir en sagan af því þegar löngun eftir samlokunni Fool’s Gold Loaf gerði vart við sig slær öllu öðru við. Elvis var staddur á heimili sínu í Graceland í Memp- his, Tennessee og var að skemmta lögreglumönnunum Jerry Kenn- edy og Ron Pietrafeso frá Color- ado. Umrædd samloka, sem fékkst á fimm stjörnu veitingastaðnum Colorado Mine Company í Denver, barst í tal. Elvis hafði bragðað hana áður og fann til óstjórnlegr- ar löngunar eftir að komast í hana á ný, en meginuppistaða hennar er hnetusmjör, beikon og sulta. Kennedy og Pietrafeso voru vinir Bucks Scott, eiganda veitingastað- arins. Þeir settu sig í samband við hann og óskuðu eftir því að sam- lokurnar yrðu útbúnar fyrir þá félaga. Því næst var þeim skutl- að á Memphis-flugvöll þar sem einkaþota Elvis, Lisa Marie, beið þeirra og flaug með þá á flugvöll- inn í Denver. Ferðin tók tvo tíma og var ferðalöngunum vísað í sér- stakt skýli þar sem Scott tók á móti þeim með 22 Fool‘s Gold Loaf samlokur. Það tók þá þrjá klukku- tíma að spoðrenna matnum en að því loknu sneru þeir heim án þess að hafa nokkurn tímann yfirgefið flugvöllinn. Fréttablaðið fékk matreiðslu- manninn Berglindi Ósk Lofts- dóttur til að útbúa umrædda sam- loku. Hún segir það lítið verk og að í raun hafi bragðið komið henni á óvart. „Þetta var alls ekki eins slæmt og ég átti von á en ég torgaði þó ekki meira en tveimur bitum.“ Ég fór hins vegar með sýniseintak- ið til vina minna og þeim fannst þetta hreinasta sælgæti. En sögðu svo: „Úr hverju dó Elvis afur, var það ekki hjartaáfall?“ Berglind og félagar hennar komust síðar að þeirri niðurstöðu að ekki væri ráð- legt að borða samlokuna oftar en einu sinni á fimm ára fresti. Berglind tekur að sér veislur í heimahúsum en hefur aldrei boðið upp á nokkuð þessu líkt. Hún tekur þó við öllum óskum en upplýsingar um veislurnar hennar er að finna undir leitarorðinu Veisluna heim á Facebook. - ve FLAUG EFTIR Elvis var sérstaklega sólginn í samlokur. Matreiðslumaðurinn Berglind Ósk, sem er sjálfstæður dreifingaraðili fyrir ZinZino-heimakaffi, segir samlokuna koma á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN samloku Elvis Presley fékk eitt sinn svo mikla löngun í ákveðna samloku að hann flaug frá Memphis til Denver í þeim eina tilgangi að komast yfir herlegheitin. KRINGLÓTT BOX til að geyma og safna sæl- gæti í. ILVA, Korputorgi. Verð: 795 krónur. STEIKARSPAÐI fyrir safa- ríkar og þykkar nautasteik- ur. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 1.190 krónur. UPPTAKARI fyrir kókflösku á nammikvöldi. IKEA, 295 kr. FOOL’S GOLD LOAF Uppskriftabókin Are You Hungry Tonight hefur að geyma uppáhalds upp- skriftir Elvis. Þær eru fæstar hollar og eru hnetusmjör, beikon og sulta oftar en ekki á meðal innihalds- efna. Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Saalbach - Hinterglemm 29. janúar - 5. febrúar 2011 SVIGSKÍÐAFERÐ Saalbach - Hinterglemm hefur stundum verið nefnd skíðaparadís Alpanna og ekki að ástæðulausu. Púðursnjór, fjölbreyttar brekkur og kristaltært loft gerir skíðaferð til Saalbach - Hinterglemm að ógleymanlegu fríi og lætur engan ósnortinn. Þessir tveir líflegu systrabæir eru í 1000 m hæð og eru skíðabrekkurnar samtals um 200 km í öllum erfiðleikastigum. Gist er á vel staðsettu 3* hóteli í austurrískum stíl í Hinterglemm þar sem morgunverðarhlaðborð og kvöldverður með mismunandi valmatseðli á hverju kvöldi er innifalið. Hótelið býður upp á góða heilsulind, örstutt er í lyftur á helstu skíðasvæðin og í miðbæinn með fjöldan allan af líflegum aprés-ski börum. Flogið er með Icelandair til München og ekið sem leið liggur beint á hótelið í Hinterglemm. Fararstjóri er jafnframt með hópnum alla ferðina, gistir á sama hóteli og skipuleggur skíðaferðir fyrir þá sem það vilja. Fararstjóri: Marianne Eiríksson Verð: 189.600 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverðarhlaðborð, kvöldverður, aðgangur að heilsulind hótelsins, ferðir til og frá München flugvelli og íslensk fararstjórn. Transfer og hálft fæði innifalið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.