Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2010, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 18.09.2010, Qupperneq 82
50 18. september 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is Fyrir stuttu fór ég í svolítið frí til Svíþjóðar. Tilhlökkunin var mikil áður en haldið var af stað í ferðina enda nokkuð langt um liðið frá því ég hafði síðast ferðast út fyrir landstein- ana. Fyrstu dagarnir fóru aðallega í það að rölta um höfuðborgina, Stokkhólm, kíkja í versl- anir og dásama gamla bæinn. Á milli þess naut hamingjusami ferðalangurinn þess að hvíla lúin bein á kaffihúsum og fylgjast með mannlífinu þar í borg. Ég fór fljótlega að spá svolítið og spekúlera í tísku heimamanna og fannst merkilegt hversu fáar stúlkur gengu um í hælaháum skóm. Flestar klæddust þær þægilegum Dr. Martens-skóm eða strigaskóm af ýmsum stærðum og gerðum. Marg- ar voru einnig í víðum buxum sem brettar voru upp yfir skóna og svo stórum, víðum kápum við. Sjálf er ég agalega hrifin af öllu víðu og stóru þegar kemur að tísku og fannst því þessi sænska tíska auðvitað helvíti flott. Sænsku piltarnir voru engu minna flottir í tauinu og brettu einnig villt og galið upp á sínar buxur, alveg eins og stúlkurnar. Er ég sat þarna á kaffihúsinu og hvíldi þreytta fætur tók ég eftir því að hægt er að skipta sænskum karlmönnum gróf- lega í tvo hópa; þessa sem bretta upp á gallabuxurnar og þá sem klæða sig eins og þeir séu á leið í bátaklúbbinn (sem er alls ekki ólíklegt miðað við mikla báta- eign Svía). Síðarnefndi hópurinn einkennd- ist af frísklegum ungum piltum klæddum í sandlitar buxur, bláa skó og oftast í hvítri skyrtu við. Mér fannst ægilega gaman að geta setið þarna og drukkið í mig tískustrauma annarra og jafnvel sækja þaðan innblástur um hvern- ig ég geti sjálf klætt mig. Það er alveg nauð- synlegt að skipta aðeins um umhverfi svona öðru hvoru. Nýtt land, nýir straumar DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON OKKUR LANGAR Í … Haustlína tískumerkisins Lacoste var skemmtileg blanda af diskótímabilinu og fágaðri tísku fjórða ára- tugarins. Stórar peysur og litríkir jakkar voru á meðal þess sem fyrirsæturnar sýndu er þær gengu eftir sýningarpallinum. HAUSTLÍNA LACOSTE EINKENNDIST AF DISKÓI OG FÁGUÐUM FLÍKUM: TVENNIR TÍMAR MÆTAST FÁGAÐUR OG FLOTTUR Það mátti einnig sjá áhrif frá tísku fjórða áratugarins í línunni. Karlfyrirsæta klæðist þægilegum og fáguðum jakkafötum. STÓRKOSTLEG PEYSA Fallegur grár skyrtukjóll og hlýleg peysa frá Lacoste. GRÆNT OG VÆNT Þessi græni herrajakki frá Lacoste getur lífgað upp á hvunndag- inn. NORDICPHOTOS/GETTY LITRÍK Sterkir litir og hrein snið voru meðal þess sem sást í haustlínu Lacoste fyrir veturinn. > SPENNANDI SPENNUR Spennan hefur verið vinsæll fylgihlutur meðal stúlkna áratugum saman. Á leikskólaárunum urðu helst slaufu- eða blómaspennur í öllum regnbogans litum fyrir valinu þegar skreyta átti hár sitt. Á tískusýningum Rodarte, Badgley Mischka og Carolina Herrera á tískuvikunni í New York voru spennur í fyrirrúmi í hárskrauti fyrirsætanna. Þeir sem vilja tolla í hártískunni ættu að fara og gramsa svolítið og draga fram gömlu, góðu spennurnar fyrir næsta vor. DÖKKIR TÓNAR Fal- legur samfestingur og sítt vesti í anda diskótímabilsins. Eitt af mörgum fallegum naglalökkum frá Nails Inc sem fást hjá Beauty Barnum. Töff augnskugga frá MAC með málmáferð. Ótrúlega flott veski frá Marc Jacobs, fæst í Kron Kron.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.