Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 88

Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 88
 18. september 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ÍSLANDSMÓTINU í 1. deild karla lýkur í dag og ræðst þá hvort það verði Leiknir eða Þór sem fylgir Víkingum upp í Pepsi-deild karla. Lokaumferðin fer fram klukkan 14.00. FÓTBOLTI Framherjinn Haukur Ingi Guðnason átti magnaðan leik í sigri Keflavíkur á Val og er leik- maður 20. umferðar hjá Fréttablað- inu. Haukur Ingi hleypti miklu lífi í leik Keflavíkur sem vann loksins leik á nýja heimavellinum. „Þetta var aðeins minn annar leikur í byrjunarliðinu í sumar. Það er gaman að ná svona leikjum sem eru einmitt ástæðan fyrir því að maður nennir að vera áfram í boltanum þrátt fyrir ítrekuð áföll,“ segir Haukur Ingi sem viðurkenn- ir að hafa verið nálægt því að fá krampa í báða fætur þegar hann fór af velli dauðþreyttur eftir að hafa hlaupið mikið. Keflavík hefur átt erfitt upp- dráttar eftir góða byrjun á mót- inu. Liðið sýndi þó klærnar gegn Val og Haukur Ingi segir að FH og ÍBV muni ekki fá neitt ókeypis í leikjunum gegn Keflavík. „Við erum staðráðnir í því að enda mótið með sæmd. Við getum haft áhrif á útkomu Íslandsmóts- ins í lokaleikjum okkar og það gefur þeim leikjum meira gildi. Við viljum ekki að neitt sérstakt lið vinni en við ætlum að bíta frá okkur og þessi lið munu þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn okkur,“ segir Haukur og bætir við að það verði áhugavert að sjá hvernig Blikar bregðist við í lokaleikjun- um gegn liðum sem þeir eigi fyr- irfram að vinna. Haukur Ingi hefur verið ákaf- lega óheppinn með meiðsli í gegn- um tíðina og hann er ekki búinn að taka ákvörðun með framhaldið. „Það væri rosalega gaman að enda ferilinn á titli með Keflavík. Ég ætla að taka mér frí fram að áramótum eftir tímabilið og sjá svo til. Líklega mun ég fara var- lega í æfingar á hörðu undirlagi og sjá til hvernig lappirnar halda. Það skýrist því síðar hvort ég haldi áfram.“ henry@frettabladid.is Viljum hafa áhrif á mótið Haukur Ingi Guðnason kom með kraftinn sem hefur vantað í Keflavíkurliðið gegn Val. Hann segir að Keflavík muni selja sig dýrt gegn FH og ÍBV. MÆTTUR AFTUR Haukur Ingi sýndi gamalkunna takta gegn Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pepsi-deild karla: Lið 20. umferðar: Daði Lárusson Haukar Guðjón Árni Antoníusson Keflavík Rasmus Christiansen ÍBV Freyr Bjarnason FH Björn Daníel Sverrisson FH Guðmundur Steinarsson Keflavík Matthías Vilhjálmsson FH Haukur Ingi Guðnason Keflavík Haukur Baldvinsson Breiðablik Hörður Sveinsson Keflavík Alfreð Finnbogason Breiðablik FÓTBOLTI Úrslitin í Pepsi-deild karla gætu ráðist á morgun þegar næst- síðasta umferðin fer fram. Aðeins munar tveimur stigum á liðinu í fyrsta og þriðja sæti en úrslitin gætu samt ráðist þá. Vinni Breiðablik sinn leik og ÍBV tapar og FH tapar eða gerir jafn- tefli er Breiðablik orðið Íslands- meistari í fyrsta skipti í meist- araflokki karla. Að því gefnu að Breiðablik vinni Selfoss þá eru þeir svo gott sem orðnir meist- arar geri ÍBV og FH jafntefli því markatala liðsins er það góð. Umferðin á morgun er því afar áhugaverð. Það er líka gríðarlega spennandi botnslagur er Haukar sækja Fylki heim. Fjórum stig- um munar á liðunum og Haukar eru aðeins þrem stigum á eftir Grindavík sem mætir KR. Sigur hjá Haukum mun því setja mikla spennu í botnbaráttuna. - hbg Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla á morgun: Verða Blikar meistarar? Pepsi-deild karla: 21. umferð: Breiðablik - Selfoss FH - Keflavík ÍBV - Stjarnan Fylkir - Haukar Grindavík - KR Valur - Fram Staða efstu og neðstu liða: Breiðablik 40 stig ÍBV 39 FH 38 ------------------------------------ Fylkir 21 stig Grindavík 20 Haukar 17 Selfoss 14 FÓTBOLTI Einn af stórleikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeild- inni verður á morgun þegar Manchester United tekur á móti Liverpool. Bæði lið spiluðu í Evr- ópukeppnum í vikunni og tefldu fram gjörbreyttum liðum. Alex Ferguson gerði tíu breyting- ar á liði United frá síðasta leik á undan og Roy Hodgson átta hjá Liverpool. Sá síðarnefndi segir það þó ekki alltaf töfralausn að hvíla bestu mennina. „Ég gerði þetta einu sinni hjá Fulham. Við send- um varaliðið til að spila Evrópu- leik og töpuðum svo fyrir Wolves í næsta leik á eftir. Stundum þarf þó að taka þessar ákvarðanir en hver veit hvort þær virki? Það er engin kristalskúla sem segir hvort það beri árangur,“ sagði Hodgson. Leikurinn hefst klukk- an 12.30 á morgun. - esá Man. Utd. mætir Liverpool: Ekki töfralausn að hvíla menn V A L S DAGURINN SUNNUDAGINN 19. september 11.00 Formleg opnun á endurnýjuðu „gömlu“ íþróttahúsi félagsins. 11.00 Uppskeruhátíð yngri flokka í knattspyrnu. 11 - 16 Kynning á starfsemi félagsins, veitingar, hoppukastalar og margt, margt fleira! Fylgstu með á www.valur.is 13.00 Valur-Grindavík í Pepsi deild kvenna. Stelpurnar taka á móti 100. titli félagsins. 17.00 Valur-Fram í Pepsi deild karla. 19 - 21 100. titli félagsins fagnað í veislusal. Léttar veitingar í boði. DAGSKRÁ: Komdu og taktu þátt í gleðinni með hverfisfélaginu þínu. Við hlökkum til að sjá þig. Áfram Valur! Kl. F J Ö L S K Y L D U H Á T Í Ð NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. Tottenham - Wolves ÚRV.D. 2. Aston Villa - Bolton 3. Blackburn - Fulham 4. Everton - Newcastle 5. W.B.A. - Birmingham 6. Häcken - AIK ÚRV.D. 7. Kalmar FF - GAIS 8. Ipswich - Cardiff 1. D. 9. Crystal Palace - Burnley 10. Leicester - Q.P.R. 11. Middlesbro - Reading 12. Millwall - Watford 13. Preston - Norwich 64.000.000 24.000.000 19.200.000 40.000.000 ENSKI BOLTINN 18. SEPTEMBER 2010 37. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 18. SEPT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.