Fréttablaðið - 15.10.2010, Síða 19
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 19
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990:
„Þeir treysta á álver til bjargar
Eyjafirði.“ Sagt var frá 400–500
manna fundi sem haldinn var á
Akureyri sem krafðist álvers þegar
í stað. Inni í blaðinu er opna sem
segir frá fundinum. Málið minn-
ir á álversumræðuna þessa dag-
ana á Húsavík og Helguvík. Það fer
illa með byggðarlögin að bíða eftir
álverum. Á meðan gerist ekkert.
Akureyri ákvað að hætta að bíða
eftir álveri og sjá: 20 árum seinna
er Akureyri samt til og Eyjafjörður.
Hvernig stóð á því að Eyjafjörður
lifði það af að fá ekkert álver?
Tíu árum seinna er enn verið að
tala um að leysa allt með álverum
og þá skrifaði kona í Fréttablaðið
og spurði sömu spurninga og við
hin spyrjum þessa dagana. Krist-
ín Helga Gunnarsdóttir spurði í
Fréttablaðinu:
„Dettur mönnum ekkert annað í
hug en álver: Nú eru tímar skyndi-
lausna. ...Álið mun bjarga byggðinni
hringinn í kringum landið frá því
að líða undir lok. ... Fleiri stóriðju-
draumar leynast sjálfsagt í pússi
hugmyndaauðugra ráðamanna og
vel má vera að þetta sé aðeins topp-
urinn á ísjakanum í álklæddri fram-
tíðarsýn fyrir Ísland.“
Var Sjálfstæðisflokkurinn á
móti því að byggja álver í Eyjafirði
– spurt er af því að hann stjórn-
aði landinu frá 1991? Hann byggði
álver á Reyðarfirði og Kárahnjúka-
flokkarnir hafa sinn sess í Íslands-
sögunni. Ekki voru það ráðherrar
Alþýðubandalagsins eða Vinstri
grænna sem stoppuðu þessar stór-
kostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga.
Hryðjuverkakonan í umhverfisráðu-
neytinu var ekki komin til starfa.
Af hverju reis þá ekki álver í Eyja-
firði – 20 álver á Íslandi sagði einn
af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins
um 1970. Það var þeirra álklædda
framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkj-
un 1990, stjórnað þá og lengi síðar
þar til nú af Sjálfstæðisflokknum?
Það er næsta öruggt að Sjálfstæð-
isflokkurinn og meðhjálparar hans
hefðu látið reisa öll þessi álver ef
álhringarnir hefðu haft áhuga á því.
Þökk sé áhugaleysi álhringanna og
einni og einni vinstri stjórn fyrir að
það var ekki gert.
Og Eyjafjörður? Er hann kannski
í eyði? Umræðurnar um álver í
Eyjafirði jukust um allan helming
þegar Sovétríkin hrundu af því að
iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu
markað fyrir vörur sínar í Sovét-
ríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki
í eyði. Þar hafa menn snúið sér að
uppbyggingu fjölþættrar atvinnu-
starfsemi. Háskólinn er kórónan
á sköpunarverkinu og þessa sömu
daga og rætt var um álver í Eyja-
firði vorum við að opna sjávarút-
vegsbraut við Háskólann á Akur-
eyri.
Er hægt að læra eitthvað af
þessu?
Glöggur kunningi minn benti
mér á þetta í gær: Álversumræð-
an núna er eins og um álverið í
Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt
að rifja það aðeins upp. Það hefur
verið gert hér.
Eyjafjörður á lífi –
samt er ekkert álver
Atvinnumál
Svavar
Gestsson
fyrrverandi ráðherra
Ég hef verið að hugleiða ýmislegt eftir að fréttist um yfirvofandi
fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu.
Þá kemur í ljós að einhverjir hafa
ekki verið að segja satt um stöðu
fyrirtækisins, spurning hvort það
eru fyrrverandi stjórnarmenn eða
núverandi stjórnarmenn.
Allt í einu er staðan orðin þannig
að grípa þarf til uppsagna til að
leiðrétta stöðuna, en fyrir nokkrum
mánuðum var staðan slík að fjár-
málastjórinn gat látið kaupa fyrir
sig bíl upp á um sjö milljónir. Aftur
á móti hafði verið tekin sú ákvörðun
að ekki yrði sett fjármagn í endur-
nýjun á vinnubílum fyrirtækisins.
Einnig gat fyrirtækið styrkt ýmis
félagasamtök eins og t.d. Skákaka-
demíuna um talsverða peninga.
Þetta lýsir ekki stöðu fyrirtækis
sem er í virkilegum skuldavanda.
Einnig vekur það athygli mína
eftir að vera búinn að skoða fund-
argerðir stjórnar frá því fljótlega
eftir hrun að hvergi kemur fram í
bókunum að hækka þurfi gjaldskrá
fyrirtækisins. Einnig vekur það
furðu að hvergi er bókað að stjórn-
armenn hafi mótmælt arðgreiðslum
til eigenda.
Ég veit ekki betur en fyrrverandi
borgarstjóri hafi boðað það fyrir
síðustu kosningar að ekki væri þörf
á gjaldskrárhækkun (þótt þorri
starfsmanna hafi vitað að hækka
þyrfti gjaldskrá), en eftir að nýr
borgarstjóri tekur við og ný stjórn
kemur að fyrirtækinu er þörf fyrir
hækkun upp á 28% og grípa þarf til
mikils niðurskurðar og uppsagna á
starfsfólki.
Spurningin er hvað veldur slík-
um viðsnúningi á þessum skamma
tíma. Mér finnst þetta lýsa því að
einhverjir séu að segja ósatt og
vil ég velta ábyrgðinni á stjórnar-
menn.
Annað mál: var ekki fyrirtækinu
rænt innanfrá af eigendum svip-
að og bönkunum? Þegar hlutur OR
í Landsvirkjun var seldur (allt of
ódýrt) fyrir 30 milljarða þá fóru
þeir aurar beint í borgarkassann.
Við sameiningu fyrirtækja OR
(hitaveitu, vatnsveitu og rafmagns-
veitu) á sínum tíma komu mis-
fróðir hagfræðingar og sögðu eig-
infjárstöðu fyrirtækisins allt of
mikla og gefið var út skuldabréf
upp á 10 milljarða sem runnu beint
í borgarsjóð.
Síðan var borgin í vandræðum
með fráveituna og hvað var gert?
Jú, OR var látin kaupa hana fyrir
um 22 milljarða.
Þá kem ég að öðru máli: Þess-
um 13 milljörðum sem borgin
hefur tekið til hliðar vegna hugs-
anlegra vandræða við fjármögnun
OR ætti borgin í raun og veru að
skila fyrirtækinu þar sem hún tók
á sínum tíma út þetta fjármagn sem
ég skýrði hér á undan.
Núna við endurskipulagningu
fyrirtækisins er verið að notast við
þá menn sem voru í æðstu stöðum
fyrirtækisins og tóku þátt í stjórn
þess (hluti þessara manna fékk sér-
staka kaupréttarsamninga þegar
REI var stofnað og ætluðu að græða
milljónir). Starfsmönnum finnst
eitthvað bogið við þetta. Það er
ekki verið að nýta sér krafta þeirra
manna sem koma beint að rekstri
og fá hjólin til að snúast. Að vísu er
búið að halda röð funda með starfs-
mönnum og sagt er að nota eigi
tillögur frá þeim við endurskipu-
lagningu fyrirtækisins, en þetta er
aðferðafræði sem gott er að nota
þar sem hópur A veit ekkert hvað
hópur B lét frá sér fara, þannig að
stjórnendum er í lófa lagið að segja
við starfsfólk þegar þeir fara að
endurskipuleggja að þeir séu bara
að framkvæma þær tillögur sem
komu frá starfsmönnum.
Þetta er klók stjórnun!
Mér finnst að þeir stjórnarmenn
sem nú sitja í stjórn og voru í fyrr-
verandi stjórn ættu að sjá sóma
sinn í því að hverfa á braut, og biðj-
ast afsökunar á því hvernig komið
er fyrir starfsmönnum sem verða
að kveðja og hafa ekkert að hverfa
til nema atvinnuleysisbætur.
Það eina sem ég veit varðandi
uppsagnir er að þeir stjórnendur
sem í dag ráða ríkjum hjá OR ætla
að fara mjög mildum höndum um þá
sem verða látnir fara, og aðstoða þá
eins og hægt er varðandi atvinnu-
umsóknir og fleira.
Hugleiðingar um stöðu OR
Orkuveitan
Kristinn
Gíslason
formaður
starfsmannafélags OR
og deildarstjóri dælu-
og fráveitustöðva
Mér finnst að þeir stjórnarmenn er
nú sitja í stjórn og voru í fyrrverandi
stjórn ættu að sjá sóma sinn í því að
hverfa á braut, og biðjast afsökunar.
heimur skemmtilegra hluta og hugmynda
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is
um helgina
890kr
3 erikur
990kr
3 callunurfrábært
verð!NJÓTUM HAUSTSINS
frábært
verð!
Ís
100kr
Allir haustlaukar25%
afsláttur
Öll
kerti
20% 50%
afsláttur
til
Meinholla Magga
hrákaka
350kr
Sykursæta Sandra
300kr