Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 23
15. október 2010 FÖSTUDAGUR1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
A
rnaldur Birgir Konráðs-
son hefur starfað sem
einkaþjálfari frá árinu
1997. Hann stofnaði
Boot Camp fyrir sex árum og
passar eins og gefur að skilja vel
upp á mataræðið. „Ég legg þó
aðaláherslu á fjölbreytni bæði
fyrir sjálfan mig og viðskipta-
vini mína. Þeim sem hugsa
mikið um heilsuna hættir hins
vegar oft til að fara að borða ein-
hæfan mat en þá eykst hættan á
að þeir fari á mis við ýmis mikil-
væg næringarefni. Ég reyni því
að borða úr öllum fæðuflokkum
og borða til dæmis mikið af
kjúklingi, fiski og ávöxtum.
Arnaldur hefur þróað Boot
Camp-kerfið í samstarfi við
Róbert Traustason, meðeiganda
sinn, og aðra þjálfara Boot
Camp síðustu sex ár og nú er svo
komið að þeir félagar hafa gefið
út bókina Boot Camp-Hámarks-
árangur. Hvatann að Boot
Camp-kerfinu segir Arnaldur
hafa verið þörf fyrir nýtt og
harðara líkamsræktarkerfi. „Við
leggjum engu að síður áherslu
á fjölbreytni og skemmtilegar
æfingar auk þess sem við gerum
mikið út á liðsanda og hópefli.
Þá er hægt að laga kerfið að
allra þörfum en í bókinni erum
við með fjögur kerfi; fyrir byrj-
endur, almennt kerfi, kerfi fyrir
íþróttafólk og kerfi fyrir lengra
komna.
Arnaldur gefur uppskrift að
léttum skyrdrykk sem hann
segir holla og góða máltíð
hvenær dagsins sem er.
vera@frettabladid.is
Arnaldur Birgir þróaði Boot Camp-kerfið í samvinnu við Róbert Traustason og nú hafa þeir félagar gefið út bók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hráefni
4-5 klakar
200 g vanilluskyr
1-2 msk. kókos
2-3 msk. múslí
½ banani og/eða pera
2 msk. prótínduft. Bragð-
laust eða með vanillu.
Aðferð
Allt sett í blandara og
hellt í glas. Þeir sem
þola mjólkurvörur illa
geta sleppt skyrinu
og notað eingöngu
prótínduft.
LÉTTBÚST
Arnaldur Birgir Konráðsson segir fólki sem hugsar mikið um heilsuna hætta til að borða einhæfan mat:
Fjölbreytnin fyrir öllu
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
4ra rétta
Góð tækifæ
risgjöf!
Kryddlegin bleikja
með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu
Humarsúpa
rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsins
það ferskasta hverju sinni; útfærður
af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvenna
með steinseljurótarmauki, aspas, rófu,
soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapioca
með steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
Auglýsingasími
Fjölskylduleiðangur verður í boði um sýninguna Að elta
fólk og drekka mjólk í Hafnarborg á sunnudag klukkan
14. Gestum gefst þar færi á að skoða listaverkin í leik
um safnið með aðstoð vísbendinga.