Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 26

Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 26
4 Lokahönd var lögð á hleðslu fimm metra hárrar vörðu sem trónir á toppi Hlíðarfjalls 11. september síð- astliðinn og fékk hún heitið Harðar- varða. Það voru 28 félagar í göngu- klúbbnum 24x24 sem áttu heiðurinn að hleðslunni. „Hörður Sverrisson sem varðan er nefnd eftir er búinn að vera við- loðandi fjallið og hefur starfað þar í sextíu ár sem skíðamaður, skíða- kennari og lyftuvörður. Hann var búinn að hamra á okkur í tíu ár með að byggja þessa vörðu vegna þess að Hlíðarfjall er svo slétt að ofan að þar vantaði kennileiti til þess að fá fólk þangað upp. Okkur þótti því tilvalið að varðan fengi hans nafn,“ segir Ragnar Sverrisson einn félag- anna í klúbbnum sem reisti vörðuna og bróðir Harðar. Ragnar segir að svona háar vörð- ur sé hvergi að finna á fjöllum á Íslandi. „Við ætluðum fyrst að hafa hana svona þriggja metra háa en títtnefndur Hörður lét hvorki laust né fast fyrr en við ákváðum að hafa hana fimm metra svo hún sæist vel frá bænum, sem hún gerir.“ Vinnan við vörðuna hófst í ágúst á síðasta ári. „Við fórum þá tvær helg- ar til þess að safna grjóti um allt fjallið og ætluðum svo að klára þetta seinni partinn í september. Þá gerði hins vegar ofsaveður svo við náðum ekki að klára þetta fyrr en í haust og fóru þrjár helgar í þetta. Tómas Júlíusson, garðyrkjumaður, hleðslu- meistari og einn úr hópnum, stjórn- aði verkinu. Í þessa vörðu og lítinn garð sem við hlóðum við hliðina á, til þess að skafi frá henni þegar snjóar í norðanátt, fóru um 70 tonn af grjóti sem við bárum í höndun- um. Mikil vinna en bara gleði fyrir fólk sem er í þessu fjallabrölti eins og við að standa í þessu.“ Um fjörutíu manns gengu upp að vörðunni um síðustu helgi í blíðskaparveðri og skráðu sig í gestabók sem er geymd inni í vörðunni að sögn Ragnars. „Alls eru um 100 manns búnir að skrifa í gestabókina og nánast ekkert af þessu fólki hefði farið þarna upp nema út af vörðunni. Hún er hvatning til Akureyringa og gesta þeirra að hreyfa sig.“ emilia@frettabladid.is Hvatning til hreyfingar Á toppi Hlíðarfjalls á Akureyri hefur verið reist myndarleg varða. Það voru félagar í klúbbnum 24x24 sem reistu vörðuna. Þeir hafa verið að ganga á 24 fjallatoppa í Glerárhringnum á 24 tímum. AKUREYRI MYND/ÚR EINKASAFNI Ragnar ásamt syni sínum Ragnari Þór og öðrum félögum í klúbbnum 24x24 við vörðuna á meðan vinna við hana stóð sem hæst. Samráð um markaðsmál og hönnun tekur að sér markaðs- mál hinna ýmsu fyrirtækja. Fyrirtækið Samráð um markaðs- mál og hönnun, sem er til húsa í menningarhúsinu Hofi á Akur- eyri, var stofnað á vormánuðum en það sér um markaðsmál fyr- irtækja sem til þess leita. „Fyrir- tæki geta úthýst markaðsmálum sínum til okkar og hefur starfsem- in gengið vonum framar,“ segir Fjóla Björk Karlsdóttir sem rekur stofuna í samvinnu við Ingu Björk Svavarsdóttur. „Við vinnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og getum ýmist séð alfar- ið um markaðsmálin eða verið viðbót við markaðsdeildir stærri fyrirtækja. Við erum í samstarfi við Birtingarhúsið og getum því útbúið herferðir á landsvísu fyrir hvern sem er hvar sem hann er á landinu,“ segir Fjóla. Meðal viðskiptavina Samráðs eru Leikfélag Akureyrar, Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og veitingahúsið Greifinn. Nýlega fór stofan svo að bjóða fyrirtækj- um áskrift. „Þá er greitt ákveðið mánaðargjald í tólf mánuði og á meðan hefur viðkomandi fyrirtæki aðgang að þjónustu okkar í ákveð- ið marga tíma á ári. Þetta er að mínu viti nýjung á markaði og ég veit ekki um önnur fyrirtæki sem bjóða sams konar þjónustu,“ segir Fjóla. Hún segir stefnt að því að opna stofu í Reykjavík innan tíðar. - rat, ve Taka að sér markaðsmál Fjóla Björk og Inga Björk opnuðu á Akureyri í vor og ætla að færa út kvíarn- ar innan tíðar. MYND/HEIDA.IS Shanghai-akademían frá Mols í Danmörku sækir Dalvík og Akureyri heim um helgina. Hana skipa þrjátíu ungmenni og samanstanda sýning- ar þeirra af tónlist, leikatriðum og söng. Öllum krökkum og ungmennum sem sækja félagsmiðstöðvarnar og Ungmennahúsið er boðið frítt á sýn- ingu hópsins sem verður haldin í Ketilhúsinu klukkan 16 sunnudaginn 17. október. Sjá nánar á www.akureyri.is · fiskvinnsla frá árinu  · Saltfiskurinn frá Ekta fiski er unninn með gömlu íslensku handbragði og er án allra aukefna. Sérútvatnaði saltfiskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saltfiskrétti og fæst í verslunum um allt land. Hafðu samband! Þessi gamli góði 466 1016 www.ektafiskur.is PÖNTUNARSÍMI: 10 18 9A B LE K - w w w .b le kh on nu n. is Alhliða þjónusta á sviði markaðsmála og hönnunar Áskriftarleiðir Samráðs: · Markaðsstjórinn þinn · Stóri markaðsstjórinn · Litli markaðsstjórinn www.samrad.is · 461 2400 · Sér markaðsdeild fyrir fyrirtækið þitt · Hámarksárangur fyrir lágmarkskostnað · Aðgangur að tengslaneti og þekkingu – sveigjanleiki sem borgar sig Stapi – gisting býður uppá gistingu í 2ja herbergja rúmgóðri íbúð (2-6 + manns) á fjölskylduvænum stað í þorpinu á Akureyri. Stór og góður garður er við húsið. Gæludýr eru velkomin til okkar. Athugið með verðtilboð á heimasíðu okkar. Stapi-Gisting Stapasíðu 12 603 Akureyri Sími 691-5520 Tölvupóstur gudrun@stapigisting.is Heimasíða www.stapigisting.is Stapi-Gisting Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.