Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 34

Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 34
8 föstudagur 15. október ✽ b ak v ið tj öl di n Besti staðurinn? Ætli það sé ekki Flateyri um þessar mundir. Ég alveg elska Flateyri, það er svo fá- ránlega skemmtilegt fólk þar. Svo er heima og sveitin alltaf best. Uppáhaldskvikmyndin? Ætli myndin sem ég hef séð oftast sé ekki Reservoir Dogs. Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir er stoltur Árbæingur, vel plögguð, þrífst best í starfi þar sem nóg er um hasar og elti ástina eitt sinn alla leið til Hafnar í Hornafirði. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson É g er Árbæingur í húð og hár og afskaplega stolt af því, eins og flestir Árbæingar,“ segir Arnþrúður, eða Addú eins og hún er betur þekkt, brosandi. Hún lærði hárgreiðslu á sínum yngri árum og vann á hár- greiðslustofu í tvö ár en segist hafa áttað sig á því að þetta væri ekki starf sem hún vildi leggja fyrir sig. „Ég fékk bara allt í einu upp í kok af hári. Meira að segja svo mikið að ég fór ekki í klipp- ingu í tvö ár. Ég áttaði mig á því að þetta væri ekki það sem ég vildi vinna við það sem eftir væri og þá fannst mér alveg eins gott að hætta,“ útskýrir hún. Addú hóf störf í tískuverslun við Laugaveg en endaði óvart sem starfsmaður á Kaffibarnum. „Það kom þannig til að vinkona mín sem rak stað- inn á þessum tíma, þurfti aðstoð eitt kvöldið. Ég hjálpaði henni og endaði svo á því að vinna þarna í nokkur ár.“ HENTI DAMON ALBARN ÚT Hún segist hafa upplifað margar skrautlegar uppákomur á meðan hún vann á barnum og nefnir í því samhengi eitt skipti þegar hún neyddist til að henda tónlistar- manninum Damon Albarn út af staðnum. „Ég held að hann hafi átt brot í staðnum á þessum tíma. Ég man bara eftir því að ég tók hann eitt kvöldið og fleygði honum út af því hann hagaði sér svo illa. Maður nennti engu veseni.“ Addú kynntist mörgu frá- bæru fólki í gegnum starfið á Kaffibarnum og þar fékk hún einn- ig fyrst nasaþefinn af kvikmynda- bransanum. „Margir af fastakúnn- unum unnu við kvikmyndagerð á þessum tíma og það fékk mig að- eins til að spá í þann bransa. Þetta virtist mjög heillandi og skemmti- legur heimur, svona miðað við það sem maður heyrði frá þessu dásemdarfólki.“ HRIFIN AF EYJUM Addú starfaði einnig um stund sem viðburðastjóri hjá Ölgerð- inni og aðstoðaði meðal annars við allan undirbúning fyrir Þjóð- hátíð í Eyjum. Hún segist mjög hrifin af Vestmannaeyjum og við- urkennir að hún sé með sterk tengsl til eyjanna. „Ég á mjög kæra vinkonu sem er þaðan og ég hef verið svo lánsöm að kynnast Vest- mannaeyjum í gegnum hana og hennar fjölskyldu. Fyrir utan það er ég mikið Þjóðhátíðarbarn og hef varla sleppt Þjóðhátíð frá því ég var sextán ára gömul. Undafarin ár er ég reyndar farin að fara frek- ar á Goslokahátíð, ætli það sé ekki aldurinn,“ segir hún hlæjandi. Eftir að hafa unnið hjá Ölgerð- inni í nokkurn tíma ákvað Addú að halda á vit ævintýranna og ÞRÁIR ROKKIÐ O                                      !"   # $    %   &' (   !"#"$$ )     *+   $ $ ,-     /0 $    ! * 12. . , $    ###'454 Ullarkápur eru nokkuð sem þykir móðins í vetur og hentar okkur sem hér búum ágætlega. Ullarkápurnar eru flottar til daglegs brúks í vetur og ættu að ylja manni yfir hörðustu vetrarmánuðina. Góðar kápur fyrir veturinn: Ullin vermir í vetur Flottur jakki Ullarkápur sem þessi eru tilvaldar fyrir veturinn. Hlýjar og notalegar. Elskar kvikmyndabrans- ann Arnþrúður Dögg Sigurð- ardóttir hefur unnið við margt um ævina. Undanfarin ár hefur hún þó unnið alfarið við kvik- myndabransann og kann best við sig þar. Kósí kragi Loð- kraginn ver við- kvæma fyrir kulda. Bundin Flott ullarkápa sem er bundin um mittið. Dökkir haustlitir tróna yfir bjartari sum- arlitum hvað val á nöglum snertir. Falleg- ar plómulitaðar neglur eru það heitasta í haust. Þessi naglalökk fást í Make Up Store í Kringlunni. Hættulega flottar neglur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.