Fréttablaðið - 15.10.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 15.10.2010, Síða 39
Lífsmottóið? Ekkert mottó, maður á bara að vera glaður, bjart- sýnn og góður við ná- ungann. Uppáhaldsrétturinn? Það eru pottþétt gellurn- ar hjá honum Úlfari á Þremur frökkum, hreinn unaður. Uppáhaldsárstíðin? Sumar eða vetur, helst að sleppa þessu veseni sem er á milli, þó svo að haustlitinir séu alveg ótrúlega fallegir. dvaldi sumarlangt á Spáni, þar sem hún bjó hjá vinkonum sínum. „Þetta var held ég það skemmti- legasta sem ég hef gert á ævinni! Bestu vinkonur mínar bjuggu úti á þessum tíma þannig að ég hafði í raun þrjá mismunandi staði til að búa á, einn í miðbæ Barcelona, annan í úthverfi borgarinnar og þann þriðja á ferðamannastað rétt fyrir utan borgina. Svo eyddi maður sumrinu í að skemmta sér og kynnast nýju fólki.“ Addú kynntist sambýlismanni sínum, kvikmyndagerðarmannin- um Sindra Kjartanssyni, skömmu eftir heimkomuna frá Spáni og heillaðist það mikið af honum að hún elti hann til Hafnar í Horna- firði þar sem hann vann við gerð kvikmyndarinnar Bjólfskviðu. „Við vorum nýbyrjuð að hittast þegar hann flutti austur á Höfn í Horna- firði til að vinna við Bjólfskviðu. Mér fannst þetta ekki alveg vera málið og vantaði vinnu, og fékk mjög góðan vin minn, sem vann líka við myndina, til að ráða mig í vinnu svo ég gæti verið með Sindra og ekki sakaði að vera á launum líka,“ segir Addú og bætir við: „Maður reddar sér alveg.“ VANTAÐI ROKKIÐ Parið bjó í litlu hótelherbergi meðan á tökunum stóð og lýsir Addú tímanum sem stórskemmti- legum. „Við vorum saman alla daga, vöknuðum í geðveiku stuði klukkan fimm á morgnana og fengum okkur instant-kaffi til að ræsa okkur og fórum svo að vinna. Þessi tími varð líka til þess að ég heillaðist af kvikmyndagerð og öllu „ruglinu“ sem henni fylgir. Fyrir utan að hafa kynnst öllum þessum skemmtilegu dugnaðar- forkum.“ Innt eftir því hvað það er við þennan bransa sem heilli hana segist Addú bæði hafa gaman af keyrslunni sem fylgi starfinu og samvistunum við samstarfsfélag- ana sem hún kallar miklar hetj- ur. Hún segir þó mikið álag fylgja starfinu og að það taki sinn toll af samböndum þeirra sem vinna innan bransans. „Ég tek ofan fyrir þeim sem láta fjölskyldulífið virka þrátt fyrir vinnuna. Ég held að það þurfi að ríkja mikill skilningur á báða bóga til að samböndin gangi því þessi vinna getur étið mann upp til agna.“ Eftir Bjólfskviðu fékk Addú hvert verkefnið á fætur öðru og vann meðal annars við gerð sjón- varpsþáttanna Strákarnir, Stelp- urnar og Næturvaktina. Hún segir vinnutímann við Næturvaktina hafa verið erfiðan þar sem dag- arnir voru langir og einmana- legir. Í kjölfarið fékk hún nóg af bransanum og þráði ekkert heit- ar en venjulegt líf með reglulegri vinnutíma og föstum launum. „Ég fann fyrir leiða og þreytu og þráði tilbreytingu. Ég fór að vinna sem sölumaður en það skrítna er að það kom fljótt upp söknuður eftir hinu, þannig að ég hætti sölu- starfinu og var ráðin í sjónvarps- þáttinn Svarta engla. En ég er ánægð með að hafa prófað hitt því nú veit ég að „venjulegt“ líf hent- ar mér ekki. Það vantaði rokkið og vitleysuna.“ GOTT SAMSTARF Addú starfar nú sem framleið- andi hjá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore og segist kunna mjög vel við sig þar. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í London og útibú bæði í New York og Reykjavík og er eitt hið stærsta í heiminum á sínu sviði. Hún á einnig fyrirtæk- ið Kjartansson ehf. ásamt Sindra, en fyrirtækið framleiddi meðal annars heimildarmyndina Back- yard í leikstjórn Árna Sveinsson- ar sem sýnd verður á kvikmynda- hátíðinni CPH/DOX í nóvember og er einnig sýnd í Bíói Paradís fram yfir Airwaves-hátíðina. Innt eftir því hvernig það sé að vinna með kærastanum segir Addú það hafa gengið ágætlega. „Við vinnum reyndar ekki mikið saman í dag. Hann vinnur mest sem aðstoðar- leikstjóri og framleiðandi á meðan að ég starfa alfarið fyrir Framest- ore. Samstarf okkar felst aðallega í því að ég skamma hann fyrir rass- vasabókhald og kaup á gömlum bíldruslum, sem fer ekkert alltaf vel í gamla Árbæinginn. Við erum ólík en við náum vel saman.“ Addú segist sátt við lífið þessa stundina og telur ólíklegt að hún eigi eftir að skipta um starfsvett- vang á næstunni. „Framework er að gera svo stórkostlega hluti í dag og tækifærin eru mörg þannig að ég fer ekki neitt.“ Blaðamaður spyr Addú að lokum út í annað áhugamál henn- ar, nefnilega bifhjól. „Ég reyni að hjóla eins mikið og ég get. Þessa dagana er ég reyndar kona á milli hjóla, ég er að leita að drauma- hjólinu mínu. Í framtíðinni lang- ar mig að eiga bæði „chopper“ og „krossara“ þannig ég gæti eytt sumrinu í að þeysast um sveitirn- ar – á meðan Sindri vinnur,“ segir hún hlæjandi að lokum. OG VITLEYSUNA „Ég tek ofan fyrir þeim sem láta fjöl- skyldulífið virka þrátt fyrir vinnuna. Ég held að það þurfi að ríkja mikill skilningur á báða bóga til að sam- böndin gangi því þessi vinna getur étið mann upp til agna.“ NÝ SKÓSENDING Í GYLLTA KETTINUM, Allir skór á 12.800 kr. stærðir 36-41 AUSTURSTRÆTI 8-10 • SÍMI 5340005

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.