Fréttablaðið - 15.10.2010, Side 47
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 5
Svifvængjasetur Norðurlands er í
miðbæ Akureyrar, með aðsetur hjá
Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
Að setrinu stendur ungt fólk með
ódrepandi áhuga á svifvængjaflugi
og ævintýraþrá í blóðinu. Það hefur
meðal annars boðið upp á námskeið
í svifvængjaflugi.
„Í sumar buðum við upp á nýj-
ung, dagsnámskeið í svifvængja-
flugi þar sem farið var í undir-
stöðuatriði flugsins, hvernig stjórna
eigi vængnum frá jörðu og tókum
jafnvel nokkur „hólahopp“, svif af
hól niður á jafnsléttu á aðeins sex
klukkutímum.“ segir Gísli Steinar
Jóhannesson, leiðbeinandi hjá Svif-
vængjasetrinu, sem segir flug á
svifvængjum vera mikið ævintýri
og að hann hafi heillast algjörlega
strax í fyrsta flugi árið 2008. Hann
vill ekki láta titla sig eiganda Svif-
vængjasetursins enda sé ekkert að
eiga heldur sé þetta félagsskapur
fólks sem hafi áhuga á svifvængja-
flugi.
En hvað kom til að Svifvængja-
setrið var sett á stofn? „Þetta er búið
að vera vinsælt í Reykjavík í nokkur
ár, reyndar gengið nokkuð í bylgjum
en nú virðist vera kominn stöðugur
hópur sem stundar þetta og þá þótti
okkur tímabært að starta námskeið-
um hér fyrir norðan. Þetta er líka
svo ódýrt sport, bara stofnkostnaður
í búnaðinum en hann er nánast við-
haldsfrír og sjálft flugið kostar ekki
neitt. Tilvalið í kreppunni.“ Nám-
skeiðahaldið mun þó liggja niðri
í vetur, en Gísli Steinar segir að
farið verði af stað af fullum krafti
snemma næsta vor. „Það er ekkert
gaman að fljúga á svifvængjum á
veturna, þótt veðrið sé gott dimmir
svo fljótt og maður sér ekki neitt.“
Spurður hvort svifvængjaflug sé
ekki hættulegt, segir hann að það
geti verið mjög hættulegt ef menn
viti ekki hvað þeir eru að gera.
„Þess vegna er algjörlega nauðsyn-
legt að fara á námskeið og læra réttu
aðferðina,“ segir hann. Í svifvængja-
félaginu á Akureyri eru fimm virk-
ir félagar, en Gísli segist ekki efast
um að þeim eigi eftir að fjölga
næsta sumar. Starfsemi félagsins
sé ekki bundin við Akureyri, nem-
endur hafi komið bæði frá Dalvík
og Norðfirði og áhuginn sé alltaf að
aukast. Kannski Akureyringar stytti
sér skammdegið með draumum um
svifvængjaflug að vori.
fridrikab@frettabladid.is
Svifið vængjum þöndum
Ungt áhugafólk um svifvængjaflug hefur komið upp Svifvængjasetri á Akureyri og staðið fyrir námskeið-
um. „Tilvalið sport í kreppunni,“ segir Gísli Steinar Jóhannesson, leiðbeinandi hjá Svifvængjasetrinu.
„Það er algjörlega nauðsynlegt að fara á námskeið og læra réttu aðferðina,“ segir Gísli Steinar.
Gísli Steinar Jóhannesson,
leiðbeinandi hjá Svifvængja-
setrinu á Akureyri, kennir tólf
ára syni sínum réttu taktana.
Miðasala á www.menningarhus.is
og í síma 450-1000
AÐVENTUVEISLA Í HOFI
Laugardaginn 4. desember kl: 18:00
Aukatónleikar 5. desember kl: 16:00
Einsöngvarar Diddú og Páll Óskar
Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson
Miðaverð í forsölu: 3.200 kr.
uppselt
www.sinfonianord.is
PÉTUR OG ÚLFURINN Í HOFI
Miðvikudaginn 27. Október kl: 17:00
Sviðsett með leikbrúðum í samstarfi
við Brúðuheima í Borgarnesi og
Leikfélag Akureyrar.
Miðaverð 1.500 kr.
Hótel Íbúðir | Geislagata 8 | 600 Akureyri | sími 8929838 |
Netfang: hotelibudir@hotelibudir.is | www.hotelibudir.is
Hótelíbúðir í hjarta Akureyrar
SALA AÐGÖNGUMIÐA
Á WWW.LEIKFELAG.IS
WWW.LEIKFELAG.IS
NÆSTA SÝNING
16. OKT.
Í RÝMINU
MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS
NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS
Hjaltalín
ásamt Kammersveit Sinfóníuhljómsveitar
norðurlands flytja efni af metsöluplötunum
Sleepdrunk Season og Terminal
ennfremur sem þau frumflytja nýtt efni
föstudaginn 5. nóvember kl 20.00
Miðasala í Hofi og á midi.is
Miðaverð kr.4400
Námsmannatilboð kr.3500
Bitra ehf / Græni Hatturinn kynna með stolti
Au
glý
sin
ga
sím
i
Gamli bærinn í Lauf-
ási lifnar við á morg-
un milli 13.30 og 16,
þegar hægt verður að
sjá hvernig kindahaus-
ar eru sviðnir, smakka
reyktan bringukoll
og bragða á fjalla-
grasaslátri og -súpu.
Þá verður slegið upp
haustmarkaði og
boðið upp á lummu-
kaffi í Gamla prests-
húsinu.
Heimild: www.
akureyri.is