Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 60
32 15. október 2010 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Bloodgroup ★★★★
Nasa
Stuð frá byrjun til enda
Bloodgroup er ekki aðeins ein besta
hljómsveit landsins um þessar
mundir, hún er einnig ein sú svalasta.
Hljómsveitin greip áhorfendur á Nasa
á miðvikudagskvöld og sleppti ekki
takinu fyrr en búið var að taka síðasta
hljómborðið úr sambandi.
Nýja söngkonan Sunna Margrét og
hinn færeyski Janus mynda magnað
teymi í forgrunni og bræðurnir Hallur
og Ragnar steypa þéttan grunn undir
allt. Þá var strengjasveitin sem fylgdi
Bloodgroup á svið frábær.
Tónleikar Bloodgroup voru stuð
frá byrjun til enda, flutningurinn var
frábær og áhorfendur vildu skiljanlega
meira. - afb
Buxnaskjónar ★★
Amsterdam
Taugaspenna
Það kom í hlut Buxnaskjóna frá Akur-
eyri að hefja leik á Amsterdam á mið-
vikudagskvöld. Tríóið leikur hressilegt
pönk og textarnir eru á Íslensku.
Tónleikarnir fóru hægt á stað, enda
staðurinn hálftómur og hljómburður
ekki eins og best verður á kosið.
Hljómsveitinni óx þó ásmegin þegar
leið á og spilaði fjölmörg örstutt lög
sem voru búin áður en þau byrjuðu.
Það var augljóst að meðlimir
hljómsveitarinnar voru taugaóstyrkir
og mætingin spilaði vafalaust þar
inn í. Þeir eiga þó nóg inni og mæta
vafalaust brjálaðir til leiks að ári. - afb
Benny Crespo´s Gang ★★★
Nasa
Rokkkeyrsla
í tímaþröng
Vegna tækniörðugleika steig Benny
Crespo´s Gang á svið um tíu mín-
útum á eftir áætlun. Til að halda
tímaáætlun fékk sveitin aðeins að
taka fjögur lög en upphaflega voru
sjö lög á efnisskránni. Frammistaða
sveitarinnar var góð en líklega hefði
hún þurft meiri tíma til að komast á
flug. Rokkkeyrslan var þétt enda með-
limir Benny Crespo´s Gang fyrirtaks
hljóðfæraleikarar. Eingöngu ný lög af
væntanlegri plötu voru á dagskrá og
hljómuðu þau tvö fyrstu best. Minntu
þau stundum á Muse, nema rokkaðri
og ekki alveg eins grípandi. - fb
Agent Fresco ★★★★
Nasa
Fullfrískir og kraftmiklir
Fregnir af hálsbólgu söngvarans Arn-
órs Dan virtust stórlega ýktar þegar
hann birtist á sviðinu með undarlegt
höfuðfat sem minnti einna helst á
Pretador-skrímslið. Röddin virtist í
fínu lagi og var hann hvergi banginn
við að láta reyna á hana. Lét hann sér
ekki muna um hvert dauðarokksöskr-
ið á fætur öðru, hoppandi og skopp-
andi um sviðið. Agent Fresco skartaði
nýjum bassaleikara á tónleikunum
og féll hann einkar vel inn í hópinn.
Sveitin spilaði að mestu gömul lög en
það næstsíðasta var glænýtt af vænt-
anlegri plötu. Frábært lag sem lofar
virkilega góðu um framhaldið. - fb
AIRWAVES BYRJAR MEÐ
Þrátt fyrir fámenni á Amsterdam
við upphaf Airwaves-hátíðarinnar
voru mætir menn mættir á svæðið.
Trommuleikarinn Þorvaldur
Gröndal, sem er þekktastur fyrir
að lemja rafhúðir í hljómsveitinni
Trabant, fylgdist með hljómsveit-
inni Buxnaskjónar rétt eins og
Rögnvaldur gáfaði, fyrrverandi
Hvanndalsbróðir.
Á Sódómu skömmu
síðar skaust formaður
borgarráðs Dagur
B. Eggertsson upp
stigann eftir stutt samtal
við útvarpsmanninn
Mána Pétursson af
Xinu. Morgunhaninn
Ómar Eyþórsson,
samstarfsfélagi Mána,
var einnig á svæðinu og Mugison
steig á svið með Pétri.
Á Nasa var uppistandarinn Alma
Geirdal mætt og fylgdist
með hljómsveitinni
Sykri. Óli Palli af Rás 2
var þar einnig rétt eins
og yfirplöggarinn Jón
Gunnar Geirdal og
Ásgeir Kolbeins.
- afb
FÓLK Á AIRWAVES
HÓFU LEIK Buxnaskjónar frá Akureyri spiluðu pönkið sitt á Amsterdam.
> AFTUR Á LOFT
Miklar sögur ganga nú um Holly-
wood þess efnis að gerð verði fram-
haldsmynd Top Gun frá 1986. Öruggt
er talið að Tom Cruise muni leika
aðalhlutverkið en framleið-
andi er enginn annar en Jerry
Bruckheimer. Þessar hug-
myndir hafa fengið byr undir
báða vængi eftir velgengni
framhaldsmyndarinnar Wall
Street: Money Never Sleeps.
Leikarinn Will Arnett hvetur aðdáendur sína til að taka
þátt í undirskriftasöfnun til bjargar nýjasta
sjónvarpsþætti sínum. Þátturinn, Running
Wilde, fór í loftið í síðasta mánuði en hlaut
fremur dræmt áhorf. Arnett leikur sjálf-
umglaðan milljónamæring sem reynir að
heilla gamla kærustu úr menntaskóla
að nýju. Fox-sjónvarpsstöðin pantaði
þrettán þætti af Running Wilde en
Arnett telur ólíklegt að fleiri verði
gerðir ef áhorfið eykst ekki.
Aðdáendur hafa tekið vel í bón
Arnetts enda er hann í guðatölu
hjá mörgum, sér í lagi gömlum
aðdáendum Arrested Development.
Ósáttur Arnett
ÓSÁTTUR Will Arnett reynir að
bjarga nýjasta grínþætti sínum.
GLÆPAFARALDUR
Í EYMUNDSSON
Síðustu dagar
glæpafaraldurs.
Spennubækur á
kr. 1.990,-
Hafðu það
notalegt um
helgina!
Meðgöngujóga
Meðgöngujóga námskeið að hefjast hjá Jóga stúdíó.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum
klukkan 20:00-21:00.
Hefst mánudaginn 18. október.
Seljavegur 2 - 101 Reykjavík
www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum klukkan
18:30 – 19:30 í fjórar vikur í senn. Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma
á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría
viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning í síma 695-8464
Drífa og 772-1025 Ágústa. Eða á jogastudio.is
1. mánuður 10.000 kr
2. mánuðir 18.000 kr
3. mánuðir 22.000 kr
Skráning hafin á jogastudio.is eða í síma 772-1025 Ágústa
og 695-8464 Drífa
jogastudio@hotmail.com
Au
gl
ýs
in
ga
sím
i