Fréttablaðið - 15.10.2010, Page 64
15. október 2010 FÖSTUDAGUR36
sport@frettabladid.is
JÓN GUÐNI FJÓLUSON er afar eftirsóttur þessa dagana en stórliðin PSV Eindhoven
og FC Bayern vilja bæði skoða strákinn betur. Hann heldur til PSV í næstu viku og þegar
hann er búinn að æfa þar mun hann færa sig yfir til Þýskalands og æfa með Bayern.
Henry Birgir
Gunnarsson
segir sína skoðun
Árangur A-landsliðsþjálfara í mótsleikjum:
50
40
30
20
10
0%
Guðjón Þórðarson
HM 1998 og EM 2000
Atli Eðvaldsson
HM 2002 og EM 2004
Ásgeir Sigurvinsson
og Logi Ólafsson
EM 2004 og HM 2006
Eyjólfur Sverrisson
EM 2008
Ólafur Jóhannesson
EM 2008, HM 2010 og
EM 2012
50%
14%
24%
31%
41%
Landsliðið í frjálsu falli
FÓTBOLTI Það er afar áhugavert
að fylgjast með þeirri þróun sem
hefur orðið hjá íslenska A-lands-
liðinu síðan Guðjón Þórðarson
náði flottum árangri með liðið í
kringum aldamótin.
Frá því að Guðjón fór til Stoke
er stöðugur tröppugangur niður á
við hjá landsliðinu og sérstakt að
árangurinn hefur alltaf versnað
á milli þjálfara. Enginn þjálfari
á eftir Guðjóni hefur náð að gera
betur en forveri hans.
Margir héldu að botninum
hefði verið náð undir stjórn Eyj-
ólfs Sverrissonar en Eyjólfur náði
engum árangri og tapaði meðal
annars stórt gegn smáríkinu
Liechtenstein.
Eyjólfur náði aðeins í 24 pró-
sent þeirra stiga sem í boði voru
á sínum tíma en það er samt tíu
prósentustigum betri árangur en
hjá Ólafi Jóhannessyni, sem hefur
stýrt landsliðinu í tólf alvöru leikj-
um. Eyjólfur stýrði liðinu í ellefu
alvöru leikjum á sínum tíma.
Þessi niðurstaða er mikið áfall
fyrir stjórn KSÍ, sem er ábyrg
fyrir ráðningu þjálfara, en síðustu
ráðningar hafa verið allt annað en
óumdeildar. Eyjólfur var ráðinn
inn eftir að hafa náð takmörkuð-
um árangri með U-21 árs liðið á
sínum tíma. Margir höfðu einn-
ig efasemdir um hæfi Ólafs sem
landsliðsþjálfara.
Nú sýnir það sig svart á hvítu að
efasemdarmennirnir höfðu mikið
til síns máls. Síðasta undankeppni
var léleg en stjórn KSÍ ákvað samt
að ráða Ólaf áfram sem þjálfara.
Framhaldið þekkja allir – þrjú töp
í þremur leikjum í núverandi und-
ankeppni. Árangur Ólafs er léleg-
asti árangur allra landsliðsþjálfara
sem hafa náð tíu mótsleikjum!
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
hefur formaður KSÍ, Geir Þor-
steinsson, lýst yfir stuðningi við
Ólaf, sem hann endurréð eftir
lélega undankeppni.
Undir forystu Geirs hefur A-
landslið karla verið í frjálsu falli
og þær landsliðsþjálfararáðning-
ar sem hann er ábyrgur fyrir hafa
reynst þær verstu á síðari tímum.
Geir ber því mikla ábyrgð enda
hafa ráðningar hans ekki verið
faglegar og menn fengið lands-
liðsþjálfarastarfið án þess að hafa
í rauninni unnið til þess.
A-landsliðið stendur á ákveðnum
tímamótum í dag. Upp er að koma
ein efnilegasta kynslóð knatt-
spyrnumanna sem Ísland hefur átt.
Kynslóð sem menn binda vonir við
að geti keppt af fullri alvöru um að
koma A-landsliðinu á stórmót.
Það er á ábyrgð KSÍ að sjá til
þess að þessir frábæru knatt-
spyrnumenn fái þá faglegu þjálf-
un og umgjörð sem mun stuðla
að því að A-landsliðið blómstri á
næstu árum.
Til að slíkur árangur náist þarf
hæfan og góðan þjálfara fyrir
þessa efnilegu stráka. KSÍ hefur
nú kjörið tækifæri til þess að
breyta um þar sem langt er í næsta
mótsleik. Verður áhugavert að sjá
hvort KSÍ sinnir ábyrgðarhlut-
verki sínu og ræður nýjan þjálf-
ara eða setur þennan efnilega hóp
leikmanna í hendurnar á þjálfaran-
um sem hefur náð einum lélegasta
árangri landsliðsins frá upphafi.
Lengi getur vont versnað
Árangur A-landsliðs karla hefur versnað með hverju stórmóti síðan Guðjón
Þórðarson yfirgaf skútuna. Guðjón náði 50 prósenta árangri í mótsleikjum.
Árangur Ólafs Jóhannessonar er sá langslakasti, aðeins 14 prósent.
FORMAÐURINN OG ÞJÁLFARINN Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur alla tíð stutt Ólaf þjálfara þar til fyrir skömmu er hann
ákvað að taka U-21 árs landsliðið fram yfir A-landsliðið. Ólafur var ekki sáttur en ætlar að sitja áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Mótsleikir A-þjálfara:
Guðjón Þórðarson (HM 1998, EM
2000)
Leikir: 14
Sigrar: 6
Jafntefli: 3
Töp: 5
Markatala: 22-15 (+7)
Stig: 21
Hlutfall stiga í húsi: 50%
Atli Eðvaldsson (HM 2002, EM 2004)
Leikir: 13
Sigrar: 5
Jafntefli: 1
Töp: 7
Markatala: 18-23 (-5)
Stig: 16
Hlutfall stiga í húsi: 41%.
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson
(EM 2004, HM 2006)
Leikir: 15
Sigrar: 4
Jafntefli: 2
Töp: 9
Markatala: 21-33 (-12)
Stig: 14
Hlutfall stiga í húsi: 31%
Eyjólfur Sverrisson (EM 2008)
Leikir: 11
Sigrar: 2
Jafntefli: 2
Töp: 7
Markatala: 10-24 (-14)
Stig: 8
Hlutfall stiga í húsi: 24%
Ólafur Jóhannesson
(EM 2008, HM 2010,
EM 2012)
Leikir: 12
Sigur: 1
Jafntefli: 2
Töp: 9
Markatala: 9-22
(-13)
Stig: 5
Hlutfall stiga í húsi:
14%
NÚ ER
TVÖFALT
MEIRA
Í VINNING
EN Á-DUR!
I I
!
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
ÚRV.D.
ÚRV.D.
1. D.
Arsenal - Birmingham
Bolton - Stoke
Fulham - Tottenham
Man. Utd. - WBA
Newcastle - Wigan
Wolves - West Ham
AIK - Gefl e
Crystal P - Millwall
Leicester - Hull
Portsmouth - Watford
QPR - Norwich
Reading - Swansea
Sheffi eld Utd. - Burnley
76.000.000
28.500.000
22.800.000
47.500.000
ENSKI BOLTINN 16. OKTÓBER 2010
41. LEIKVIKA
(13 R.)
(12 R.)
(11 R.)
(10 R.)
Stærstu nöfnin eru í Enska
boltanum og nú er potturinn
orðinn ennþá stærri. Vertu með
og tippaðu fyrir kl. 13 á morgun.
SÖLU LÝKUR 16. OKT. KL. 13.00
1 X 2
TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS
FÓTBOLTI George Gillett og Tim
Hicks, eigendur Liverpool, hafa
gert allt sem þeir geta til þess að
stöðva sölu félagsins til NESV
sem er í eigu Johns Henry sem
einnig á Boston Red Sox.
Á miðvikudagskvöld fengu þeir
Gillett og Hicks lögbannskröfu
á söluna frá Texas í Bandaríkj-
unum en stjórn Liverpool hafði
samþykkt tilboð frá NESV upp á
300 milljónir punda.
Dómstólar í Bretlandi hnekktu
í gær lögbannskröfunni frá Texas
og sögðu ríkið hafa nákvæmlega
ekkert um málið að segja.
Þar með er væntanlega öll von
úti hjá þeim Gillett og Hicks.
Singapúrinn Peter Lim dró í
gær tilboð sitt í Liverpool til baka
þar sem hann sagði stjórn félags-
ins engan áhuga hafa á að semja
við sig.
Stjórnin ætlar því að standa við
að selja NESV félagið og Liver-
pool er því væntanlega endan-
lega laust við þá Gillett og Hicks.
Stuðningsmenn félagsins fagna
því. - hbg
Salan á Liverpool:
Gillett og Hicks
að missa félagið
Á FÖRUM Hicks og Gillett er þeir keyptu
Liverpool á sínum tíma.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES