Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 65
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 37 FÓTBOLTI Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur átt lið í úrslita- keppni Evrópumeistaramóts karla- landsliða sem skipuð eru leikmönn- um 21 árs og yngri. Ísland tryggði sér á mánudags- kvöldið sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku næsta sumar með 2-1 sigri á Skotum í Edinborg og 4-2 samanlagt í umspilsrimmu liðanna. Gamla „metið“ átti Albanía sem hefur einu sinni komist í hóp átta bestu U-21 landsliða Evrópu en það var árið 1984. Um þrjár milljónir bjuggu í Albaníu þá, eða næstum tífaldur fólksfjöldi Íslands. Hag- stofa Íslands segir að í upphafi árs hafi verið rúmlega 317 þúsund íbúar á Íslandi. Undirstrikar þetta enn frekar hversu glæsilegur árangur íslenska U-21 landsliðsins er, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrna er almennt talin vinsælasta íþrótt heims og með flesta iðkendur. Samkvæmt könnun FIFA frá árinu 2006 eru 265 millj- ónir iðkenda um allan heim. Í sömu úttekt er Ísland skráð með 32.408 iðkendur en Albanía, til samanburðar, með rúm 164 þúsund. Skotland, sem Ísland sló úr leik í umspilinu, er með 420 þúsund. Þýskaland, næstfjölmennasta þjóð Evrópu, er með 16,3 millj- ónir knattspyrnuiðkenda sam- kvæmt sömu könnun. Ísland lék með Þýskalandi í riðlakeppninni og vann 4-1 sigur á heimavelli en liðin gerðu jafntefli ytra, 2-2. Þjóð- verjar eru einnig ríkjandi Evrópu- meistarar í flokki U-21 landsliða en fá ekki tækifæri til að verja titilinn í Danmörku á næsta ári. Það skal tekið fram að ekki var haldin sérstök úrslitakeppni í EM U-21 landsliða fyrr en árið 1994. Keppnin hefur þó farið fram reglu- lega frá 1978. Fram til ársins 1994 komust átta lið upp úr riðlakeppn- inni í útsláttarkeppni þar sem leikið var heima og að heiman og samanlögð úrslit giltu. Ísland verður eini nýliðinn í úrslitakeppni EM næsta sumar sem verður átjánda mótið frá upp- hafi í þessum aldursflokki. Ísland er 36. Evrópuþjóðin sem kemst í hóp átta bestu í sögu keppninnar. - esá Ísland í hópi 36 þjóða sem hafa komist upp úr undankeppni Evrópumeistaramóts U-21 landsliða: Langfámennasta þjóðin sem kemst svo langt Fámennustu þjóðirnar Tölur í milljónum* 1. Ísland 0,317 2. Albanía 3,2 3. Króatía 4,4 4. Noregur 4,9 5. Skotland 5,2 6. Slóvakía 5,4 7. Finnland 5,4 8. Danmörk 5,5 9. Búlgaría 7,5 10. Ísrael 7,6 * miðað við upplýsingar um núverandi íbúafjölda. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Lykilmaður í U-21 liði Íslands. FFRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni EM sem haldin verður í Danmörku á næsta ári. Liðunum er raðað eftir árangri í undankeppninni og Ísland er í efri styrkleikaflokki með Dönum, Tékkum og Spánverjum. Ljóst er að Danir spila í A-riðli og Tékk- ar, sem sú þjóð sem náði bestum árangri í undankeppninni, í B- riðli. Ísland og Spánn verða svo dregin út næst og geta því ekki lent í sama riðli. Að lokum verður dregið úr neðri styrkleikaflokk- unum í riðlana tvo. Í honum eru England, Sviss, Hvíta-Rússland og Úkraína. Dregið verður í riðla þann 9. nóvember næstkomandi. - esá EM U-21 landsliða: Ísland í efri styrkleikaflokki FÓTBOLTI Gylfi Einarsson hefur skrifað undir þriggja ára samn- ing við Fylki en hann er nú að snúa aftur heim eftir tíu ár í atvinnumennsku. Gylfi er uppalinn Fylkismaður en fór frá liðnu árið 2000 og gekk til liðs við Lilleström. Árið 2004 fór hann til Leeds í Englandi en fjórum árum síðar sneri hann aftur til Noregs og leikur nú með Brann. Þar hefur hann lítið fengið að spila að undanförnu þar sem félagið hefur ekki efni á að greiða honum bónusgreiðslur fyrir hvern spilaðan leik. Gylfi hefur á ferlinum leikið 24 A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark, í 2-0 sigri Íslands á Ítalíu í vináttulandsleik árið 2004. Gylfi lék á sínum tíma 54 leiki með Fylki og skoraði í þeim átján mörk. - esá Gylfi Einarsson til Fylkis: Þriggja ára samningur GYLFI Hér í leik með Brann frá Bergen. NORDIC PHOTOS/AFP kemur við sögu á hverjum degi! OG STYDDU INNLENT HJÁLPARSTARF RAUÐA KROSS ÍSLANDS Í LEIÐINNI 10 KRÓNUR AF HVERJUM SELDUM PAKKA RENNA TIL STARFSINS KAUPTU FRÓN MJÓLKURKEX Sjálfboðaliðar í 50 deildum um allt land halda uppi innanlandsaðstoð Rauða kross Íslands. Meðal helstu verkefna má nefna Hjálparsímann 1717, Rauðakrosshúsið, fataflokkun, heimsóknarvini, sjúkrabifreiðar, skyndihjálparfræðslu, þjónustu og aðstoð við innflytjendur, hælisleitendur, fólk með geðraskanir og ungmennastarf. Einnig má nefna að Rauði krossinn er hluti af almannavörnum og sinnir þar m.a. sálænum stuðningi þegar á reynir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.