Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 28
28 16. október 2010 LAUGARDAGUR Rebia Kadeer, sem barist hefur fyrir réttindum Úígúra, ásamt Dalaí Lama, leiðtoga Tíbeta, sem búið hefur hálfa öld í útlegð á Indlandi. Kadeer var rekin úr landi árið 2004 eftir að hafa setið sjö ár í fangelsi, þar af tvö ár í einangrunarklefa. Þótt Úígúrar og Tíbetar teljist til minni- hluta í Kína eru þetta fjölmennar þjóðir. Úígúrar í Kína eru líklega um ellefu millj- ónir og Tíbetar um fimm milljónir. Hu Jia, fæddur 1973, hefur tekið þátt í baráttu fyrir lýðræðisumbótum í Kína og lagt sérstaka áherslu á málstað alnæmissjúkra. Einnig hefur hann barist fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. Hann var síðan handtekinn sjálfur árið 2006 og síðan aftur árið 2007 og situr í fangelsi, eins og Liu Xiaobo, en á að losna út á næsta ári. Í vor bárust fréttir af því að hugsanlega væri hann alvarlega veikur. Wei Jingsheng, fæddur 1950, hefur áratugum saman verið einn þekktasti andófsmaður Kína. Hann var fyrst hand- tekinn árið 1979 og losnaði ekki fyrr en sextán árum síðar, árið 1993, en var svo handtekinn aftur nokkru síðar. Hann var rekinn úr landi árið 1997, eins og fleiri kínverskir andófsmenn, og sendur til Bandaríkjanna, að mestu fyrir tilstilli Bills Clinton forseta, og þar býr hann enn. Bao Tong, fæddur 1932, var háttsettur embættismaður í Kína og studdi sem slíkur lýðræðisumbætur, en sagði af sér 1989 þegar Deng Xiaoping, þáverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins, tók ákvörðun um að brjóta á bak aftur mótmælin á Tiananmen-torgi. Hann var handtekinn nokkrum dögum áður en herinn réðst til atlögu gegn mótmælend- um. Hann býr nú í Peking, nánast í stofu- fangelsi, undir ströngu eftirliti yfirvalda. Friðarverðlaunahafi ársins, sem nú situr í fangelsi í Kína fyrir „undirróður gegn ríkisvaldinu“, og eiginkona hans, sem er í stofufangelsi á heimili þeirra í Peking. Liu Xiaobo tók virkan þátt í lýðræðis- hreyfingunni á Tiananmen-torgi árið 1989. Hann var aðalhöfundur mannrétt- indaskrárinnar Charter O8, sem 350 kínverskir menntamenn undirrituðu árið 2008. Árið eftir var hann dæmdur í ellefu ára fangelsi. B aráttufólk fyrir mannrétt- indum í Kína hefur þurft að fórna miklu fyrir hug- sjónir sínar. Sumir sjálfu lífinu, aðrir frelsi sínu og velferð. Margir hafa flúið land og þar með glatað tengslum við fjölskyldu, vini og átthagana. Kínversk stjórnvöld segjast ekkert skilja í þessu. Mannréttindi séu tryggð í stjórnarskrá landsins og embættis- mannakerfið eigi að tryggja öllum gott líf eftir því sem framast er unnt í stóru landi þar sem fátækt hefur til skamms tíma verið hlutskipti flestra íbúa lands- ins, og þar sem enn er mikið starf óunnið við að útrýma henni. Bréf frá sendiráði Í tölvupósti sem sendur var í vikunni til ritstjórnar Fréttablaðsins frá kínverska sendiráðinu í Reykjavík er bent á upp- lýsingar, sem eiga að draga fram sann- leikann um Liu Xiaobo, kínverska rit- höfundinn sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þar segir að friðarverðlaunahafinn hafi árum saman fengið greiddar stórar fjárhæðir frá bandarískum stjórnvöld- um. Mest muni þar um 916.950 dollara, eða rétt um hundrað milljónir króna, frá bandarísku samtökunum NED, en sú skammstöfun stendur fyrir National Endowment for Democracy. Í bréfinu frá kínverska sendiráð- inu, sem reyndar er ekki undirritað, eru birtar fullyrðingar um að NED sé í reynd „borgaralegur armur“ banda- rísku leyniþjónustunnar CIA. „Í því ljósi,“ segir í bréfinu, „verður ákvörðun friðarverðlaunanefndar Nób- els að pólitískum launráðum, og Liu Xia- obo verður útsendari Bandaríkjanna.“ Harkaleg viðbrögð Viðbrögð kínverskra stjórnvalda við ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar voru harkaleg. Hún var sögð smánarleg og vanvirðing við hugsjón Nóbelsverð- launanna. Liu Xiaobo sé glæpamaður sem hafi hlotið dóm samkvæmt kín- verskum lögum. Kínverjar höfðu í hót- unum við Noreg um að samskipti ríkj- anna myndu nú versna. Norðmenn hafa svarað því til að geri Kínverjar alvöru úr hótunum sínum verði það ekki til að bæta álit þeirra út á við. Kínverjar hafa reyndar strax gert alvöru úr þeim, með því að afboða eða mæta ekki á fundi og ráðstefnur með Norðmönnum síðan tilkynnt var um Nóbelsverðlaunin. Ábyrgð Kínverja Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndar- innar fyrir úthlutun verðlaunanna í ár segir að kínversk stjórnvöld séu brotleg við bæði alþjóðasáttmála og mannrétt- indaákvæði eigin stjórnarskrár. Vegur Kína hafi batnað mjög undanfarið með sterkari efnahag og auknum áhrifum í heiminum. „Hinni nýju stöðu Kína hlýtur að fylgja aukin ábyrgð,“ segir nefndin og hrósar Liu Xiaobo fyrir að hafa áratug- um barist fyrir því að mannréttindi séu virt í Kína. Nóbelsnefndin bendir á að hann sé engan veginn eini Kínverjinn, sem staðið hefur í þeirri baráttu jafnt innan sem utan Kína. Sú þunga refsing, sem hann hefur hlotið af hálfu kínverskra stjórnvalda, hafi hins vegar gert hann að „fremsta fulltrúa þessarar víðtæku baráttu fyrir mannréttindum í Kína“. Skert mannréttindi Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International og Human Rights Watch hafa áratugum saman gagnrýnt kín- versk stjórnvöld fyrir margvísleg brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggja ber öllum mönnum. Þar munar hvað mestu um hömlur á tjáningarfrelsi og trúarfrelsi, veikburða dómskerfi sem stjórnvöld skipta sér óspart af, réttindaleysi fanga og hömlu- litla notkun dauðarefsingar, bágborin verkalýðsréttindi og harkalega fram- komu gegn minnihlutahópum á borð við Tíbeta og Úígúra. Í ársskýrslu Amnesty International fyrir árið 2009 segir meðal annars að einstaklingar, sem barist hafa fyrir tján- ingarfrelsi, fundafrelsi og samkomu- frelsi hafi átt það mjög á hættu að verða fyrir áreitni af hálfu stjórnvalda. Þeir hafi margir verið handteknir eða settir í stofufangelsi, og jafnvel sætt pynting- um eða annarri illri meðferð. Fjölskyld- ur þeirra hafi einnig verið áreittar, þar á meðal börn, og lögfræðingar sem taka mál þeirra að sér eigi einnig á hættu að verða fyrir áreitni. „Dómskerfið er enn mjög viðkvæmt fyrir pólitískum afskiptum,“ segir í ársskýrslunni. „Dómstólar, saksókn- araembætti og lögregla eru undir eftirliti kínverska Kommúnistaflokks- ins. Stjórnvöld hafa beitt víðtækum og óljósum ákvæðum hegningarlaga um ríkisöryggi og „ríkisleyndarmál“ til að þagga niður andóf og refsa þeim sem varið hafa mannréttindi.“ Samstillta samfélagið Kínversk stjórnvöld hafa stundum lýst því yfir að einstaklingurinn eigi ekki að njóta forgangs umfram samfélags- heildina. Réttindi einstaklings geti því þurft að víkja þegar samfélagsheildin er í hættu. Þessi hugmynd um forgang heildar- innar er eitur í beinum mannréttinda- sinna, sem leggja alla áherslu á algildi mannréttinda. Kínverjar hafa hins vegar, sumir hverjir, haldið því fram að hið ófrávíkj- anlega algildi mannréttinda sé vestræn hugmynd, sem eigi einfaldlega ekki heima í austrænu samhengi. „Samstillta samfélagið“ er hugtak, sem kínverskir ráðamenn segja grund- völl austrænnar mannréttindahugsunar. Í samstilltu samfélagi vinna allar ein- ingar samfélagsins saman að velferð heildarinnar. Þeir sem beina spjótum sínum að öðrum einingum samfélags- ins, til dæmis með gagnrýni á opin- berum vettvangi, eru þar með að grafa undan heildinni, jafnvel þótt gagnrýnin eigi kannski við rök að styðjast. Afskipti af innanríkismálum Allri utanaðkomandi gagnrýni á ÁNÆGÐIR MEÐ SIG Hu Jintao forseti og Wen Jiabao forsætisráðherra á löggjafarsamkomu í vor. Wen Jiabao hefur und- anfarið gefið út yfirlýsingar um að gera þurfi einhverjar lýðræðisumbætur í Kína. Í gær hófst fundur Kommúnistaflokks- ins um nýja fimm ára áætlun efnahagslífsins, en á þeim fundi má hugsanlega búast við tíðindum af leiðtogaskiptum, sem gætu orðið eftir tvö ár. NORDICPHOTOS/AFP Ró kínverskra valdhafa raskað Enn á ný beinist athygli umheimsins að mannréttindaástandinu í Kína, að þessu sinni vegna úthlutunar Nóbelsverðlaunanna. Kínverskir ráðamenn bregðast jafnan ókvæða við gagnrýni frá Vesturlöndum. Þeir hafa sagt samfélagsheildina eiga að ganga fyrir réttindum einstaklinga og frábiðja sér afskipti af innanríkismálum. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér ástandið og viðbrögðin. mannréttindaástandið í Kína hafa þarlend stjórnvöld síðan vísað á bug sem ólíðandi afskiptum af kínversk- um innanríkismálum. Sjálfir telja kínverskir ráðamenn sig hafa passað sig vel á því að skipta sér ekkert af innanríkismálum annarra landa, eins og þeir skilgreina þau í það minnsta, til þess að verða nú ekki uppvísir að ósamkvæmni. Allt þetta breytir því ekki að í Kína hefur fjöldi fólks lagt á sig gríðarlegar mannraunir til að reyna að hafa áhrif á ráðamenn, í þá átt að hin algildu mann- réttindi, sem Kínverjar hafa skuld- bundið sig til að virða með undirrit- un alþjóðlegra mannréttindasáttmála, verði í raun virt. Kína er fjölmennt land og ekki er fyrirsjáanlegur þar neinn hörgull á fólki sem vill breyta ástandinu til hins betra, þrátt fyrir skilningsleysi stjórn- valda á þeirri baráttu. Nokkur dæmi um fólk sem stað- ið hefur uppi í hárinu á kínverskum ráðamönnum, má sjá á myndum hér á síðunni. Ýtt við stjórnvöldum? Vera kann að breytingar séu nú í sjón- máli á þessari afstöðu kínverskra ráða- manna. Úthlutun Nóbelsverðlauna til Liu Xiaobo gæti ýtt við mörgum Kín- verjum, bæði úr röðum almennings sem hinna sem völdin hafa. Nú þegar hafa hundrað kínverskir baráttumenn fyrir mannréttindum, þar á meðal lögfræðingar og aðrir mennta- menn, skrifað bréf til stjórnvalda, þar sem þau eru hvött til þess að láta Liu lausan. Einnig hafa 23 öldungar í kínverska Kommúnistaflokknum skrifað opið bréf til stjórnvalda, þar sem þeir hvetja til þess að tjáningarfrelsið verði virt. Bréfið var sent fáum dögum eftir tilkynningu Nóbelsnefndarinnar, en meiru skiptir ef til vill að nú er að hefj- ast í Kína fundur Kommúnistaflokksins þar sem næsta fimm ára áætlun efna- hagslífsins verður afgreidd. Umbætur í sjónmáli? Fylgst verður grannt með því hvort á fundinum sjáist merki þess hvaða breytingar verði í æðstu leiðtogastöð- um flokksins, en leiðtogaskipti eru næst á dagskrá árið 2012. Einnig hafa vaknað vonir um að á fundinum verði ræddar breytingar á stefnu flokksins í mannréttindamálum, en Wen Jiabao forsætisráðherra hefur undanfarið gefið til kynna að flokkur- inn þurfi að opna fyrir frjálsa og lýð- ræðislega umræðu í samfélaginu. „Án stjórnmálaumbóta getur Kína glatað því sem það hefur nú þegar náð fram með efnahagsumbótum,“ sagði hann í ágúst síðastliðnum. Fyrir fáeinum vikum sagði hann einnig að kröfur um lýðræði og endur- bætur í landinu muni brátt verða það sterkar, að ekki verði hægt að standa gegn þeim. Borgarar Al- þýðulýðveld- isins Kína njóta mál- frelsis, fjöl- miðlafrelsis, fundafrelsis, félagafrelsis, fjöldagöngu- frelsis og mótmæla- frelsis. 35. grein kínversku stjórnarskrárinnar LIU XIAOBO OG LIU XIA BAO TONG WEI JINGSHENG HU JIA OG ZENG JINYAN ÞJÓÐERNISMINNIHLUTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.