Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 42
 16. október 2010 LAUGARDAGUR2 bíómynd að vera þar aleinn á hvítri strönd við tæran sjó því fátt er um fólk á þessari flötu eyju. Mér þykir einsleitt landslagið reyndar fínt, en eftir öll árin úti þráir Völli orðið hóla og hæðir, og hressilegt íslenskt rok,“ segir Þóra sem lifir draumalífi í hugum margra. „Það eru vissulega forréttindi að eiga athvarf í slíkri paradís og geta unnið vinnu sína hvar sem er í heiminum. Það hentar mér vel meðan börnin eru svo ung, en brátt kemur að því að við þurfum að festa einhvers staðar rætur. Við erum þó samstíga í að vera spontant og gengur illa að gera plön langt fram í tímann. Það er líka alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi og ef ekki, búum við það til; ekki síst minn dugmikli og fram- takssami Völli,“ segir Þóra um sinn ektamann, en saman eiga þau tveggja ára strák, Baldvin Snæ, og tveggja mánaða stelpu, Móeyju Mjöll. „Ástina bar mjög brátt að og við höfðum aldrei búið saman þegar við giftum okkur, sem er líklega mesta heimska í heimi. Við vorum heppin því hann hefði getað reynst vera vitleysingur, eða þá ég. Sem betur fer átti þetta að gerast, var ofur rómantískt og við létum bara slag standa, enda ekki fyrir að velta okkur of lengi upp úr hlutun- um. Því held ég að við höfum val- ist ágætlega saman og þótt það sé brjáluð vinna að vera giftur hefur hjónabandið lukkast nokkuð vel og gengur betur í dag en þegar við vorum nýgift. Við höfum því slíp- ast saman og erum að verða eins og gott rauðvín sem skánar með aldr- inum,“ segir Þóra, en þau Völund- ur eru dugleg að minna á hversu alsæl þau eru með hvort annað og að njóta barnaláns. „Snáðinn varð reyndar kveikjan að Foreldrahandbókinni því hann lá ekki og svaf eins og systir sín nú í vöggu. Ég hélt að móðurhlut- verkið yrði mér eðlislægara því alls staðar er keppst við að fræða mann um meðgönguna, en eftir að barn fæðist er gert ráð fyrir að allt gangi eins og í sögu. Ég uppgötvaði því fljótt að á mér brunnu ógrynni spurninga og byrjaði að leita upp- lýsinga sem ég fór strax að skrifa hjá mér. Á endanum fannst mér ég luma á leyndarmáli sem ég yrði að deila með öðrum,“ segir Þóra sem hvergi hefur fundið sams konar bók, þótt lesið hafi hún mýmargar. „Það hefur farið í taugarnar á mér hversu hlutirnir eru fegr- aðir og talað um brjóstagjafara- vanda og svefnleysi eins og hverja aðra taugaveiklun. Staðreyndin er sú að meðganga og fæðing er stærsta upplifun lífsins og algjör kúvending á tilverunni. Eða eins og Jóhann G. Jóhannsson, meðstjórn- andi minn í Stundinni okkar, orðar það best í pistli í bókinni: Þú verð- ur aldrei aftur einn. Það er allt- af einhver manneskja sem fylgir þér, hvort sem hún er með þér eða fjarri.“ Þóra útskýrir að bókin sé óður til foreldrahlutverksins sem ekki sé gert nógu hátt undir höfði. „Í mínum huga eru einstæðar mæður mestu hetjur þjóðarinnar, en því miður eru þær eins og úrhrök í íslensku samfélagi, sem álítur for- eldrahlutverkið ruslakistu. Bókin er handbók með liðsinni færustu sérfræðinga á sínu sviði, en einn- ig persónulegri reynslu minni og fjölmargra foreldra úr íslenskum veruleika,“ segir Þóra sem hóf skriftir með son sinn nýfæddan fyrir tveimur árum og lauk þeim rétt í tæka tíð fyrir fæðingu dóttur sinnar í sumar. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og ég ekki viðræðu- hæf um annað í langan tíma. Mér finnst ég óskaplega rík að eiga tvö börn, en eiginmaðurinn þykist hafa lagt inn pöntun fyrir þremur. Við sjáum til. Þrír eru góð tala, ekki síst fyrir börnin að eiga fleiri syst- kini, en ég leyfi þeim að stækka meira fyrst. Það er ekki leikur að eignast börn eins og í veðri er látið vaka, og við ekki komnar á sýn- ingarpallinn eins og Heidi Klum tveimur vikum eftir fæðingu. Það gleymist nefnilega að segja okkur frá hárlosi, grindargliðnun, gyllin- æð og því að maður verður slappur eins og selur. Ég sá alltaf fyrir mér að ég kæmi valhoppandi út af fæð- ingardeildinni í gömlu gallabuxun- um blístrandi hress og héldi veislu- boð þar sem allir kæmu hressir til að hlusta á fæðingarsöguna þar sem allt gekk svo vel. En það gæti ekki verið fjær sannleikanum.“ thordis@frettabladid.is Þóra segir að hún hefði viljað búa yfir þeirri lífsreynslu að eiga sjálf börn þegar hún sá um Stundina okkar og nú hafi hún skilning á beiðnum foreldra um eiginhandar- áritanir, því sjálf mundi hún snúa Magnús Scheving niður á götu í dag til að gefa syni sínum færi á að nálgast Íþróttaálfinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hundaræktunarfélagið REX stendur fyrir árlegri haustsýningu í Reiðhöll Gusts við Álalind í Kópavogi í dag og á morgun, frá klukkan 11 til 17. Alls eru 132 hundar af 17 tegundum skráðir til leiks og á sýningunni verða jafnframt básar með vörur fyrir hunda. „Í mínum huga eru einstæðar mæður mestu hetjur þjóð- arinnar, en því miður eru þær eins og úrhrök í íslensku samfélagi, sem álítur foreldrahlutverkið ruslakistu. “                                      !"   # $    %   &' (   !"#"$$ )     *+   $ $ ,-     /0 $    ! * 12. . , $    ###'454 Laugavegur 55, sími 551-1040 • Opið mán.–fös. kl. 11-18 • lau. kl. 10–16 Sendum í póstkröfu um allt land. Það er aðeins ein alvöru hanskabúð og hún er á Laugaveginum við hliðina á Bónus. TÍVOLÍ LAUGARDAGA FRÁ 13 – 16 TOPPHELGAR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Framhald af forsíðu Ný Rauðakrossverslun með notuð föt verður opnuð á Garðatorgi í Garðabæ í dag. Á opnunarhátíð milli 13 og 15 verður meðal annars tískusýning þar sem kynnir er hinn geðþekki Frímann Gunnarsson. Garðabæjardeild Rauða krossins efnir til hátíðar í dag í tilefni af opnun nýrrar fatabúðar á Garða- torgi. Ávörp verða flutt og hæfi- leika- og listafólk gefur vinnu sína og styrkir með því Hjálpar- sjóð Rauða krossins. Sigurður Flosason, ásamt bræðr- unum Ómari og Óskari Guðjóns- sonum spilar af fingrum fram og Kvennakór Garðabæjar syng- ur undir stjórn Ingibjargar Guð- jónsdóttur. Bæjarstjórinn verður í broddi fylkingar á tískusýningu í umsjón nemenda af listnámsbraut FG en kynnir verður Frímann Gunnarsson (Gunnar Hansson). Einnig verður uppboð á listmunum þar sem Tryggvi Páll Friðriksson listmunasali heldur um hamarinn og bíður eftir hæstu boðum. Taflfélagið Mátar stendur svo fyrir hraðskákmóti á torginu sam- hliða þessari dagskrá. Nýja búðin er full af flottum flíkum sem bíða eftir nýjum eig- endum. Þar munu sjálfboðaliðar sjá um afgreiðslu og allur hagnað- ur af sölunni þar rennur í Hjálpar- sjóð Rauða krossins. Ný verslun á Garðatorgi með notuð föt fyrir nýja eigendur Katrín Matthíasdóttir og Hrafnhildur Kvaran, forsvarsmenn Garðabæjardeildar Rauða krossins, við nýju búðina sem verður opnuð í dag á Garðatorgi. Listaverkin utan við búðina verða boðin upp á opnunarhátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.