Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 86
54 16. október 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Ný stuttmynd eftir hönnuð-
inn Ásgrím Má Friðriksson
var frumsýnd við mikinn
fögnuð í versluninni Kiosk á
fimmtudaginn var. Ásgrím-
ur er líklega þekktastur
sem fatahönnuður en hann
stundar nú nám við Kvik-
myndaskóla Íslands. Hann
er einnig einn af eigendum
verslunarinnar Kiosk sem
selur einstaka íslenska
hönnun eftir unga og efni-
lega hönnuði. - sm
Flottir gestir á frumsýningu
LEIKSTJÓRINN SÆLL Ásgrímur Már Friðriksson og Arna Sigrún Haraldsdóttir sæl á
frumsýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hönnuðurinn Hlín Reykdal, María Björg
Sigurðardóttir og Eygló Lárusdóttir hönn-
uður voru á meðal gesta.
Eva Gunnbjörnsdóttir og Vala Árnadóttir
mættu á sýninguna.
Systurnar Ýr og Erna María Þrastardætur
létu sig ekki vanta.
Kvikmyndin Órói var frumsýnd
á fimmtudagskvöld í Sambíóun-
um við Álfabakka. Aðstandendur
myndarinnar mættu að sjálfsögðu
á svæðið og voru í sannkölluðu
hátíðarskapi.
Órói þykir vel heppnuð mynd
en hún er byggð á unglingabókum
Ingibjargar Reynisdóttur. Hún
fjallar um hinn sextán ára Gabrí-
el, sem í byrjun myndarinnar er í
sumarskóla í Bretlandi og kynnist
þar Markúsi. Þar gerast ákveðn-
ir hlutir sem leiða til þess að líf
hans breytist. Þegar hann kemur
til Íslands þarf hann að horfast í
augu við þær breytingar. Með aðal-
hlutverk fara Atli Óskar Fjalarson,
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm
og Haraldur Ari Stefánsson. Leik-
stjóri er Baldvin Z og er þetta
fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd.
Sjá gagnrýni á síðu 60
Hressileg unglingaskemmtun
Á FRUMSÝNINGU Leikstjórinn Baldvin Z ásamt Kristínu Pétursdóttur, Hreindísi Ylfu
Garðarsdóttur Hólm og Vilhelmi Þór Neto. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Leikkonurnar Ísgerður Gunnarsdóttir og
Hreindís Ylfa.
Leikarinn Bergur Þór Ingólfsson ásamt
dóttur sinni Urði Bergsdóttur.
Sara Jakobsdóttir og Hálfdán Pedersen
mættu á frumsýninguna.
„Þetta var bara hræðilegt,“ segir Elvar
Geir Sævarsson úr hljómsveitinni
Hellvar.
Fimm krakkar úr efstu bekkjum
grunnskóla Reykjanesbæjar ætluðu að
fylgjast með rokksveitinni Ham stilla
saman strengi sína fyrir tónleika sína á
Nasa á fimmtudagskvöld. Krakkarnir,
sem eru í rokkáfanga hjá Elvari Geir,
höfðu fengið leyfi hjá skipuleggjend-
um Airwaves til að fylgjast með einni
af uppáhaldshljómsveitum sínum. En
þegar Ham-liðar þurftu að fresta undir-
búningnum um fjóra klukkutíma vegna
borgarráðsfundar söngvarans Óttars
Proppé urðu krakkarnir, sem höfðu
gert sér sérstaka ferð til Reykjavíkur,
fyrir miklum vonbrigðum.
„Ég veit að þetta var ákveðið kvöld-
ið áður en ég veit ekki í hverra verka-
hring var að láta vita af þessu,“ segir
Elvar. Hann er sjálfur mikill Ham-
aðdáandi og var mættur á tónleika
sveitarinnar um kvöldið þrátt fyrir
vonbrigðin fyrr um daginn. „Ég var
með smá beiskt eftirbragð. Mér
fannst þeir skömmustu-
legir uppi á sviði. Það var
eins og þeir hefðu slæma
samvisku,“ segir hann í
léttum dúr og vill taka
skýrt fram að hann
og krakkarnir beri
engan kala til pilt-
anna í Ham.
Söngvara Ham,
Óttari Proppé, þykir þetta mál mjög
leiðinlegt og kennir samskipta-
leysi hjá skipulagsaðilum
hátíðarinnar um. „Ég hef
ekki hugmynd um hvar í
ferlinu þetta fór úrskeið-
is en við viljum endilega
bjóða þeim á næsta „sánd-
tékk“, hvenær sem það
verður.“ - fb
Skólakrakkar misstu af Ham
ELVAR GEIR SÆVARSSON
Elvar Geir og nemendur
hans úr Reykjanesbæ
misstu af rokksveitinni
Ham.
> DRUKKIN AÐ VENJU
Söngkonan Amy Winehouse mætti
drukkin í blaðaviðtal á dögunum.
Winehouse var svo drukkin að hún
átti erfitt með að skilja spurning-
arnar sem blaðamaðurinn lagði
fyrir hana. Innt eftir því hvort
hún væri hamingjusöm svar-
aði hún: „Hvað meinarðu?
Ég er hamingjusöm með
þetta salat.“
Rokkaradóttirin Kelly Osbourne
segist finna fyrir meiri andúð í
sinn garð frá kynsystrum eftir
að hún grenntist um 22 kíló.
Osbourne vill meina að stelpur
hafi hætt að finnast hún skemmti-
leg og líti nú á hana sem keppi-
naut. „Þær stelpur sem vana-
lega heilsuðu mér eru hættar því
núna,“ segir Osbourne í viðtali við
netmiðla vestanhafs.
Osbourne segir jafnframt að
sér þyki nýtt útlit sitt ennþá fram-
andi og að hún eigi eftir að venjast
því að geta farið í þrönga kjóla án
þess að vera á innsoginu.
Hötuð fyrir megrun
BARA KREISTA!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-1
2
0
4